Katrín Tanja heldur ræðu á ráðstefnu ESPN Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2019 14:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Instagram/katrintanja Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir heldur áfram að vera í sviðsljósinu í bandarísku íþróttalífi en hún hefur átt heldur betur viðburðaríkt haust. Katrín Tanja Davíðsdóttir var í toppbaráttunni á heimsleikunum í CrossFit í ágúst, gaf út bókina „Dóttir“ í haust, birtist nakin á síðum ESPN í Body Issue í byrjun september og nú síðast var það gert opinbert að Katrín Tanja mun halda ræðu á ESPN W Women + Sports fundinum í október. ESPN W Women + Sports ráðstefnan um konur í íþróttum fer nú fram í tíunda sinn og má nálgast helstu upplýsingar um hana með því að smella hér. Katrín Tanja verður þar í góðum hópi fyrirlestra eða með öðrum konum sem hafa látið til sín taka í bandarísku íþróttalífi. Meðal þeirra er Julie Foudy, fyrrum heimsmeistari með bandaríska fótboltalandsliðinu, WNBA-meistarinn og formaður leikmannasamtaka WNBA Nneka Ogwumike og Robin Roberts önnur af umsjónarmönnum sjónvarpsþáttarins Good Morning America.Katrin Davidsdottir is the first-ever CrossFit specific athlete to be featured in ESPN’s The Magazine annual “The Body Issue!” Learn more about Katrin and her journey to becoming a two-time Crossfit champion in her new book, DOTTIR! https://t.co/mh2nGrbqZ7 — St. Martin's Press (@StMartinsPress) September 4, 2019 Katrín Tanja mun halda fyrirlestur sinn mánudaginn 21. október næstkomandi en ráðstefnan fer fram á Newport Beach í Kaliforníu. Fyrirlestur Katrínar verður á fyrsta degi ráðstefnunnar sem mun alls taka þrjá daga. Katrín Tanja verður síðan á pallborði með Becky Lynch og Monica Puig. Monica Puig varð Ólympíumeistari í tennis í Ríó 2016 en Becky Lynch er mjög þekkt fjölbragðaglímukona og ríkjandi WWE meistari. Katrín er líka búin að gera margra ára samning við NOBULL en hún var eins og flestir vita fyrsti CrossFit íþróttamaðurinn sem fær að vera með í ESPN’s Body Issue. Frægð hennar eykst því með hverjum degi í Bandaríkjunum og virðist okkar kona vera fremst meðal jafningja þegar kemur að sýnileika bestu CrossFit kvenna heimsins í stærstu fjölmiðlunum Bandaríkjanna. Hér fyrir neðan má sjá kappaksturskonuna Danica Patrick á ESPN Women ráðstefnunni fyrir ári síðan.One of the most recognizable athletes in sports - THE @DanicaPatrick - is now live with @HannahStormESPN from the #espnWsummithttps://t.co/PZdvMl73NJ — espnW (@espnW) October 2, 2018 CrossFit Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir heldur áfram að vera í sviðsljósinu í bandarísku íþróttalífi en hún hefur átt heldur betur viðburðaríkt haust. Katrín Tanja Davíðsdóttir var í toppbaráttunni á heimsleikunum í CrossFit í ágúst, gaf út bókina „Dóttir“ í haust, birtist nakin á síðum ESPN í Body Issue í byrjun september og nú síðast var það gert opinbert að Katrín Tanja mun halda ræðu á ESPN W Women + Sports fundinum í október. ESPN W Women + Sports ráðstefnan um konur í íþróttum fer nú fram í tíunda sinn og má nálgast helstu upplýsingar um hana með því að smella hér. Katrín Tanja verður þar í góðum hópi fyrirlestra eða með öðrum konum sem hafa látið til sín taka í bandarísku íþróttalífi. Meðal þeirra er Julie Foudy, fyrrum heimsmeistari með bandaríska fótboltalandsliðinu, WNBA-meistarinn og formaður leikmannasamtaka WNBA Nneka Ogwumike og Robin Roberts önnur af umsjónarmönnum sjónvarpsþáttarins Good Morning America.Katrin Davidsdottir is the first-ever CrossFit specific athlete to be featured in ESPN’s The Magazine annual “The Body Issue!” Learn more about Katrin and her journey to becoming a two-time Crossfit champion in her new book, DOTTIR! https://t.co/mh2nGrbqZ7 — St. Martin's Press (@StMartinsPress) September 4, 2019 Katrín Tanja mun halda fyrirlestur sinn mánudaginn 21. október næstkomandi en ráðstefnan fer fram á Newport Beach í Kaliforníu. Fyrirlestur Katrínar verður á fyrsta degi ráðstefnunnar sem mun alls taka þrjá daga. Katrín Tanja verður síðan á pallborði með Becky Lynch og Monica Puig. Monica Puig varð Ólympíumeistari í tennis í Ríó 2016 en Becky Lynch er mjög þekkt fjölbragðaglímukona og ríkjandi WWE meistari. Katrín er líka búin að gera margra ára samning við NOBULL en hún var eins og flestir vita fyrsti CrossFit íþróttamaðurinn sem fær að vera með í ESPN’s Body Issue. Frægð hennar eykst því með hverjum degi í Bandaríkjunum og virðist okkar kona vera fremst meðal jafningja þegar kemur að sýnileika bestu CrossFit kvenna heimsins í stærstu fjölmiðlunum Bandaríkjanna. Hér fyrir neðan má sjá kappaksturskonuna Danica Patrick á ESPN Women ráðstefnunni fyrir ári síðan.One of the most recognizable athletes in sports - THE @DanicaPatrick - is now live with @HannahStormESPN from the #espnWsummithttps://t.co/PZdvMl73NJ — espnW (@espnW) October 2, 2018
CrossFit Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira