Stefnumiðaðir stjórnarhættir Guðrún Erla Jónsdóttir skrifar 2. september 2019 09:03 Stjórnarhættir fyrirtækja fjalla um það hvernig fyrirtæki og stofnanir hafa umboð, fá leiðsögn, búa við aðhald og tryggja sér auðlindir með ábyrgum hætti í samfélaginu. Góðir stjórnarhættir hafa fengið aukið vægi hér á landi á síðastliðnum árum. Sem dæmi um það má nefna að fyrirtæki sækjast í auknum mæli eftir útnefningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum og má þá líka benda á hremmingar íslensks efnahagslífs í kjölfar hruns fjármálakerfisins sem skýringu. Í kjölfar hrunsins fékk eigendastefna fyrirtækja og stofnana meira vægi og íslensk stjórnvöld settu fyrst fram eigendastefnu fyrir félög í eigu ríkisins árið 2009. Þrátt fyrir þetta og vaxandi umfjöllun um góða stjórnarhætti vekur athygli að lítið er um heimildir, hér á land og víðar, um tilurð og mótun eigendastefnu og hvernig stjórnir rækja skyldur sínar við framkvæmd stefnu eigenda þannig að markmiðum þeirra verði náð. Þekking á hugtakinu eigendastefna er því takmörkuð, þar með talið hvernig hún er yfirfærð til stjórnar og hvernig stjórn mótar síðan stjórnarhætti fyrirtækisins til að tryggja það að samræmi sé á milli aðgerða stjórnenda og vilja eigenda. Ábyrgð stjórna er mikil og ekki síst með tilliti til hlutverks þeirra er tengist stefnumiðaðri stjórnun, þ.m.t. mótun stefnu, setningu markmiða, áætlanagerð, innleiðingu og eftirfylgni með árangri. Þessa áherslu á stefnutengda þætti stjórnar má draga saman í eitt hugtak; stefnumiðaða stjórnarhætti. Með stefnumiðuðum stjórnarháttum er átt við það vinnulag og þau verkfæri sem stjórn beitir til að sinna stefnutengdu hlutverki sínu. Við rannsóknir á atburðarrás í aðdraganda fjármálahrunsins, kom berlega í ljós að rætur vandans lágu ekki síst í því sem kallað hefur verið umboðsvandi. Umboðsvandi snýr fyrst og fremst að því hvernig hagsmunaárekstur getur orðið milli eigenda og stjórnenda. Undanfarið hefur verið lögð vaxandi áhersla á hlutverk stjórna við eftirlit og stýringu til að afstýra þessum vanda. Eigendastefna Orkuveitu Reykjavíkur, sem er á ábyrgð stjórnar félagsins að fylgja eftir, er dæmi um það hvernig eigendur leitast við að takast á við þennan vanda og koma vilja sínum og langtíma sjónarmiðum skýrt á framfæri. Framfylgd eigendastefnu má einnig tengja við þjónustuhlutverk stjórna við að móta og fylgja eftir nauðsynlegum og alhliða áherslum í rekstri, sem tryggja þann árangur sem vænst er hverju sinni. Um þetta var fjallað ítarlega í grein í Tímariti um viðskipti og efnahagslíf sem byggir á rannsókn á eigendastefnu og stefnumiðuðum stjórnarháttum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Greinin er innlegg og dæmi um rannsókn á stefnumiðuðum stjórnarháttum þar sem útgangspunkturinn er framkvæmd á vilja og markmiðum eigenda sem lýst er í eigendastefnu og er lýsandi um það með hvaða hætti fyrirtæki geta beitt stefnumiðuðum stjórnarháttum til að dreifa valdi og ábyrgð og varpar ljósi á það með hvaða hætti stjórn getur komið á fyrirkomulagi sem tryggir að unnið sé að innleiðingu stefnu með samræmdum og gegnsæjum hætti í fyrirtækinu í heild.Höfundur er stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Heimild: Runólfur Smári Steinþórsson, Guðrún Erla Jónsdóttir og Bjarni Snæbjörn Jónsson. (2018). Stefnumiðaðir stjórnarhættir: Dæmi frá Orkuveitu Reykjavíkur. Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 15(2), 21-45. DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2018.15.2.2 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Vinnumarkaður Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarhættir fyrirtækja fjalla um það hvernig fyrirtæki og stofnanir hafa umboð, fá leiðsögn, búa við aðhald og tryggja sér auðlindir með ábyrgum hætti í samfélaginu. Góðir stjórnarhættir hafa fengið aukið vægi hér á landi á síðastliðnum árum. Sem dæmi um það má nefna að fyrirtæki sækjast í auknum mæli eftir útnefningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum og má þá líka benda á hremmingar íslensks efnahagslífs í kjölfar hruns fjármálakerfisins sem skýringu. Í kjölfar hrunsins fékk eigendastefna fyrirtækja og stofnana meira vægi og íslensk stjórnvöld settu fyrst fram eigendastefnu fyrir félög í eigu ríkisins árið 2009. Þrátt fyrir þetta og vaxandi umfjöllun um góða stjórnarhætti vekur athygli að lítið er um heimildir, hér á land og víðar, um tilurð og mótun eigendastefnu og hvernig stjórnir rækja skyldur sínar við framkvæmd stefnu eigenda þannig að markmiðum þeirra verði náð. Þekking á hugtakinu eigendastefna er því takmörkuð, þar með talið hvernig hún er yfirfærð til stjórnar og hvernig stjórn mótar síðan stjórnarhætti fyrirtækisins til að tryggja það að samræmi sé á milli aðgerða stjórnenda og vilja eigenda. Ábyrgð stjórna er mikil og ekki síst með tilliti til hlutverks þeirra er tengist stefnumiðaðri stjórnun, þ.m.t. mótun stefnu, setningu markmiða, áætlanagerð, innleiðingu og eftirfylgni með árangri. Þessa áherslu á stefnutengda þætti stjórnar má draga saman í eitt hugtak; stefnumiðaða stjórnarhætti. Með stefnumiðuðum stjórnarháttum er átt við það vinnulag og þau verkfæri sem stjórn beitir til að sinna stefnutengdu hlutverki sínu. Við rannsóknir á atburðarrás í aðdraganda fjármálahrunsins, kom berlega í ljós að rætur vandans lágu ekki síst í því sem kallað hefur verið umboðsvandi. Umboðsvandi snýr fyrst og fremst að því hvernig hagsmunaárekstur getur orðið milli eigenda og stjórnenda. Undanfarið hefur verið lögð vaxandi áhersla á hlutverk stjórna við eftirlit og stýringu til að afstýra þessum vanda. Eigendastefna Orkuveitu Reykjavíkur, sem er á ábyrgð stjórnar félagsins að fylgja eftir, er dæmi um það hvernig eigendur leitast við að takast á við þennan vanda og koma vilja sínum og langtíma sjónarmiðum skýrt á framfæri. Framfylgd eigendastefnu má einnig tengja við þjónustuhlutverk stjórna við að móta og fylgja eftir nauðsynlegum og alhliða áherslum í rekstri, sem tryggja þann árangur sem vænst er hverju sinni. Um þetta var fjallað ítarlega í grein í Tímariti um viðskipti og efnahagslíf sem byggir á rannsókn á eigendastefnu og stefnumiðuðum stjórnarháttum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Greinin er innlegg og dæmi um rannsókn á stefnumiðuðum stjórnarháttum þar sem útgangspunkturinn er framkvæmd á vilja og markmiðum eigenda sem lýst er í eigendastefnu og er lýsandi um það með hvaða hætti fyrirtæki geta beitt stefnumiðuðum stjórnarháttum til að dreifa valdi og ábyrgð og varpar ljósi á það með hvaða hætti stjórn getur komið á fyrirkomulagi sem tryggir að unnið sé að innleiðingu stefnu með samræmdum og gegnsæjum hætti í fyrirtækinu í heild.Höfundur er stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Heimild: Runólfur Smári Steinþórsson, Guðrún Erla Jónsdóttir og Bjarni Snæbjörn Jónsson. (2018). Stefnumiðaðir stjórnarhættir: Dæmi frá Orkuveitu Reykjavíkur. Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 15(2), 21-45. DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2018.15.2.2
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar