Ólafur Óskar Egilsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Vöruþróunar hjá Meniga (e. VP of Product).
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Ólafur Óskar hafi starfað í vöruþróunarteymi Meniga undanfarin þrjú ár.
„Á þeim tíma hefur hann hann starfað náið með fjármálafyrirtækjum hér heima og erlendis í verkefnum sem miða að því bæta þjónustu sína og ná samkeppnisforskoti með stafrænni bankaþjónustu. Ólafur Óskar er menntaður í hönnun og tölvunarfræði og hefur víðtæka reynslu af vöruþróun og notendamiðaðri hönnun, þar af hefur hann verið um átta ár í fjártæknigeiranum,“ segir í tilkynningunni.
