Lampard vissi ekki hvað leikmennirnir sínir voru að ræða fyrir vítið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 11:00 Ross Barkley gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok. Getty/Richard Heathcote Chelsea byrjaði Meistaradeildina illa í gærkvöldi eða með tapi fyrir spænska félaginu Valencia á heimavelli. Chelsea fékk hins vegar kjörið tækifæri til að fá eitthvað út úr leiknum. Chelsea liðið fékk nefnilega vítaspyrnu í seinni hálfleiknum en klúðruðu henni. Ross Barkley skaut í slánna og yfir. Það var aftur á móti eitthvað í gangi fyrir vítið og það leit hreinlega út fyrir það að Ross Barkley væri að frekjast til að taka vítaspyrnuna.Ross Barkley insisted on taking Chelsea's penalty instead of Jorginho and Willian. His miss saw #CFC's Champions League return end in disappointment.https://t.co/cOB0Jrq1zPpic.twitter.com/kSJsgVfyhl — BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2019 Í fyrstu leit út fyrir að Jorginho væri að fara að taka vítið en hann hefur skorað úr nokkrum vítaspyrnum fyrir Chelsea þar á meðal í Ofurbikar UEFA á móti Liverpool. Barkley gaf sig ekki og hrifsaði til sín boltann eftir að nokkrir leikmenn Chelsea reyndu að tala hann til. Þar á meðal var fyrirliðinn Cesar Azpilicueta og Willian sem hefur líka tekið víti fyrir Chelsea liðið. Frank Lampard, knattsprynustjóri Chelsea, eyddi öllum vafa eftir leikinn um hver hafi átt að taka vítaspyrnuna. „Ross er vítaskyttan okkar. Hann skoraði úr nokkrum vítaspyrnum á undirbúningstímabilinu og hann var vítaskyttan í dag þegar hann kom inn á völlinn,“ sagði Frank Lampard en Ross Barkley var varamaður í leiknum.Jorginho Willian Barkley Who should be Chelsea's penalty taker? More: https://t.co/z7c7s8vhDipic.twitter.com/E305WeykwZ — Sky Sports News (@SkySportsNews) September 18, 2019„Ég veit ekki um hvað þeir voru að tala. Jorginho og Willian voru vítaskytturnar á vellinum þar til að Ross kom inn á völlinn. Þá var hann orðinn vítaskyttan,“ sagði Lampard. „Við áttum skilið að vinna þennan leik eða í það minnsta að ná jafntefli. Við sköpuðum nógu mikið af færum, við fengum þessa vítaspyrnu og þeir skoruðu markið sitt með sínu eina skoti á markið,“ sagði Lampard. „Þetta er erfið kennslustund fyrir mitt lið en svona er Meistaradeildin. Við áttum samt að fá meira út úr þessum leik í kvöld,“ sagði Lampard. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Chelsea byrjaði Meistaradeildina illa í gærkvöldi eða með tapi fyrir spænska félaginu Valencia á heimavelli. Chelsea fékk hins vegar kjörið tækifæri til að fá eitthvað út úr leiknum. Chelsea liðið fékk nefnilega vítaspyrnu í seinni hálfleiknum en klúðruðu henni. Ross Barkley skaut í slánna og yfir. Það var aftur á móti eitthvað í gangi fyrir vítið og það leit hreinlega út fyrir það að Ross Barkley væri að frekjast til að taka vítaspyrnuna.Ross Barkley insisted on taking Chelsea's penalty instead of Jorginho and Willian. His miss saw #CFC's Champions League return end in disappointment.https://t.co/cOB0Jrq1zPpic.twitter.com/kSJsgVfyhl — BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2019 Í fyrstu leit út fyrir að Jorginho væri að fara að taka vítið en hann hefur skorað úr nokkrum vítaspyrnum fyrir Chelsea þar á meðal í Ofurbikar UEFA á móti Liverpool. Barkley gaf sig ekki og hrifsaði til sín boltann eftir að nokkrir leikmenn Chelsea reyndu að tala hann til. Þar á meðal var fyrirliðinn Cesar Azpilicueta og Willian sem hefur líka tekið víti fyrir Chelsea liðið. Frank Lampard, knattsprynustjóri Chelsea, eyddi öllum vafa eftir leikinn um hver hafi átt að taka vítaspyrnuna. „Ross er vítaskyttan okkar. Hann skoraði úr nokkrum vítaspyrnum á undirbúningstímabilinu og hann var vítaskyttan í dag þegar hann kom inn á völlinn,“ sagði Frank Lampard en Ross Barkley var varamaður í leiknum.Jorginho Willian Barkley Who should be Chelsea's penalty taker? More: https://t.co/z7c7s8vhDipic.twitter.com/E305WeykwZ — Sky Sports News (@SkySportsNews) September 18, 2019„Ég veit ekki um hvað þeir voru að tala. Jorginho og Willian voru vítaskytturnar á vellinum þar til að Ross kom inn á völlinn. Þá var hann orðinn vítaskyttan,“ sagði Lampard. „Við áttum skilið að vinna þennan leik eða í það minnsta að ná jafntefli. Við sköpuðum nógu mikið af færum, við fengum þessa vítaspyrnu og þeir skoruðu markið sitt með sínu eina skoti á markið,“ sagði Lampard. „Þetta er erfið kennslustund fyrir mitt lið en svona er Meistaradeildin. Við áttum samt að fá meira út úr þessum leik í kvöld,“ sagði Lampard.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira