Erlendir söluaðilar horfa bjartsýnir til vetrar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. september 2019 14:12 Erlendir aðilar sem selja ferðir til Íslands segja bókunarstöðu ársins betri en á sama tíma fyrir ári auk þess sem þeir eru bjartsýnni á stöðuna fyrir komandi vetri. Vísir/Vilhelm Viðhorfskönnun sem Íslandsstofa lagði fyrir erlenda söluaðila í sumar sýnir að þeir séu bjartsýnir á veturinn, meðmælatryggð erlendra söluaðila gagnvart Íslandi hefur aukist frá síðustu könnun og gjaldþrot flugfélagsins WOW Air hefur takmörkuð áhrif á fyrirtækin. Erlendir aðilar sem selja ferðir til Íslands segja bókunarstöðu ársins betri en á sama tíma fyrir ári auk þess sem þeir eru bjartsýnni á stöðuna fyrir komandi vetri. Í könnuninni kemur fram að 74% þeirra vænta svipaðrar eða betri bókunarstöðu en það eru 17% fleiri en þegar sambærileg könnun var framkvæmd fyrir tveimur árum síðan. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður áfangastaðarins hjá Íslandsstofu segir að þetta sé gott veganesti inn í vetrartímabilið. Við teljum að þetta sé jákvætt innlegg en þetta er auðvitað bara ein kaka af stóru myndinni í ferðaþjónustunni.Skorum hátt vegna vinsælda og öryggis Meðmælatryggð erlendra söluaðila mælist góð gagnvart Íslandi sem áfangastað eða 54 stig. „Það sem er áhugavert er það að meðmælatryggðin okkar er ávallt mjög há og telst 54 stig eins og kallað er, en 50 stig eða hærra telst vera mjög gott og það skiptir líka miklu máli þegar við horfum á þá samkeppni sem við erum í og þá stöðu sem Ísland hefur skapað sér sem áfangastað,“ segir Inga Hlín. Fólki fannst þó verðlagið á Íslandi of hátt. Mesta neikvæðnin beindist að verðlaginu. Hlutfallslega voru þó færri sem nefndu verðlag sem neikvæðan þátt en í fyrri könnunum. Í þessari könnun var hlutfallið 77% á móti 89 prósentum fyrir tveimur árum. „Já, verðlagið kemur fram sem neikvæður þáttur gagnvart Íslandi og þróun ferðaþjónustunnar en síðan er öryggi og vinsældir áfangastaðarins þeir þættir sem fólk lítur afar jákvæðum augum,“ segir Inga Hlín. Kom á óvart að gjaldþrot WOW hefði takmörkuð áhrif á fyrirtækin Samkvæmt svörum erlendra söluaðila í könnuninni má sjá að gjaldþrot flugfélagsins WOW Air hafði takmörkuð áhrif á fyrirtæki þeirra. Þannig sögðu 47% að gjaldþrotið hefði alls engin áhrif og 29% sögðu að áhrifin væru lítil á fyrirtækin. Þess ber þó að geta að svörin voru mismunandi á milli markaðssvæða. Mest voru áhrifin í Bretlandi og Suður Evrópu og minnst á Norðurlöndunum og Norður Ameríku. Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46 Segir Mýrdælinga nokkuð sátta með sumarið í ferðaþjónustu Ferðamannasumarið í ár verður á pari við það síðasta, segja Mýrdælingar í ferðaþjónustu, og segjast sáttir í sumarlok. Svartsýnisspár um hrun rættust ekki. 27. ágúst 2019 20:57 Þjónustuafgangur jókst þrátt fyrir fækkun ferðamanna Þróunina má rekja til þess að Íslendingar ferðast minna. 26. ágúst 2019 15:06 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
Viðhorfskönnun sem Íslandsstofa lagði fyrir erlenda söluaðila í sumar sýnir að þeir séu bjartsýnir á veturinn, meðmælatryggð erlendra söluaðila gagnvart Íslandi hefur aukist frá síðustu könnun og gjaldþrot flugfélagsins WOW Air hefur takmörkuð áhrif á fyrirtækin. Erlendir aðilar sem selja ferðir til Íslands segja bókunarstöðu ársins betri en á sama tíma fyrir ári auk þess sem þeir eru bjartsýnni á stöðuna fyrir komandi vetri. Í könnuninni kemur fram að 74% þeirra vænta svipaðrar eða betri bókunarstöðu en það eru 17% fleiri en þegar sambærileg könnun var framkvæmd fyrir tveimur árum síðan. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður áfangastaðarins hjá Íslandsstofu segir að þetta sé gott veganesti inn í vetrartímabilið. Við teljum að þetta sé jákvætt innlegg en þetta er auðvitað bara ein kaka af stóru myndinni í ferðaþjónustunni.Skorum hátt vegna vinsælda og öryggis Meðmælatryggð erlendra söluaðila mælist góð gagnvart Íslandi sem áfangastað eða 54 stig. „Það sem er áhugavert er það að meðmælatryggðin okkar er ávallt mjög há og telst 54 stig eins og kallað er, en 50 stig eða hærra telst vera mjög gott og það skiptir líka miklu máli þegar við horfum á þá samkeppni sem við erum í og þá stöðu sem Ísland hefur skapað sér sem áfangastað,“ segir Inga Hlín. Fólki fannst þó verðlagið á Íslandi of hátt. Mesta neikvæðnin beindist að verðlaginu. Hlutfallslega voru þó færri sem nefndu verðlag sem neikvæðan þátt en í fyrri könnunum. Í þessari könnun var hlutfallið 77% á móti 89 prósentum fyrir tveimur árum. „Já, verðlagið kemur fram sem neikvæður þáttur gagnvart Íslandi og þróun ferðaþjónustunnar en síðan er öryggi og vinsældir áfangastaðarins þeir þættir sem fólk lítur afar jákvæðum augum,“ segir Inga Hlín. Kom á óvart að gjaldþrot WOW hefði takmörkuð áhrif á fyrirtækin Samkvæmt svörum erlendra söluaðila í könnuninni má sjá að gjaldþrot flugfélagsins WOW Air hafði takmörkuð áhrif á fyrirtæki þeirra. Þannig sögðu 47% að gjaldþrotið hefði alls engin áhrif og 29% sögðu að áhrifin væru lítil á fyrirtækin. Þess ber þó að geta að svörin voru mismunandi á milli markaðssvæða. Mest voru áhrifin í Bretlandi og Suður Evrópu og minnst á Norðurlöndunum og Norður Ameríku.
Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46 Segir Mýrdælinga nokkuð sátta með sumarið í ferðaþjónustu Ferðamannasumarið í ár verður á pari við það síðasta, segja Mýrdælingar í ferðaþjónustu, og segjast sáttir í sumarlok. Svartsýnisspár um hrun rættust ekki. 27. ágúst 2019 20:57 Þjónustuafgangur jókst þrátt fyrir fækkun ferðamanna Þróunina má rekja til þess að Íslendingar ferðast minna. 26. ágúst 2019 15:06 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46
Segir Mýrdælinga nokkuð sátta með sumarið í ferðaþjónustu Ferðamannasumarið í ár verður á pari við það síðasta, segja Mýrdælingar í ferðaþjónustu, og segjast sáttir í sumarlok. Svartsýnisspár um hrun rættust ekki. 27. ágúst 2019 20:57
Þjónustuafgangur jókst þrátt fyrir fækkun ferðamanna Þróunina má rekja til þess að Íslendingar ferðast minna. 26. ágúst 2019 15:06