Stjórnarandstæðingur segir Trudeau vanhæfan vegna ljósmyndanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. september 2019 19:00 Bandaríska tímaritið Time birti mynd af Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, seint í gær þar sem sjá mátti Kanadamanninn málaðan mun dekkri en hann er í raun, og í grímubúning. Myndin hefur vakið töluverða reiði í Kanada og þykir afar ósmekkleg, hreinlega fordómafull. Trudeau baðst afsökunar í nótt og gekkst við því að hafa málað sig hörundsdökkan oftar. „Ég axla fulla ábyrgð á þessari ákvörðun minni. Ég hefði ekki átt að gera þetta, hefði átt að vita betur. Þetta var eitthvað sem ég taldi ekki rasískt þá en átta mig nú á því að þetta var fordómafullt. Mér þykir þetta afar leitt,“ sagði hann. Stjórnarandstaðan í landinu er allt annað en sátt við forsætisráðherrann vegna málsins. Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði þetta sýna fram á dómgreindarleysi Trudeaus og óheilindi. Hann væri því óhæfur forsætisráðherra. „Með því að farða sig hörundsdökkan gerir maður gys að öðrum á rasískan hátt. Þetta var alveg jafnfordómafullt árið 2001 og það er árið 2019.“Fylgi flokka í KanadaRétt rúmur mánuður er nú í kosningar í Kanada. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif hin umdeilda ljósmynd hefur á fylgi Frjálslynda flokks Trudeaus en fylgið hefur verið að mælast áþekkt því sem Íhaldsflokkurinn hefur. Samkvæmt könnun Nanos Research frá því í gær fengi Frjálslyndi flokkurinn 35 prósent atkvæða en fékk tæp 40% árið 2015. Kanada Tengdar fréttir Trudeau biðst afsökunar á mynd frá háskólaárunum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan. 19. september 2019 07:03 Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kanadíski forsætisráðherrann hafði sagði athæfið rasískt áður en nýtt myndband af honum með andlitið svert kom fram. 19. september 2019 15:49 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Sjá meira
Bandaríska tímaritið Time birti mynd af Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, seint í gær þar sem sjá mátti Kanadamanninn málaðan mun dekkri en hann er í raun, og í grímubúning. Myndin hefur vakið töluverða reiði í Kanada og þykir afar ósmekkleg, hreinlega fordómafull. Trudeau baðst afsökunar í nótt og gekkst við því að hafa málað sig hörundsdökkan oftar. „Ég axla fulla ábyrgð á þessari ákvörðun minni. Ég hefði ekki átt að gera þetta, hefði átt að vita betur. Þetta var eitthvað sem ég taldi ekki rasískt þá en átta mig nú á því að þetta var fordómafullt. Mér þykir þetta afar leitt,“ sagði hann. Stjórnarandstaðan í landinu er allt annað en sátt við forsætisráðherrann vegna málsins. Andrew Scheer, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði þetta sýna fram á dómgreindarleysi Trudeaus og óheilindi. Hann væri því óhæfur forsætisráðherra. „Með því að farða sig hörundsdökkan gerir maður gys að öðrum á rasískan hátt. Þetta var alveg jafnfordómafullt árið 2001 og það er árið 2019.“Fylgi flokka í KanadaRétt rúmur mánuður er nú í kosningar í Kanada. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif hin umdeilda ljósmynd hefur á fylgi Frjálslynda flokks Trudeaus en fylgið hefur verið að mælast áþekkt því sem Íhaldsflokkurinn hefur. Samkvæmt könnun Nanos Research frá því í gær fengi Frjálslyndi flokkurinn 35 prósent atkvæða en fékk tæp 40% árið 2015.
Kanada Tengdar fréttir Trudeau biðst afsökunar á mynd frá háskólaárunum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan. 19. september 2019 07:03 Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kanadíski forsætisráðherrann hafði sagði athæfið rasískt áður en nýtt myndband af honum með andlitið svert kom fram. 19. september 2019 15:49 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Sjá meira
Trudeau biðst afsökunar á mynd frá háskólaárunum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan. 19. september 2019 07:03
Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kanadíski forsætisráðherrann hafði sagði athæfið rasískt áður en nýtt myndband af honum með andlitið svert kom fram. 19. september 2019 15:49