Matthías keypti blokk á Akranesi af Heimavöllum hf. Björn Þorfinnsson skrifar 16. september 2019 06:45 Fjárfestirinn Matthías Imsland byggir upp óhagnaðardrifið leiguveldi. Fréttablaðið/Ernir Matthías Imsland keypti nýverið fjórtán íbúða blokk við Asparskóga 4, í eftirsóttu nýbyggingahverfi á Akranesi. Hann keypti fasteignina af leigurisanum Heimavöllum í gegnum einkahlutafélag sitt, MPI ehf. Kaupverð fasteignarinnar liggur ekki fyrir en til þess að fjármagna kaupin fékk félag Matthíasar um 250 milljónir króna að láni til 50 ára frá Íbúðalánasjóði. Vaxtakjörin eru 4,20 prósent. Alls fékk félag hans fjórtán lán á bilinu 13-23 milljónir króna en einu láni var þinglýst á hverja íbúð fyrir sig. Lánin sem félag Matthíasar fékk lúta sérstökum kröfum samkvæmt reglugerð frá árinu 2013. Meðal annars skulu lánin aðeins veitt til óhagnaðardrifinna leigufélaga. Ákvæði þess efnis er í stofnskrá fyrirtækis Matthíasar. Félög sem fá slík lán þurfa einnig að uppfylla margs konar önnur skilyrði. Þannig er óheimilt fyrir fyrirtæki að greiða út arð og allur hagnaður af rekstrinum skal fara til uppbyggingar og viðhalds íbúðanna. Þá skal launagreiðslum stillt í hóf. Einnig er tekið fram að félög skuli „hafa það sem langtímamarkmið að eiga og hafa umsjón með rekstri leiguhúsnæðis“.Heimavellir hafa reynt að losa um eignir undanfarið.Fréttablaðið/StefánTveimur dögum eftir að félag Matthíasar fékk í hendurnar afsal fyrir íbúðunum fjórtán frá Heimavöllum seldi félagið tvær íbúðir í blokkinni fyrir samtals 50,6 milljónir króna. Til þess þurfti hann sérstakt leyfi frá Íbúðalánasjóði sem var veitt. Fjármunina notaði hann meðal annars til að greiða upp rúmlega 29 milljóna króna lán frá sjóðnum sem hvíldu á íbúðunum tveimur. Dæmi um aðrar kröfur sem kveðið er á um í reglugerð er að meðalárstekjur íbúa skuli ekki fara yfir ákveðna upphæð. Þá eru sérstakar reglur um hvernig reikna skuli út leiguverð. Í einfölduðu máli skal leiguverð íbúðanna vera sem hlutfall af afborgunum lána Íbúðalánasjóðs að viðbættum rekstri og viðhaldi. Við kaupin tók félag Matthíasar yfir leigusamninga Heimavalla við leigjendur að Asparskógum. Rekstur Heimavalla er langt í frá góðgerðarstarfsemi enda er félagið á markaði og ákveðin arðsemiskrafa ræður þar för. Sú krafa endurspeglast í leiguverði íbúðanna. Þrátt fyrir kröfuna um engan hagnað bendir ekkert til þess að leiguverð leigutaka Matthíasar muni lækka. Matthías hefur áður nýtt sér þessa fjármögnunarleið til kaupa á ellefu íbúðum í Vestmannaeyjum á síðasta ári. DV og Stundin fjölluðu um kaupin á sínum tíma. Þar kom fram að Matthías var aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, á árunum 2013-2016. Á þeim tíma undirritaði Eygló reglugerðina um leiguíbúðalán Íbúðalánasjóðs sem Matthías hefur síðan nýtt sér til að byggja upp óhagnaðardrifna leigufélagið sitt. Matthías hefur þó opinberlega þvertekið fyrir að hafa haft formlega aðkomu að Íbúðalánasjóði. Benti hann á að lánsfjármögnunin stæði öllum til boða svo lengi sem félagið uppfyllti skilyrði Íbúðalánasjóðs. Akranes Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Sjá meira
Matthías Imsland keypti nýverið fjórtán íbúða blokk við Asparskóga 4, í eftirsóttu nýbyggingahverfi á Akranesi. Hann keypti fasteignina af leigurisanum Heimavöllum í gegnum einkahlutafélag sitt, MPI ehf. Kaupverð fasteignarinnar liggur ekki fyrir en til þess að fjármagna kaupin fékk félag Matthíasar um 250 milljónir króna að láni til 50 ára frá Íbúðalánasjóði. Vaxtakjörin eru 4,20 prósent. Alls fékk félag hans fjórtán lán á bilinu 13-23 milljónir króna en einu láni var þinglýst á hverja íbúð fyrir sig. Lánin sem félag Matthíasar fékk lúta sérstökum kröfum samkvæmt reglugerð frá árinu 2013. Meðal annars skulu lánin aðeins veitt til óhagnaðardrifinna leigufélaga. Ákvæði þess efnis er í stofnskrá fyrirtækis Matthíasar. Félög sem fá slík lán þurfa einnig að uppfylla margs konar önnur skilyrði. Þannig er óheimilt fyrir fyrirtæki að greiða út arð og allur hagnaður af rekstrinum skal fara til uppbyggingar og viðhalds íbúðanna. Þá skal launagreiðslum stillt í hóf. Einnig er tekið fram að félög skuli „hafa það sem langtímamarkmið að eiga og hafa umsjón með rekstri leiguhúsnæðis“.Heimavellir hafa reynt að losa um eignir undanfarið.Fréttablaðið/StefánTveimur dögum eftir að félag Matthíasar fékk í hendurnar afsal fyrir íbúðunum fjórtán frá Heimavöllum seldi félagið tvær íbúðir í blokkinni fyrir samtals 50,6 milljónir króna. Til þess þurfti hann sérstakt leyfi frá Íbúðalánasjóði sem var veitt. Fjármunina notaði hann meðal annars til að greiða upp rúmlega 29 milljóna króna lán frá sjóðnum sem hvíldu á íbúðunum tveimur. Dæmi um aðrar kröfur sem kveðið er á um í reglugerð er að meðalárstekjur íbúa skuli ekki fara yfir ákveðna upphæð. Þá eru sérstakar reglur um hvernig reikna skuli út leiguverð. Í einfölduðu máli skal leiguverð íbúðanna vera sem hlutfall af afborgunum lána Íbúðalánasjóðs að viðbættum rekstri og viðhaldi. Við kaupin tók félag Matthíasar yfir leigusamninga Heimavalla við leigjendur að Asparskógum. Rekstur Heimavalla er langt í frá góðgerðarstarfsemi enda er félagið á markaði og ákveðin arðsemiskrafa ræður þar för. Sú krafa endurspeglast í leiguverði íbúðanna. Þrátt fyrir kröfuna um engan hagnað bendir ekkert til þess að leiguverð leigutaka Matthíasar muni lækka. Matthías hefur áður nýtt sér þessa fjármögnunarleið til kaupa á ellefu íbúðum í Vestmannaeyjum á síðasta ári. DV og Stundin fjölluðu um kaupin á sínum tíma. Þar kom fram að Matthías var aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, á árunum 2013-2016. Á þeim tíma undirritaði Eygló reglugerðina um leiguíbúðalán Íbúðalánasjóðs sem Matthías hefur síðan nýtt sér til að byggja upp óhagnaðardrifna leigufélagið sitt. Matthías hefur þó opinberlega þvertekið fyrir að hafa haft formlega aðkomu að Íbúðalánasjóði. Benti hann á að lánsfjármögnunin stæði öllum til boða svo lengi sem félagið uppfyllti skilyrði Íbúðalánasjóðs.
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Sjá meira