Krefst þess að alþjóðasamfélagið hafni aðgerðum Bandaríkjanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. september 2019 19:00 Ali Akbar Salehi, orkumálaráðherra Írans, á fundinum í Vín í dag. AP/Ronald Zak Orkumálaráðherrar Írans og Bandaríkjanna mættust á fundi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar í dag og þrátt fyrir vettvanginn var olían til umræðu. Bandaríkjamenn fullyrða að Íranar beri ábyrgð á árásinni á olíuframleiðslustöð Aramco enda hefur ítrekað verið fjallað um stuðning þeirra við uppreisnarhreyfingu Húta, sem berjast við hernaðarbandalag undir forystu Sádi-Araba í Jemen. „Ég vil ítreka það að Bandaríkin fordæma árás Írans á Sádi-Arabíu,“ sagði Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, á fundinum. Ali Akbar Salehi, orkumálaráðherra Írans, var á öðru máli. „Gjöreyðileggjandi aðgerðir Bandaríkjastjórnar og efnahagsleg hryðjuverk hennar ættu að sæta fordæmingu og höfnun alþjóðasamfélagsins.“ Bandaríkjastjórn birti í nótt gervihnattarmyndir af stöðinni og sagðist búa yfir upplýsingum um að Íranar hefðu staðið að árásinni. Donald Trump forseti sagði svar Bandaríkjamanna, sem eru bandamenn Sádi-Araba, velta á því hvað þarlend stjórnvöld vilja gera. Turki al-Maliki, upplýsingafulltrúi sádiarabíska hersins, kallaði árásina hryðjuverk í dag. „Allt bendir til þess að árásin hafi ekki komið frá Jemen, líkt og Hútar halda fram. Þessar sveitir eru einungis verkfæri írönsku byltingavarðasveitarinnar.“ Olíuverð hefur hækkað vegna árásarinnar, enda renna um fimm prósent hráolíu heimsins í gegnum stöðina. Óvíst er hver langtímaáhrif árásarinnar verða enda óljóst hversu lengi framleiðslustöðin verður óstarfhæf. Bandaríkin Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Orkumálaráðherrar Írans og Bandaríkjanna mættust á fundi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar í dag og þrátt fyrir vettvanginn var olían til umræðu. Bandaríkjamenn fullyrða að Íranar beri ábyrgð á árásinni á olíuframleiðslustöð Aramco enda hefur ítrekað verið fjallað um stuðning þeirra við uppreisnarhreyfingu Húta, sem berjast við hernaðarbandalag undir forystu Sádi-Araba í Jemen. „Ég vil ítreka það að Bandaríkin fordæma árás Írans á Sádi-Arabíu,“ sagði Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, á fundinum. Ali Akbar Salehi, orkumálaráðherra Írans, var á öðru máli. „Gjöreyðileggjandi aðgerðir Bandaríkjastjórnar og efnahagsleg hryðjuverk hennar ættu að sæta fordæmingu og höfnun alþjóðasamfélagsins.“ Bandaríkjastjórn birti í nótt gervihnattarmyndir af stöðinni og sagðist búa yfir upplýsingum um að Íranar hefðu staðið að árásinni. Donald Trump forseti sagði svar Bandaríkjamanna, sem eru bandamenn Sádi-Araba, velta á því hvað þarlend stjórnvöld vilja gera. Turki al-Maliki, upplýsingafulltrúi sádiarabíska hersins, kallaði árásina hryðjuverk í dag. „Allt bendir til þess að árásin hafi ekki komið frá Jemen, líkt og Hútar halda fram. Þessar sveitir eru einungis verkfæri írönsku byltingavarðasveitarinnar.“ Olíuverð hefur hækkað vegna árásarinnar, enda renna um fimm prósent hráolíu heimsins í gegnum stöðina. Óvíst er hver langtímaáhrif árásarinnar verða enda óljóst hversu lengi framleiðslustöðin verður óstarfhæf.
Bandaríkin Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25