Nemendur Hong Kong skrópa á fyrsta skóladegi Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2019 09:15 Skipuleggjendur mótmæla segja um tíu þúsund nemendur í um 200 skólum ekki hafa mætt í tíma. AP/Kin Cheung Námsmenn í Hong Kong sem mótmælt hafa alræðistilburðum Kínverja í borginni skrópuðu í skólanum í morgun á fyrsta degi nýs skólaárs og héldu mótmælastöðu sinni áfram eftir víðtæk mótmæli um helgina þar sem kom til harðra átaka víða. Óeirðalögregla borgarinnar kom sér víða fyrir í morgun við lestarstöðvar borgarinnar og stúdentarnir reyndu að stöðva ferðir lestanna eða seinka þeim. Skipuleggjendur mótmæla segja um tíu þúsund nemendur í um 200 skólum ekki hafa mætt í tíma. Mótmælin hafa nú staðið yfir í fjórtán vikur en BBC segir ofbeldi vegna þeirra hafa náð hámarki nú um helgina. Mótmælendur hafi meðal annars kveikt elda og kastað bensínsprengjum og lögregluþjónar hafi beitt táragasi, gúmmíkúlum, vatnsfallbyssum og skotið viðvörunarskotum að mótmælendum.Upprunalega hófust mótmælin vegna lagafrumvarps sem hefði heimilt framsal fólks frá Hong Kong til meginlands Kína. Það frumvarp var fellt niður en mótmælin sneru þá að allsherjar endurbótum á lýðræði í Hong Kong. Kínverskir fréttamiðlar voru afar harðorðir í garð mótmælendanna í kjölfar atburða helgarinnar og í leiðara hjá ríkisfréttastöðinni Xinhua eru mótmælendurnir varaðir við því að endalokin nálgist óðfluga hjá þeim sem reyni nú að ógna Hong Kong.CNN segir að þrátt fyrir að stjórnmálaleiðtogar Hong Kong hafi kallað eftir viðræðum, þvertaki þeir fyrir að semja við mótmælendur á nokkurn hátt. Skilaboðin frá yfirvöldum virðist vera á þá leið að mótmælendur eigi að hætta mótmælum eða hart verði tekið á þeim. Þrátt fyrir það sé engan beilbug að finna á mótmælendum.VIDEO: Hong Kong demonstrators target rush-hour trains, urge general strike after a weekend featuring some of the worst violence in three months of anti-government protests pic.twitter.com/FHfHgTiKhg— AFP news agency (@AFP) September 2, 2019 Medical staff hold posters as they form a human chain to express solidarity with anti-extradition bill protesters during their lunch break at the Queen Mary Hospital in Hong Kong @AntAFP pic.twitter.com/Cf7OaUTXa3— AFP news agency (@AFP) September 2, 2019 Hong Kong Kína Tengdar fréttir Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni „Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu í Hong Kong 31. ágúst 2019 22:46 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Námsmenn í Hong Kong sem mótmælt hafa alræðistilburðum Kínverja í borginni skrópuðu í skólanum í morgun á fyrsta degi nýs skólaárs og héldu mótmælastöðu sinni áfram eftir víðtæk mótmæli um helgina þar sem kom til harðra átaka víða. Óeirðalögregla borgarinnar kom sér víða fyrir í morgun við lestarstöðvar borgarinnar og stúdentarnir reyndu að stöðva ferðir lestanna eða seinka þeim. Skipuleggjendur mótmæla segja um tíu þúsund nemendur í um 200 skólum ekki hafa mætt í tíma. Mótmælin hafa nú staðið yfir í fjórtán vikur en BBC segir ofbeldi vegna þeirra hafa náð hámarki nú um helgina. Mótmælendur hafi meðal annars kveikt elda og kastað bensínsprengjum og lögregluþjónar hafi beitt táragasi, gúmmíkúlum, vatnsfallbyssum og skotið viðvörunarskotum að mótmælendum.Upprunalega hófust mótmælin vegna lagafrumvarps sem hefði heimilt framsal fólks frá Hong Kong til meginlands Kína. Það frumvarp var fellt niður en mótmælin sneru þá að allsherjar endurbótum á lýðræði í Hong Kong. Kínverskir fréttamiðlar voru afar harðorðir í garð mótmælendanna í kjölfar atburða helgarinnar og í leiðara hjá ríkisfréttastöðinni Xinhua eru mótmælendurnir varaðir við því að endalokin nálgist óðfluga hjá þeim sem reyni nú að ógna Hong Kong.CNN segir að þrátt fyrir að stjórnmálaleiðtogar Hong Kong hafi kallað eftir viðræðum, þvertaki þeir fyrir að semja við mótmælendur á nokkurn hátt. Skilaboðin frá yfirvöldum virðist vera á þá leið að mótmælendur eigi að hætta mótmælum eða hart verði tekið á þeim. Þrátt fyrir það sé engan beilbug að finna á mótmælendum.VIDEO: Hong Kong demonstrators target rush-hour trains, urge general strike after a weekend featuring some of the worst violence in three months of anti-government protests pic.twitter.com/FHfHgTiKhg— AFP news agency (@AFP) September 2, 2019 Medical staff hold posters as they form a human chain to express solidarity with anti-extradition bill protesters during their lunch break at the Queen Mary Hospital in Hong Kong @AntAFP pic.twitter.com/Cf7OaUTXa3— AFP news agency (@AFP) September 2, 2019
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni „Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu í Hong Kong 31. ágúst 2019 22:46 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni „Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu í Hong Kong 31. ágúst 2019 22:46
Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent