Í hópi þeirra bestu Jón Atli Benediktsson skrifar 2. september 2019 08:00 Á undanförnum misserum hafa ítrekað komið fram niðurstöður um að fræðasvið Háskóla Íslands raðast meðal þeirra bestu í heiminum á alþjóðlegum matslistum háskóla. Háskóli Íslands er eini alhliða háskóli landsins og starfar á fimm fræðasviðum og er afar ánægjulegt að sjá á hversu breiðum grunni árangur skólans mælist. Þessar jákvæðu niðurstöður eru mikilvægar vegna þess að alþjóðleg samkeppnishæfni Háskólans er grundvallaratriði fyrir það þekkingarsamfélag sem við viljum skapa hér á Íslandi. „Þekking skapar orðspor þjóða,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti eitt sinn og það eru orð sem við hjá Háskóla Íslands svo sannarlega tileinkum okkur. Sem dæmi um stórkostlegan árangur má nefna að fjarkönnunarrannsóknir við skólann eru í sjötta sæti á heimsvísu að mati hins virta Shanghai Ranking lista. Fjarkönnun beinist að greiningu mynda af yfirborði jarðar, og nýtist m.a. við að fylgjast með þeim öru breytingum sem eru að verða samfara hlýnun jarðar og er því afar mikilvægt rannsóknarsvið fyrir Ísland og heiminn allan. Jarðvísindi okkar eru einnig metin á meðal 100 bestu í heiminum á sama lista. Hjúkrunarfræði er á topp 150 listanum, lífvísindi meðal 200 bestu og svona má áfram telja. Það eru yfir 17.000 háskólar í heiminum. Háskóli Íslands er einn af 500 bestu háskólum í heimi samkvæmt nýlegu mati Shanghai Ranking og er raðað meðal 300 bestu háskóla í heimi af Times Higher Education World University Rankings, tveimur virtustu alþjóðlegu matslistum háskóla. Þetta er gríðarlega góður árangur sem byggir annars vegar á mikilli eflingu vísindastarfs síðastliðin ár og hins vegar öflugu alþjóðlegu og innlendu samstarfi sem fer sífellt vaxandi. Öflugt og kraftmikið vísindastarf er forsenda þeirrar nýsköpunar sem mun knýja þekkingarsamfélög 21. aldarinnar. Þjóðir um allan heim fjárfesta í rannsóknarháskólum til að tryggja samkeppnishæfni sína. Við hjá Háskóla Íslands erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð undanfarin ár en erum staðráðin í að ná hærra og enn lengra í áframhaldandi leit okkar að þekkingu í þágu íslensks samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum hafa ítrekað komið fram niðurstöður um að fræðasvið Háskóla Íslands raðast meðal þeirra bestu í heiminum á alþjóðlegum matslistum háskóla. Háskóli Íslands er eini alhliða háskóli landsins og starfar á fimm fræðasviðum og er afar ánægjulegt að sjá á hversu breiðum grunni árangur skólans mælist. Þessar jákvæðu niðurstöður eru mikilvægar vegna þess að alþjóðleg samkeppnishæfni Háskólans er grundvallaratriði fyrir það þekkingarsamfélag sem við viljum skapa hér á Íslandi. „Þekking skapar orðspor þjóða,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti eitt sinn og það eru orð sem við hjá Háskóla Íslands svo sannarlega tileinkum okkur. Sem dæmi um stórkostlegan árangur má nefna að fjarkönnunarrannsóknir við skólann eru í sjötta sæti á heimsvísu að mati hins virta Shanghai Ranking lista. Fjarkönnun beinist að greiningu mynda af yfirborði jarðar, og nýtist m.a. við að fylgjast með þeim öru breytingum sem eru að verða samfara hlýnun jarðar og er því afar mikilvægt rannsóknarsvið fyrir Ísland og heiminn allan. Jarðvísindi okkar eru einnig metin á meðal 100 bestu í heiminum á sama lista. Hjúkrunarfræði er á topp 150 listanum, lífvísindi meðal 200 bestu og svona má áfram telja. Það eru yfir 17.000 háskólar í heiminum. Háskóli Íslands er einn af 500 bestu háskólum í heimi samkvæmt nýlegu mati Shanghai Ranking og er raðað meðal 300 bestu háskóla í heimi af Times Higher Education World University Rankings, tveimur virtustu alþjóðlegu matslistum háskóla. Þetta er gríðarlega góður árangur sem byggir annars vegar á mikilli eflingu vísindastarfs síðastliðin ár og hins vegar öflugu alþjóðlegu og innlendu samstarfi sem fer sífellt vaxandi. Öflugt og kraftmikið vísindastarf er forsenda þeirrar nýsköpunar sem mun knýja þekkingarsamfélög 21. aldarinnar. Þjóðir um allan heim fjárfesta í rannsóknarháskólum til að tryggja samkeppnishæfni sína. Við hjá Háskóla Íslands erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð undanfarin ár en erum staðráðin í að ná hærra og enn lengra í áframhaldandi leit okkar að þekkingu í þágu íslensks samfélags.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun