Rostungar Guðmundur Brynjólfsson skrifar 16. september 2019 07:00 Mamma sagði við mig, stundum þegar ég?var að rífa kjaft: „Vertu ekki með þennan rosta, Guðmundur.“ Þá var ég ungur. Rostungur. Það sem ég er að reyna að segja er þetta: Það hafa engir rostungar drepist út við Ísland, hvorki á landnámstíð eða síðar. Þeir hafa bara elst. Þessi kenning um einhverja íslenska rostunga sem eiga að hafa drepist út þegar landnámsmenn slysuðust hingað er ekki annað en blekking, til þess ætluð að draga athyglina frá fyrirhuguðum vegtollum. Sjáiði nú til: Það var einu sinni kona suður á Vatnsleysuströnd sem þurfti að fara í aðgerð á mjöðm. Hún var frekar fáfróð þessi kona og lítt veraldarvön og því hægt að segja henni eitt og annað. Sem hún trúði. Hún bar sig upp við nágranna sinn og lýsti yfir áhyggjum af þessari aðgerð. Granni hennar, spaugsamur maður, tjáði henni að svona opperasjón væri lítið mál. Það eina, sagði hann, sem gæti hugsanlega truflað hana síðar meir væri, að það yrði grætt í hana hundsbein í þessari aðgerð. En það myndi hafa þær afleiðingar að í hvert sinn sem hún þyrfti að pissa myndi lyftast á henni sá lærleggurinn sem væri neðan við umrædda mjöðm. Konan fór í aðgerðina, dauðhrædd, en meig eðlilega á eftir. Ástæðan fyrir því að maðurinn hafði logið þessu að blessaðri konunni var sú að hann var að missa hárið, en vildi draga athygli sveitunga sinna frá því; þeir hefðu þá um eitthvað annað að tala en verðandi skallann á honum. Af þessu má læra að sögur um vísindaleg stórmerki eru aldrei til neins annars meint en að táldraga og afvegaleiða sauðsvartan almúgann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Mamma sagði við mig, stundum þegar ég?var að rífa kjaft: „Vertu ekki með þennan rosta, Guðmundur.“ Þá var ég ungur. Rostungur. Það sem ég er að reyna að segja er þetta: Það hafa engir rostungar drepist út við Ísland, hvorki á landnámstíð eða síðar. Þeir hafa bara elst. Þessi kenning um einhverja íslenska rostunga sem eiga að hafa drepist út þegar landnámsmenn slysuðust hingað er ekki annað en blekking, til þess ætluð að draga athyglina frá fyrirhuguðum vegtollum. Sjáiði nú til: Það var einu sinni kona suður á Vatnsleysuströnd sem þurfti að fara í aðgerð á mjöðm. Hún var frekar fáfróð þessi kona og lítt veraldarvön og því hægt að segja henni eitt og annað. Sem hún trúði. Hún bar sig upp við nágranna sinn og lýsti yfir áhyggjum af þessari aðgerð. Granni hennar, spaugsamur maður, tjáði henni að svona opperasjón væri lítið mál. Það eina, sagði hann, sem gæti hugsanlega truflað hana síðar meir væri, að það yrði grætt í hana hundsbein í þessari aðgerð. En það myndi hafa þær afleiðingar að í hvert sinn sem hún þyrfti að pissa myndi lyftast á henni sá lærleggurinn sem væri neðan við umrædda mjöðm. Konan fór í aðgerðina, dauðhrædd, en meig eðlilega á eftir. Ástæðan fyrir því að maðurinn hafði logið þessu að blessaðri konunni var sú að hann var að missa hárið, en vildi draga athygli sveitunga sinna frá því; þeir hefðu þá um eitthvað annað að tala en verðandi skallann á honum. Af þessu má læra að sögur um vísindaleg stórmerki eru aldrei til neins annars meint en að táldraga og afvegaleiða sauðsvartan almúgann.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar