Sautján ára palestínskur nemi við Harvard sendur frá Bandaríkjunum Sylvía Hall skrifar 1. september 2019 13:52 Harvard háskóli talinn með þeim betri í heiminum. Vísir/Getty Hinn sautján ára gamli Ismail Ajjawi átti að hefja skólagöngu sína við Harvard háskóla í vikunni. Þegar hann hafði lent á flugvellinum í Boston var honum haldið í átta klukkustundir áður en hann var aftur sendur úr landi. Ajjawi er búsettur í Líbanon og hafa yfirvöld staðfest að honum hafi verið vísað úr landi. Að sögn Ajjawi er ástæðan sú að innflytjendaeftirlitið var ósátt við athugasemdir vina hans á samfélagsmiðlum en yfirvöld vestanhafs segjast ekki geta tjáð sig um málið. Í samtali við Harvard Crimson lýsir Ajjawi því þegar starfsmaður á flugvellinum leiddi hann inn í herbergi þar sem sími hans og tölva voru tekin af honum og grandskoðuð. Starfsmaðurinn hafi í kjölfarið öskrað á Ajjawi eftir að hafa fundið athugasemdir vina hans sem innihéldu ummæli sem væru mótfallin Bandaríkjunum. „Hún sagðist hafa fundið athugasemdir frá fólki á vinalistanum mínum sem væru mótfallin Bandaríkjunum,“ sagði hann og bætti við að hann hefði aldrei nokkurn tímann birt færslur sem innihéldu pólitísk viðhorf.Nýjar reglur leyfa yfirvöldum að skoða samfélagsmiðla Ajjawi segir starfsmanninn hafa spurt sig út í trúarbrögð sín og fleira en talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði það ekki vera mögulegt að vísa fólki úr landi vegna skoðana sem væru í samræmi við lög og rúmuðust innan tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrár, þó hann gæti ekki tjáð sig um þetta einstaka mál. Í sumar var greint frá því að stór meirihluti umsækjenda um vegabréfásritun myndu þurfa að veita stjórnvöldum þar í landi leyfi til þess að skoða samfélagsmiðlaaðganga þeirra til þess að komast inn í landið.Sjá einnig: Skilyrði fyrir vegabréfsáritun að stjórnvöld fái að gaumgæfa samfélagsmiðla umsækjendaSamkvæmt nýju reglunum þurfa umsækjendur um áritun að skila inn notendanöfnum sínum á samfélagsmiðlum auk allra netfanga og símanúmera sem þeir hafa notast við síðastliðin fimm ár fram að umsókn. Bandaríkin Palestína Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Hinn sautján ára gamli Ismail Ajjawi átti að hefja skólagöngu sína við Harvard háskóla í vikunni. Þegar hann hafði lent á flugvellinum í Boston var honum haldið í átta klukkustundir áður en hann var aftur sendur úr landi. Ajjawi er búsettur í Líbanon og hafa yfirvöld staðfest að honum hafi verið vísað úr landi. Að sögn Ajjawi er ástæðan sú að innflytjendaeftirlitið var ósátt við athugasemdir vina hans á samfélagsmiðlum en yfirvöld vestanhafs segjast ekki geta tjáð sig um málið. Í samtali við Harvard Crimson lýsir Ajjawi því þegar starfsmaður á flugvellinum leiddi hann inn í herbergi þar sem sími hans og tölva voru tekin af honum og grandskoðuð. Starfsmaðurinn hafi í kjölfarið öskrað á Ajjawi eftir að hafa fundið athugasemdir vina hans sem innihéldu ummæli sem væru mótfallin Bandaríkjunum. „Hún sagðist hafa fundið athugasemdir frá fólki á vinalistanum mínum sem væru mótfallin Bandaríkjunum,“ sagði hann og bætti við að hann hefði aldrei nokkurn tímann birt færslur sem innihéldu pólitísk viðhorf.Nýjar reglur leyfa yfirvöldum að skoða samfélagsmiðla Ajjawi segir starfsmanninn hafa spurt sig út í trúarbrögð sín og fleira en talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði það ekki vera mögulegt að vísa fólki úr landi vegna skoðana sem væru í samræmi við lög og rúmuðust innan tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrár, þó hann gæti ekki tjáð sig um þetta einstaka mál. Í sumar var greint frá því að stór meirihluti umsækjenda um vegabréfásritun myndu þurfa að veita stjórnvöldum þar í landi leyfi til þess að skoða samfélagsmiðlaaðganga þeirra til þess að komast inn í landið.Sjá einnig: Skilyrði fyrir vegabréfsáritun að stjórnvöld fái að gaumgæfa samfélagsmiðla umsækjendaSamkvæmt nýju reglunum þurfa umsækjendur um áritun að skila inn notendanöfnum sínum á samfélagsmiðlum auk allra netfanga og símanúmera sem þeir hafa notast við síðastliðin fimm ár fram að umsókn.
Bandaríkin Palestína Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira