Segir einkennilegt að gera þurfi mál að barnaverndarmáli svo að þjónusta sé veitt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. september 2019 20:00 Dósent í félagsráðgjöf segir einkennilegt að gera þurfi mál að barnaverndarmáli svo að þjónusta sé veitt. Í vikunni tilkynnti móðir sig til barnaverndar en hún hafði beðið í fimm ár eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar. Í Fréttablaðinu í vikunni var greint frá móður sem hafði beðið í fimm ár eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð vegna ADHD og fylgiraskana. Fram kemur að mál stúlkunnar hafi verið á borði Reykjavíkurborgar og síðan Hafnarfjarðarbæ. Þau hafi sífellt verið send á milli staða og ekki fengið viðunandi þjónustu. Það hafi því verið örþrifaráð að tilkynna sig sjálfa til barnaverndar. Dósent í félagsráðgjöf segir einkennilegt að fólk þurfi að fara þessa leið til að fá viðunandi þjónustu. „Það er mjög eðlilegt að sveitarfélögin séu öflug í því að veita þá þjónustu sem nauðsynleg er,“ sagði Freydís Jóna Freysteinsdóttir, dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Freydís hannaði fyrir nokkrum árum flokkunarkerfi fyrir Barnavernd. Tilgangur kerfisins er að flokka mál sem taka eigi til meðferðar. „Maður heyrði af því og maður varð var við það þegar maður var sjálfur að vinna við barnavernd að það var verið að setja mál þarna inn til þess að gera þau að barnaverndarmáli til þess að fá þjónustu,“ sagði Freydís. Í flokkunarkerfinu eru fjórir yfirflokkar og eru þeir meðal annars ofbeldi og vanræksla. Ef mál barns fellur ekki í flokk kerfisins er hreinlega ekki um barnaverndarmál að ræða. „Ef það passar ekki inn í, ef það er ekki um vanrækslu að ræða af einhverju tagi eða ofbeldi eða áhættuhegðun barns, að þá ætti ekki að flokka það sem barnaverndarmál. Það er gríðarlega mikilvægt að fólk hafi aðgang að þeirri þjónustu sem það þarf þannig að það þurfi ekki að vera að fara þessa leið,“ sagði Freydís. Barnavernd Börn og uppeldi Hafnarfjörður Reykjavík Tengdar fréttir Móðir tilkynnti sig til barnaverndar Móðir ellefu ára stúlku í Hafnarfirði tilkynnti sjálfa sig til barnaverndar, í samráði við skólann sem stúlkan gengur í, eftir að hafa í fimm ár beðið eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð og eftirfylg 28. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Dósent í félagsráðgjöf segir einkennilegt að gera þurfi mál að barnaverndarmáli svo að þjónusta sé veitt. Í vikunni tilkynnti móðir sig til barnaverndar en hún hafði beðið í fimm ár eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar. Í Fréttablaðinu í vikunni var greint frá móður sem hafði beðið í fimm ár eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð vegna ADHD og fylgiraskana. Fram kemur að mál stúlkunnar hafi verið á borði Reykjavíkurborgar og síðan Hafnarfjarðarbæ. Þau hafi sífellt verið send á milli staða og ekki fengið viðunandi þjónustu. Það hafi því verið örþrifaráð að tilkynna sig sjálfa til barnaverndar. Dósent í félagsráðgjöf segir einkennilegt að fólk þurfi að fara þessa leið til að fá viðunandi þjónustu. „Það er mjög eðlilegt að sveitarfélögin séu öflug í því að veita þá þjónustu sem nauðsynleg er,“ sagði Freydís Jóna Freysteinsdóttir, dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Freydís hannaði fyrir nokkrum árum flokkunarkerfi fyrir Barnavernd. Tilgangur kerfisins er að flokka mál sem taka eigi til meðferðar. „Maður heyrði af því og maður varð var við það þegar maður var sjálfur að vinna við barnavernd að það var verið að setja mál þarna inn til þess að gera þau að barnaverndarmáli til þess að fá þjónustu,“ sagði Freydís. Í flokkunarkerfinu eru fjórir yfirflokkar og eru þeir meðal annars ofbeldi og vanræksla. Ef mál barns fellur ekki í flokk kerfisins er hreinlega ekki um barnaverndarmál að ræða. „Ef það passar ekki inn í, ef það er ekki um vanrækslu að ræða af einhverju tagi eða ofbeldi eða áhættuhegðun barns, að þá ætti ekki að flokka það sem barnaverndarmál. Það er gríðarlega mikilvægt að fólk hafi aðgang að þeirri þjónustu sem það þarf þannig að það þurfi ekki að vera að fara þessa leið,“ sagði Freydís.
Barnavernd Börn og uppeldi Hafnarfjörður Reykjavík Tengdar fréttir Móðir tilkynnti sig til barnaverndar Móðir ellefu ára stúlku í Hafnarfirði tilkynnti sjálfa sig til barnaverndar, í samráði við skólann sem stúlkan gengur í, eftir að hafa í fimm ár beðið eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð og eftirfylg 28. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Móðir tilkynnti sig til barnaverndar Móðir ellefu ára stúlku í Hafnarfirði tilkynnti sjálfa sig til barnaverndar, í samráði við skólann sem stúlkan gengur í, eftir að hafa í fimm ár beðið eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð og eftirfylg 28. ágúst 2019 06:00