Stundin hagnaðist um tíu milljónir Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2019 10:01 Útgáfufélagið Stundin ehf. hagnaðist um rúmlega tíu milljónir króna á árinu 2018. Það er aukning um fjórar milljónir frá árinu 2017. Þá var ný stjórn kjörin á aðalfundi útgáfufélagsins. Í tilkynningu frá Stundinni segir að afkoman sé í samræmi við markmið félagsins að forðast hallarekstur og skuldsetningu til að viðhalda sjálfstæði ritstjórnar. „Helsta markmið félagsins er starfræksla óháðrar fjölmiðlaritstjórnar og forsenda þess er sjálfbær rekstur. Í því skyni verður haldið áfram að leggja höfuðáherslu á rekstur án halla eða skuldsetningar og mun umfang starfseminnar helst stýrast af stuðningi almennings með kaupum á áskrift,“ segir í skýrslu stjórnar sem fylgir ársreikningi Stundarinnar.Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, stærstu eigendur og ritstjórar Stundarinnar.Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Stundarinnar og annar ritstjóra hennar, segir að meirihluti tekna Stundarinnar sé vegna áskrifta. „Við erum þakklát fyrir að stærsti hluti rekstrartekna Stundarinnar spretti frá almennum borgurum sem hafa kosið að gerast áskrifendur. Þetta tryggir að rekstrarlegir hagsmunir Stundarinnar eru sem mest í samhengi við hagsmuni almennings.“ Stundin er í dreifðu eignarhaldi og eru stærstu eigendur ritstjórarnir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, vefhönnuðurinn Jón Ingi Stefánsson, sölustjórinn Heiða B. Heiðarsdóttir, fyrrverandi ritstjórinn Reynir Traustason og svo Snæbjörn Björnsson Birnir og Höskuldur Höskuldsson, með rúmlega 12 prósenta hlut hvert. Í fráfarandi stjórn sátu Heiða B. Heiðarsdóttir, Jón Ingi Stefánsson og Reynir Traustason. Ný stjórn er skipuð tveimur af eigendum, sem þó eru ekki starfsmenn félagsins, og svo óháðum stjórnarformanni. Nýr stjórnarformaður, Elín G. Ragnarsdóttir, hefur meðal annars rekið bókaútgáfu og stýrt fjölmiðlafyrirtæki. Stjórnarmaðurinn Höskuldur Höskuldsson hefur á undanförnum árum rekið innflutningsfyrirtæki í heilbrigðisgeiranum. Stjórnarmaðurinn Egill Sigurðarson er stærðfræðingur og forritari, búsettur í London, menntaður frá Háskólanum í Reykjavík og Oxford-háskóla. Fjölmiðlar Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Útgáfufélagið Stundin ehf. hagnaðist um rúmlega tíu milljónir króna á árinu 2018. Það er aukning um fjórar milljónir frá árinu 2017. Þá var ný stjórn kjörin á aðalfundi útgáfufélagsins. Í tilkynningu frá Stundinni segir að afkoman sé í samræmi við markmið félagsins að forðast hallarekstur og skuldsetningu til að viðhalda sjálfstæði ritstjórnar. „Helsta markmið félagsins er starfræksla óháðrar fjölmiðlaritstjórnar og forsenda þess er sjálfbær rekstur. Í því skyni verður haldið áfram að leggja höfuðáherslu á rekstur án halla eða skuldsetningar og mun umfang starfseminnar helst stýrast af stuðningi almennings með kaupum á áskrift,“ segir í skýrslu stjórnar sem fylgir ársreikningi Stundarinnar.Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, stærstu eigendur og ritstjórar Stundarinnar.Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Stundarinnar og annar ritstjóra hennar, segir að meirihluti tekna Stundarinnar sé vegna áskrifta. „Við erum þakklát fyrir að stærsti hluti rekstrartekna Stundarinnar spretti frá almennum borgurum sem hafa kosið að gerast áskrifendur. Þetta tryggir að rekstrarlegir hagsmunir Stundarinnar eru sem mest í samhengi við hagsmuni almennings.“ Stundin er í dreifðu eignarhaldi og eru stærstu eigendur ritstjórarnir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, vefhönnuðurinn Jón Ingi Stefánsson, sölustjórinn Heiða B. Heiðarsdóttir, fyrrverandi ritstjórinn Reynir Traustason og svo Snæbjörn Björnsson Birnir og Höskuldur Höskuldsson, með rúmlega 12 prósenta hlut hvert. Í fráfarandi stjórn sátu Heiða B. Heiðarsdóttir, Jón Ingi Stefánsson og Reynir Traustason. Ný stjórn er skipuð tveimur af eigendum, sem þó eru ekki starfsmenn félagsins, og svo óháðum stjórnarformanni. Nýr stjórnarformaður, Elín G. Ragnarsdóttir, hefur meðal annars rekið bókaútgáfu og stýrt fjölmiðlafyrirtæki. Stjórnarmaðurinn Höskuldur Höskuldsson hefur á undanförnum árum rekið innflutningsfyrirtæki í heilbrigðisgeiranum. Stjórnarmaðurinn Egill Sigurðarson er stærðfræðingur og forritari, búsettur í London, menntaður frá Háskólanum í Reykjavík og Oxford-háskóla.
Fjölmiðlar Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira