Hóta árásum á víxl Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. september 2019 19:00 Samband Írans og Bandaríkjanna virðist versna dag frá degi. Eftir árás síðasta laugardags á olíuvinnslustöð Aramco í Sádi-Arabíu, sem Bandaríkin kenna Írönum um, er allt á suðupunkti og leiðtogar ríkjanna ræða nú opinskátt um innrásir og stríð. Donald Trump Bandaríkjaforseti var spurður um möguleikann á árásum í nótt. „Það er mjög auðvelt að ráðast inn. Við getum gert það strax, bara eitt símtal, við getum gert það. Og það gæti gerst, en við sjáum hvað setur,“ sagði forsetinn. Javad Zarif, íranski utanríkisráðherrann, hefur endurtekið hafnað því að Íranar hafi gert árásina. Hútar, uppreisnarsamtök sem berjast gegn hernaðarbandalagi undir forystu Sádi-Araba í Jemen, hafa lýst yfir ábyrgð. Þeir eru bandamenn Írana. Í samtali við CNN sagðist Zarif ekki hafa neinn áhuga á stríði. Íran myndi hins vegar ekki hika við að grípa til varna og sagði Zarif því að allar árásir Bandaríkjamanna eða Sádi-Araba myndu marka upphaf allsherjarstríðs. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór frá Sádi-Arabíu í morgun þar sem hann hafði fundað með Mohammed bin Salman krónprins. Þaðan fór hann á fund krónprins Sameinuðu arabísku furstadæmanna, eins nánasta bandamanns Sádi-Araba. Bandaríkin Íran Sádi-Arabía Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Samband Írans og Bandaríkjanna virðist versna dag frá degi. Eftir árás síðasta laugardags á olíuvinnslustöð Aramco í Sádi-Arabíu, sem Bandaríkin kenna Írönum um, er allt á suðupunkti og leiðtogar ríkjanna ræða nú opinskátt um innrásir og stríð. Donald Trump Bandaríkjaforseti var spurður um möguleikann á árásum í nótt. „Það er mjög auðvelt að ráðast inn. Við getum gert það strax, bara eitt símtal, við getum gert það. Og það gæti gerst, en við sjáum hvað setur,“ sagði forsetinn. Javad Zarif, íranski utanríkisráðherrann, hefur endurtekið hafnað því að Íranar hafi gert árásina. Hútar, uppreisnarsamtök sem berjast gegn hernaðarbandalagi undir forystu Sádi-Araba í Jemen, hafa lýst yfir ábyrgð. Þeir eru bandamenn Írana. Í samtali við CNN sagðist Zarif ekki hafa neinn áhuga á stríði. Íran myndi hins vegar ekki hika við að grípa til varna og sagði Zarif því að allar árásir Bandaríkjamanna eða Sádi-Araba myndu marka upphaf allsherjarstríðs. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór frá Sádi-Arabíu í morgun þar sem hann hafði fundað með Mohammed bin Salman krónprins. Þaðan fór hann á fund krónprins Sameinuðu arabísku furstadæmanna, eins nánasta bandamanns Sádi-Araba.
Bandaríkin Íran Sádi-Arabía Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira