Þingmenn ósáttir með ástand innan lögreglunnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. september 2019 13:58 Fréttablaðið/Anton Brink/Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra þarf nú að meta hvort vegi þyngra, löggæslan í landinu eða Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segir þingmaður Samfylkingar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að Ríkislögreglustjóri beri ábyrgð á ástandinu innan lögreglunnar. Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um óánægju með Harald Johannessen ríkislögreglustjóra en landssamband lögreglumanna og nokkur félög innan þess hafa greint frá mikilli óánægju með nokkra þætti í rekstri embættisins meðal annars í bíla- og fatamálum. Leggja á niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra um áramótin og stendur til að ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Þá hefur því verið haldið fram að Haraldur gangi fram með ógnar- og óttastjórnun. Í viðtali við morgunblaðið í gær sagði Haraldur að markvisst sé reynt að hrekja sig úr embætti. Til þess sé farið fram með rógburð og ósannindi þar sem lögreglumenn kunni ekki að meta þegar tekið sé á þeirra málum hjá embættinu. Ef til starfsloka kæmi muni það kalla á ítarlegri umfjöllun af hans hálfu um valdabaráttuna á bak við tjöldin. Þingmenn ræddu málið á Sprengisandi í morgun. Helga Vala Helgadóttir segir mjög óheppilegt að yfirmaður lögreglumanna sé kominn í stríð við lögregluembætti á Íslandi. Viðtalið í morgunblaðinu hafi varla verið vænlegt til árangurs.„Hann vænir fólk um spillingu, hann talar um það að það sé óhæft fólk í hverju horni, að það sé ekki hægt að losna við ónýta starfsmenn. Þegar ríkislögreglustjóri er að tala um að það sé spilling innan lögreglunnar, það er grafalvarlegt mál.“ Það sé mjög undarlegt að hann segi frá þeirri spilling í blaðaviðtali. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einnig hissa á viðbrögðum Haraldar. „Æðsti embættismaður lögreglunnar var mættur þarna í vörn. Hann var að verja sig ekki að verja lögregluna, sem hann ber ábyrgð á. Ég vil benda á að þessi embættismaður er búinn að vera í embætti í tuttugu og tvö ár þannig að einhverja ábyrgð ber hann á ástandinu.“ Hann segir óboðlegt að sami maður gegni sama embættinu í 22 ár. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að ráðuneytið þurfi að bera ábyrgð. „Hér er að koma upp á yfirborðið eitthvað sem búið er að krauma mjög lengi undir niðri og þá auðvitað horfir maður til ábyrgðar ráðuneytis. Augljóst er að þarna hefur verið mikill vandi sem ekki hefur verið tekið á.“ Helga Vala tekur undir þetta: „Dómsmálaráðherra þarf að meta það, hvort vegur þyngra, löggæslan eða Haraldur.“ Lögreglan Sprengisandur Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00 Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að framkoma Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, sé honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast. 14. september 2019 12:46 Ríkislögreglustjóra skylt að innheimta 200 milljónir umfram rekstrarkostnað Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð. 11. september 2019 12:52 Ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðherra funda í næstu viku Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir fundi með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og mun fundurinn fara fram í næstu viku að sögn ráðherra. Þar verða málefni embættisins til umræðu. 13. september 2019 23:30 „Hið eina sem hún getur ekki er að láta eins og ekkert hafi gerst“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður, kallar eftir því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, bregðist við þeim ummælum sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lét falla í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í gær. 15. september 2019 08:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Á meðan Landssamband lögreglumanna fagnar áformum um að gerð verði stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra vill ríkislögreglustjóri að ráðist verði í heildarúttekt lögreglumála í landinu. 8. september 2019 18:05 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni. 11. september 2019 18:36 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Segir yfirlýsingar lögreglufélaga ámælisverðar Ríkislögreglustjóri segir að ályktanir lögreglufélaga ekki til þess fallnar að skapa frið um störf lögreglunnar og yfirlýsingar til að ala á ótta um að ágreiningur geti bitnað á endanum á öryggi almennings eru ámælisverðar. 12. september 2019 18:46 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Dómsmálaráðherra þarf nú að meta hvort vegi þyngra, löggæslan í landinu eða Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segir þingmaður Samfylkingar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að Ríkislögreglustjóri beri ábyrgð á ástandinu innan lögreglunnar. Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um óánægju með Harald Johannessen ríkislögreglustjóra en landssamband lögreglumanna og nokkur félög innan þess hafa greint frá mikilli óánægju með nokkra þætti í rekstri embættisins meðal annars í bíla- og fatamálum. Leggja á niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra um áramótin og stendur til að ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Þá hefur því verið haldið fram að Haraldur gangi fram með ógnar- og óttastjórnun. Í viðtali við morgunblaðið í gær sagði Haraldur að markvisst sé reynt að hrekja sig úr embætti. Til þess sé farið fram með rógburð og ósannindi þar sem lögreglumenn kunni ekki að meta þegar tekið sé á þeirra málum hjá embættinu. Ef til starfsloka kæmi muni það kalla á ítarlegri umfjöllun af hans hálfu um valdabaráttuna á bak við tjöldin. Þingmenn ræddu málið á Sprengisandi í morgun. Helga Vala Helgadóttir segir mjög óheppilegt að yfirmaður lögreglumanna sé kominn í stríð við lögregluembætti á Íslandi. Viðtalið í morgunblaðinu hafi varla verið vænlegt til árangurs.„Hann vænir fólk um spillingu, hann talar um það að það sé óhæft fólk í hverju horni, að það sé ekki hægt að losna við ónýta starfsmenn. Þegar ríkislögreglustjóri er að tala um að það sé spilling innan lögreglunnar, það er grafalvarlegt mál.“ Það sé mjög undarlegt að hann segi frá þeirri spilling í blaðaviðtali. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einnig hissa á viðbrögðum Haraldar. „Æðsti embættismaður lögreglunnar var mættur þarna í vörn. Hann var að verja sig ekki að verja lögregluna, sem hann ber ábyrgð á. Ég vil benda á að þessi embættismaður er búinn að vera í embætti í tuttugu og tvö ár þannig að einhverja ábyrgð ber hann á ástandinu.“ Hann segir óboðlegt að sami maður gegni sama embættinu í 22 ár. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að ráðuneytið þurfi að bera ábyrgð. „Hér er að koma upp á yfirborðið eitthvað sem búið er að krauma mjög lengi undir niðri og þá auðvitað horfir maður til ábyrgðar ráðuneytis. Augljóst er að þarna hefur verið mikill vandi sem ekki hefur verið tekið á.“ Helga Vala tekur undir þetta: „Dómsmálaráðherra þarf að meta það, hvort vegur þyngra, löggæslan eða Haraldur.“
Lögreglan Sprengisandur Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00 Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að framkoma Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, sé honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast. 14. september 2019 12:46 Ríkislögreglustjóra skylt að innheimta 200 milljónir umfram rekstrarkostnað Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð. 11. september 2019 12:52 Ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðherra funda í næstu viku Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir fundi með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og mun fundurinn fara fram í næstu viku að sögn ráðherra. Þar verða málefni embættisins til umræðu. 13. september 2019 23:30 „Hið eina sem hún getur ekki er að láta eins og ekkert hafi gerst“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður, kallar eftir því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, bregðist við þeim ummælum sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lét falla í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í gær. 15. september 2019 08:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Á meðan Landssamband lögreglumanna fagnar áformum um að gerð verði stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra vill ríkislögreglustjóri að ráðist verði í heildarúttekt lögreglumála í landinu. 8. september 2019 18:05 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni. 11. september 2019 18:36 Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00 Segir yfirlýsingar lögreglufélaga ámælisverðar Ríkislögreglustjóri segir að ályktanir lögreglufélaga ekki til þess fallnar að skapa frið um störf lögreglunnar og yfirlýsingar til að ala á ótta um að ágreiningur geti bitnað á endanum á öryggi almennings eru ámælisverðar. 12. september 2019 18:46 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00
Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að framkoma Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, sé honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast. 14. september 2019 12:46
Ríkislögreglustjóra skylt að innheimta 200 milljónir umfram rekstrarkostnað Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð. 11. september 2019 12:52
Ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðherra funda í næstu viku Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir fundi með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og mun fundurinn fara fram í næstu viku að sögn ráðherra. Þar verða málefni embættisins til umræðu. 13. september 2019 23:30
„Hið eina sem hún getur ekki er að láta eins og ekkert hafi gerst“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður, kallar eftir því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, bregðist við þeim ummælum sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lét falla í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í gær. 15. september 2019 08:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Á meðan Landssamband lögreglumanna fagnar áformum um að gerð verði stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra vill ríkislögreglustjóri að ráðist verði í heildarúttekt lögreglumála í landinu. 8. september 2019 18:05
Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14
Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni. 11. september 2019 18:36
Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót. 5. september 2019 06:00
Segir yfirlýsingar lögreglufélaga ámælisverðar Ríkislögreglustjóri segir að ályktanir lögreglufélaga ekki til þess fallnar að skapa frið um störf lögreglunnar og yfirlýsingar til að ala á ótta um að ágreiningur geti bitnað á endanum á öryggi almennings eru ámælisverðar. 12. september 2019 18:46
Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13
Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent