Borgirnar sex eru Denver, Seattle, Portland, Orlando, Chicago og New York og má því segja að Rikki hafi verið að upplifa nýjan heim á skömmum tíma, enda hafði hann aldrei farið til Bandaríkjanna og hingað til haldið sig við Köben og Tenerife.
Í þættinum í gærkvöldi fór Rikki til Orlando og fór meðal annars á skotæfingasvæði þar sem hann fékk að finna hvernig væri að skjóta úr mismunandi byssum.
Rikki er ekki hrifinn af byssum og í raun skíthræddur við tilhugsunina að skjóta úr slíku vopni.
Það sást glögglega í þættinum í gær og má sjá brot úr heimsókn Rikka til Orlando í spilaranum hér að neðan.