Hvað er að SKE? Katrín Olga Jóhannesdóttir og Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifar 18. september 2019 08:00 Í litlu og opnu hagkerfi eins og á Íslandi skiptir virk samkeppni miklu máli. Hún er drifkraftur framleiðnivaxtar og verðmætasköpunar í þjóðfélaginu, sem um leið eykur almenna velsæld. Við erum öll sammála um að reglur sem koma í veg fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu og mismunun á markaði, t.d. vegna opinberra afskipta, eru því af hinu góða. Á sama tíma er þó mikilvægt að stjórnvöld tryggi að ekki sé gengið of langt í slíkri reglusetningu og að íslensk fyrirtæki verði ekki undir í alþjóðlegri samkeppni vegna þeirrar framkvæmdar samkeppnisyfirvalda sem tíðkast hér á landi. Breytingar á samkeppnislögum og bætt framkvæmd þeirra hafa lengi verið til umræðu. Slíkt tal er ekki að undra þar sem samkeppnislöggjöfin og framkvæmd samkeppnismála hérlendis er strangari en á Norðurlöndunum og í Evrópu. Það getur rýrt samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja, sem bitnar ekki aðeins á viðskiptalífinu, heldur einnig á neytendum. Viðskiptaráð Íslands fer yfir stöðu samkeppnismála í nýrri Skoðun sinni, þar sem þessi atriði eru tekin fyrir.Ósamkeppnishæf löggjöf Fyrirtæki hafa til dæmis gagnrýnt málsmeðferðartíma Samkeppniseftirlitsins, þar sem þeim hefur reynst erfitt að sjá fyrir með einhverri vissu hvenær niðurstaða eftirlitsins berst. Málsmeðferð hjá SKE hefur oft á tíðum tekið bagalega langan tíma, jafnvel fjölda ára, með tilheyrandi tjóni fyrir fyrirtæki. Mikill tími eftirlitsins fer í að sinna samrunamálum, en þau njóta lögbundins forgangs hjá eftirlitinu. Samkeppniseftirlitið varði til að mynda 40% af tíma sínum í samrunamál árið 2018. Á sama tíma hafa veltuviðmið fyrir tilkynningarskylda samruna, sem segja til um hvaða mál SKE verður að skoða, haldist óbreytt frá 2008. Síðan þá hefur verðlag hækkað og hagkerfið stækkað með auknum efnahagsumsvifum. Veltuviðmiðin hafa því í raun lækkað um nær helming án þess að tekin hafi verið ákvörðun um það. Þannig er sífellt meiri tíma eftirlitsins varið í samrunamál.Agla Eir Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur á lögfræðisviði Viðskiptaráðs.Sé litið til annarra Evrópulanda er ljóst að veltuviðmið eru endurskoðuð með reglulegu millibili og uppfærð með tilliti til verðbólgu en einnig stækkun hagkerfisins sem birtist í stækkun markaða og auknum viðskiptum. Hækkun þessara viðmiða myndi draga úr áherslu á smærri samrunamál og gæti þannig stytt málsmeðferðartíma, öllum aðilum til hagsbóta. Ekki síst Samkeppniseftirlitinu sjálfu sem hefði þá aukið svigrúm til að sinna öðrum málum.Úrbóta er þörf Samkeppniseftirlitið hefur þar að auki heimild til að grípa inn í lögmætan rekstur fyrirtækis og krefjast breytinga á skipulagi þess og rekstri, án þess að viðkomandi fyrirtæki hafi gerst brotlegt við samkeppnislög. Heimild þessi hefur verið harðlega gagnrýnd og hafa sérfræðingar í samkeppnisrétti dregið í efa að hún standist stjórnarskrárvarinn eignarrétt. Samkeppnisreglur sem stuðla að virkri samkeppni eru af hinu góða. Kröfur og gagnrýni viðskiptalífsins snúast ekki um það að fá að starfa án eftirlits eða utan laga. Því fer fjarri og slíkt væri engum til hagsbóta. Gagnrýnin snýst um það að heimildir Samkeppniseftirlitsins ganga lengra en víðast hvar í Evrópu og lengra en þörf krefur. Ef íslensk fyrirtæki eiga að vera samkeppnishæf á alþjóðamarkaði verður að bæta úr því. Um leið og gagnrýnisraddir heyrast um vinnubrögð SKE birtast gjarnan harðorðir pistlar frá forstjóra eftirlitsins, kostaðir á samfélagsmiðlum fyrir skattfé almennings. Það er því ekki að undra að atvinnulífið sé tortryggið í garð eftirlits, sem rígheldur með slíkum hætti í óþarflega íþyngjandi heimildir. Það er í höndum stjórnvalda að bregðast við og skapa hér sanngjarnt og samkeppnishæft umhverfi fyrir fyrirtæki til að starfa innan og stofnanir að hafa eftirlit með, í þágu viðskiptalífsins og almennings. Það er því ánægjulegt að sjá að samkeppnislöggjöfin er komin á málefnaskrá Alþingis – og áhugavert verður að fylgjast með viðbrögðum SKE við slíku – mun eftirlitið átta sig á breyttum heimi viðskipta eða ríghalda í forræðishyggju fortíðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í litlu og opnu hagkerfi eins og á Íslandi skiptir virk samkeppni miklu máli. Hún er drifkraftur framleiðnivaxtar og verðmætasköpunar í þjóðfélaginu, sem um leið eykur almenna velsæld. Við erum öll sammála um að reglur sem koma í veg fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu og mismunun á markaði, t.d. vegna opinberra afskipta, eru því af hinu góða. Á sama tíma er þó mikilvægt að stjórnvöld tryggi að ekki sé gengið of langt í slíkri reglusetningu og að íslensk fyrirtæki verði ekki undir í alþjóðlegri samkeppni vegna þeirrar framkvæmdar samkeppnisyfirvalda sem tíðkast hér á landi. Breytingar á samkeppnislögum og bætt framkvæmd þeirra hafa lengi verið til umræðu. Slíkt tal er ekki að undra þar sem samkeppnislöggjöfin og framkvæmd samkeppnismála hérlendis er strangari en á Norðurlöndunum og í Evrópu. Það getur rýrt samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja, sem bitnar ekki aðeins á viðskiptalífinu, heldur einnig á neytendum. Viðskiptaráð Íslands fer yfir stöðu samkeppnismála í nýrri Skoðun sinni, þar sem þessi atriði eru tekin fyrir.Ósamkeppnishæf löggjöf Fyrirtæki hafa til dæmis gagnrýnt málsmeðferðartíma Samkeppniseftirlitsins, þar sem þeim hefur reynst erfitt að sjá fyrir með einhverri vissu hvenær niðurstaða eftirlitsins berst. Málsmeðferð hjá SKE hefur oft á tíðum tekið bagalega langan tíma, jafnvel fjölda ára, með tilheyrandi tjóni fyrir fyrirtæki. Mikill tími eftirlitsins fer í að sinna samrunamálum, en þau njóta lögbundins forgangs hjá eftirlitinu. Samkeppniseftirlitið varði til að mynda 40% af tíma sínum í samrunamál árið 2018. Á sama tíma hafa veltuviðmið fyrir tilkynningarskylda samruna, sem segja til um hvaða mál SKE verður að skoða, haldist óbreytt frá 2008. Síðan þá hefur verðlag hækkað og hagkerfið stækkað með auknum efnahagsumsvifum. Veltuviðmiðin hafa því í raun lækkað um nær helming án þess að tekin hafi verið ákvörðun um það. Þannig er sífellt meiri tíma eftirlitsins varið í samrunamál.Agla Eir Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur á lögfræðisviði Viðskiptaráðs.Sé litið til annarra Evrópulanda er ljóst að veltuviðmið eru endurskoðuð með reglulegu millibili og uppfærð með tilliti til verðbólgu en einnig stækkun hagkerfisins sem birtist í stækkun markaða og auknum viðskiptum. Hækkun þessara viðmiða myndi draga úr áherslu á smærri samrunamál og gæti þannig stytt málsmeðferðartíma, öllum aðilum til hagsbóta. Ekki síst Samkeppniseftirlitinu sjálfu sem hefði þá aukið svigrúm til að sinna öðrum málum.Úrbóta er þörf Samkeppniseftirlitið hefur þar að auki heimild til að grípa inn í lögmætan rekstur fyrirtækis og krefjast breytinga á skipulagi þess og rekstri, án þess að viðkomandi fyrirtæki hafi gerst brotlegt við samkeppnislög. Heimild þessi hefur verið harðlega gagnrýnd og hafa sérfræðingar í samkeppnisrétti dregið í efa að hún standist stjórnarskrárvarinn eignarrétt. Samkeppnisreglur sem stuðla að virkri samkeppni eru af hinu góða. Kröfur og gagnrýni viðskiptalífsins snúast ekki um það að fá að starfa án eftirlits eða utan laga. Því fer fjarri og slíkt væri engum til hagsbóta. Gagnrýnin snýst um það að heimildir Samkeppniseftirlitsins ganga lengra en víðast hvar í Evrópu og lengra en þörf krefur. Ef íslensk fyrirtæki eiga að vera samkeppnishæf á alþjóðamarkaði verður að bæta úr því. Um leið og gagnrýnisraddir heyrast um vinnubrögð SKE birtast gjarnan harðorðir pistlar frá forstjóra eftirlitsins, kostaðir á samfélagsmiðlum fyrir skattfé almennings. Það er því ekki að undra að atvinnulífið sé tortryggið í garð eftirlits, sem rígheldur með slíkum hætti í óþarflega íþyngjandi heimildir. Það er í höndum stjórnvalda að bregðast við og skapa hér sanngjarnt og samkeppnishæft umhverfi fyrir fyrirtæki til að starfa innan og stofnanir að hafa eftirlit með, í þágu viðskiptalífsins og almennings. Það er því ánægjulegt að sjá að samkeppnislöggjöfin er komin á málefnaskrá Alþingis – og áhugavert verður að fylgjast með viðbrögðum SKE við slíku – mun eftirlitið átta sig á breyttum heimi viðskipta eða ríghalda í forræðishyggju fortíðar?
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun