Innlent

Skýrsla um kosti og galla EES-aðildar væntanleg á næstu dögum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Utanríkisráðuneytið.
Utanríkisráðuneytið. Fréttablaðið/E.Ól
Þingmenn Miðflokksins endurfluttu í dag beiðni um skýrslu um kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Skýrslubeiðnin var samþykkt en í ágúst í fyrra stofnaði utanríkisráðherra starfshóp sem falið var vinna skýrslu um sama efni.

Til stóð að henni yrði skilað í ágúst á þessu ári en í samtali við fréttastofu segir Björn Bjarnason, formaður starfshópsins, að útgáfu skýrslunnar hafi verið frestað þar til umræðu um þriðja orkupakkann væri lokið svo hægt væri að taka tillit til niðurstöðu þess máls við gerð skýrslunnar. Nú sé vinna við skýrsluna á lokametrunum og verði hún afhent utanríkisráðuneytinu á næstu dögum.

„Það er vel við hæfi að gera ítarlega og vandaða úttekt á aðild Íslands að samningnum þegar 25 ár eru liðin frá gildistöku hans. Ég geri mér vonir um að skýrslan verði góður grundvöllur að umræðum og stefnumörkun á því mikilvæga sviði sem aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu er," sagði Ólafur Ísleifsson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar um skýrslubeiðnina á Alþingi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×