Pederson var þá að reyna að bjarga því að Colorado Rockies náði heimahafnarhlaupi. Hann hljóp á fullu gasi að veggnum, rétti hendina yfir vegginn og tók í leiðinni á sig mjög þungt högg í magann.
This is one of the most painful home run robberies I’ve seen this year. Holy cow, Joc Pederson. pic.twitter.com/iNcMCbQAkJ
— Fabian Ardaya (@FabianArdaya) September 3, 2019
Maginn á honum var illa farinn eftir höggið en hann hefur verið frekar fljótur að ná sér og er aðeins marinn á rifbeinum en ekkert er brotið.
„Vindurinn fór alveg úr mér og ég fékk mikla krampa. Læknarnir höfðu smá áhyggjur en þetta er allt að koma,“ sagði Pederson brattur.