Erlent

Ísraelar ganga að kjörborðinu í dag

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Búist er við fyrstu útgönguspám klukkan sjö í kvöld.
Búist er við fyrstu útgönguspám klukkan sjö í kvöld. AP/Oded Balilty
Ísraelar ganga að kjörborðinu í dag í annað sinn á aðeins fimm mánuðum en Benjamín Netanjahú forsætisráðherra boðaði til kosninga eftir að honum mistókst að mynda starfhæfa samsteypustjórn eftir kosningarnar í apríl.

Síðustu kannanir gefa sterklega til kynna að sama staða gæti komið upp en Likud, hægriflokkur Netanjahús mælist jafnstór og miðflokkurinn Blár og hvítur, sem leiddur er af fyrrverandi herforingjanum Benny Gantz. Því er afar líklegt að minni spámenn á ísraelska stjórnmálasviðinu muni hafa mikil áhrif á komandi ríkisstjórnarmyndun.

Búist er við fyrstu útgönguspám klukkan sjö í kvöld. Netanjahú hefur reynt að höfða enn meira til hægrisinnaðra kjósenda í kosningabaráttunni og kynnti meðal annars á dögunum áætlun sem miðar að því að innlima þrjátíu prósent landsvæðis á Vesturbakkanum, svæði sem Ísraelar hafa hernumið í áratugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×