Hefja aðgerðir gegn matarsóun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2019 21:37 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur hrint af stað verkefnum sem ætlað er að draga úr matarsóun. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur ákveðið að fara af stað með verkefni sem ætlað er að vinna gegn matarsóun. Eru verkefnin liður í aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og verða þau í umsjón Umhverfisstofnunar. Að því er fram kemur á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er eitt verkefnið könnun á viðhorfi Íslendinga til matarsóunar. Sambærilegar kannanir voru gerðar árin 2015 og 2017 en markmið könnunarinnar nú er meðal annars að rannsaka hvort viðhorf til matarsóunar hefur breyst á undanförnum misserum. Auk þess verður efnt til viðburðar um matarasóun „þar sem verður boðið upp á veitingar úr illseljanlegum, „útlitsgölluðum“ en bragðgóðum matvörum í þeim tilgangi að vekja athygli á hve miklum matvælum við sóum árlega,“ að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Þá verður auknu fé veitt í kynningu og fræðslu um matarsóun, rekstur vefsins matarsoun.is tryggður áfram og ráðist í samstarfsverkefni með Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna. „Verkefnið felst í að gera athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega kröfur sem ekki eru nauðsynlegar m.t.t. matvælaöryggis sem gætu ýtt undir matarsóun. Í framhaldinu verði gripið til ráðstafana til að samræma eftirlitið í því skyni að tryggja að einungis verði gerðar þær kröfur sem nauðsynlegar eru vegna matvælaöryggis,“ segir í tilkynningu. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sex ráð til unga fólksins sem vill breyta heiminum Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem látið hefur til sín taka í umræðu um loftslagsmál undanfarin misseri hefur tekið saman ráð til fólks sem vill breyta heiminum til hins betra. 28. ágúst 2019 14:47 Þúsund heimili taka þátt í matarsóunarrannsókn Þúsund heimili verða beðin um að taka þátt í rannsókn á umfangi matarsónar á næstunni. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir þátttöku auðvelda en nauðsynlega svo hægt sé að nýta niðurstöður til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum. 24. ágúst 2019 21:22 Ferðalag bananans skoðað í þaula Björn og Johanna unnu saman að sýningu sem sýnir ferðalag banana frá Ekvador til landsins. Björn segir algengt að neytendur átti sig ekki á því flókna ferli að koma slíkum vörum til landsins. 27. ágúst 2019 08:30 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur ákveðið að fara af stað með verkefni sem ætlað er að vinna gegn matarsóun. Eru verkefnin liður í aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og verða þau í umsjón Umhverfisstofnunar. Að því er fram kemur á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er eitt verkefnið könnun á viðhorfi Íslendinga til matarsóunar. Sambærilegar kannanir voru gerðar árin 2015 og 2017 en markmið könnunarinnar nú er meðal annars að rannsaka hvort viðhorf til matarsóunar hefur breyst á undanförnum misserum. Auk þess verður efnt til viðburðar um matarasóun „þar sem verður boðið upp á veitingar úr illseljanlegum, „útlitsgölluðum“ en bragðgóðum matvörum í þeim tilgangi að vekja athygli á hve miklum matvælum við sóum árlega,“ að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Þá verður auknu fé veitt í kynningu og fræðslu um matarsóun, rekstur vefsins matarsoun.is tryggður áfram og ráðist í samstarfsverkefni með Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna. „Verkefnið felst í að gera athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega kröfur sem ekki eru nauðsynlegar m.t.t. matvælaöryggis sem gætu ýtt undir matarsóun. Í framhaldinu verði gripið til ráðstafana til að samræma eftirlitið í því skyni að tryggja að einungis verði gerðar þær kröfur sem nauðsynlegar eru vegna matvælaöryggis,“ segir í tilkynningu.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sex ráð til unga fólksins sem vill breyta heiminum Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem látið hefur til sín taka í umræðu um loftslagsmál undanfarin misseri hefur tekið saman ráð til fólks sem vill breyta heiminum til hins betra. 28. ágúst 2019 14:47 Þúsund heimili taka þátt í matarsóunarrannsókn Þúsund heimili verða beðin um að taka þátt í rannsókn á umfangi matarsónar á næstunni. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir þátttöku auðvelda en nauðsynlega svo hægt sé að nýta niðurstöður til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum. 24. ágúst 2019 21:22 Ferðalag bananans skoðað í þaula Björn og Johanna unnu saman að sýningu sem sýnir ferðalag banana frá Ekvador til landsins. Björn segir algengt að neytendur átti sig ekki á því flókna ferli að koma slíkum vörum til landsins. 27. ágúst 2019 08:30 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Sex ráð til unga fólksins sem vill breyta heiminum Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem látið hefur til sín taka í umræðu um loftslagsmál undanfarin misseri hefur tekið saman ráð til fólks sem vill breyta heiminum til hins betra. 28. ágúst 2019 14:47
Þúsund heimili taka þátt í matarsóunarrannsókn Þúsund heimili verða beðin um að taka þátt í rannsókn á umfangi matarsónar á næstunni. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir þátttöku auðvelda en nauðsynlega svo hægt sé að nýta niðurstöður til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum. 24. ágúst 2019 21:22
Ferðalag bananans skoðað í þaula Björn og Johanna unnu saman að sýningu sem sýnir ferðalag banana frá Ekvador til landsins. Björn segir algengt að neytendur átti sig ekki á því flókna ferli að koma slíkum vörum til landsins. 27. ágúst 2019 08:30