Ógnvekjandi framtíð Las Vegas á tímum hamfarahlýnunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2019 14:00 Heimilislaus maður í Las Vegas sést hér fyrir framan apótek í borginni í vor. Heimilislausir eru sá hópur í borginni sem er í hvað mestri hættu vegna síhækkandi hitastigs. vísir/getty Las Vegas, fjölmennasta borg eyðimerkurríkisins Nevada í Bandaríkjunum og vinsæll ferðamannastaður, er sú borg í landinu þar sem hitastig hækkar hraðast. Verði ekkert að gert á heimsvísu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda bíður ógnvekjandi framtíð borgarbúa þar sem þeir munu, við lok 21. aldarinnar, þurfa að þola 96 daga á ári þar sem hitinn fer yfir 37,7 gráður. Þar á meðal eru 60 dagar þar sem búast má við að hitinn fari yfir 40 gráður og sjö dagar þar sem hitinn færi yfir skalann, það er yfir 110 Fahrenheit sem eru meira en 43 gráður.Nánast heitara inni heldur en úti Fjallað er ítarlega um málið á vef The Guardian. Þar er meðal annars rætt við Jill Roberts, konu sem rannsakar dauðsföll fyrir Clark-sýslu. Las Vegas er innan sýslunnar. Roberts rifjar upp einn sérstaklega heitan sumardag þegar hún fór inn á heimili í borginni. Hitinn úti var 46 gráður og engin loftkæling á heimilinu. Það var því nánast heitara inni heldur en úti. Roberts fór upp í svefnherbergið þar sem íbúinn hafði dáið í hitanum. Engin vifta var í herberginu og dyrnar voru lokaðar. Það var líkt og það gæti ekki orðið heitara í herberginu. Roberts segir að á jafnheitum dögum sem þessum þurfi ekki mikið til þess að líkamsstarfsemin gefi sig. Dánardómstjóri Clark-sýslu skráir oft hita sem einn af völdum þess að fólk lætur lífið. Í tilfellum göngufólks sem lætur lífið í óbærilegum hita í Nevada-eyðimörkinni og fólks sem deyr í bílum eða heima hjá sér vegna þess að það er ekki með kælingu. Þá hefur Roberts séð brunasár á heimilislausu fólki sem hefur dáið vegna hitans og liggur látið á sjóðandi heitri gangstétt.Las Vegas er ein þekktast borg Bandaríkjanna og vinsæll ferðamannastaður.vísir/gettyDvelja í undirgöngum niðurfalla frekar en ofan jarðar Það eru einmitt hinir heimilislausu í Las Vegas sem eru í hvað mestri hættu vegna stöðugt hækkandi hitastigs. Viftur og kælikerfi geta bjargað lífum en Roberts segir að sumir hafi einfaldlega ekki efni á loftkælingu eða að láta laga kerfið ef það bilar. Hundruð heimilislausra í Las Vegas kjósa að dvelja í undirgöngum niðurfalla í stað þess að sofa undir berum himni. Þeim sem líkar ekki dvölin í undirgöngunum þurfa að hafa mikið fyrir því að kæla sig niður. Marcy Averett er 49 ára. Hún og maðurinn hennar eru heimilislaus í Las Vegas. Í fimmtán klukkutíma á dag ganga þau um borgina og safna dósum og flöskum en áður en þau halda af stað kaupa þau ísmola. „Ég verð að hafa kalt vatn. Ég skil ekki hvernig fólk fer að með heitu vatni,“ segir Averett í samtali við blaðamann Guardian. Hún er alltaf með spreybrúsa með vatni á sér til að spreyja í andlitið og á hálsinn. Þá notar hún varasalva en varirnar eru engu að síður mjög þurrar. „Það gerir hitinn,“ segir Averett.Kona sést hér á hlaupi í Lovell Canyon í Nevada í sumar.vísir/gettyBorg þar sem enginn fer út því það er of heitt? Líkt og í mörgum öðrum borgum í Bandaríkjunum eru borgaryfirvöld í Las Vegas nýbyrjuð að horfast í augu við framtíðina sem bíður. Síhækkandi hitastig gæti þannig haft áhrif á innviði, til dæmis skólastarf og störf lögreglu. „Aðalspurningin er hvort við viljum stað þar sem við förum bara út úr húsunum okkar, inn í bílana okkar og inn á skrifstofu en förum aldrei út því það er of heitt? Hversu marga mánuði á ári er það fýsilegt?“ spyr Tick Segerblom, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og nefndarmaður í sýslunefnd Clark-sýslu. Hann, líkt og fleiri í borginni og sýslunni, telur að núna þurfi að fara að huga að framtíð Las Vegas. „Hvað viljum við verða þegar við verðum stór? Er hægt að stýra þessari borg í þá átt að það verði til bóta fyrir líf Nevada-búa en ekki bara fyrir hótel og ferðamenn?“ segir Segerblom.Nánar má lesa um málið á vef Guardian. Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Sjá meira
Las Vegas, fjölmennasta borg eyðimerkurríkisins Nevada í Bandaríkjunum og vinsæll ferðamannastaður, er sú borg í landinu þar sem hitastig hækkar hraðast. Verði ekkert að gert á heimsvísu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda bíður ógnvekjandi framtíð borgarbúa þar sem þeir munu, við lok 21. aldarinnar, þurfa að þola 96 daga á ári þar sem hitinn fer yfir 37,7 gráður. Þar á meðal eru 60 dagar þar sem búast má við að hitinn fari yfir 40 gráður og sjö dagar þar sem hitinn færi yfir skalann, það er yfir 110 Fahrenheit sem eru meira en 43 gráður.Nánast heitara inni heldur en úti Fjallað er ítarlega um málið á vef The Guardian. Þar er meðal annars rætt við Jill Roberts, konu sem rannsakar dauðsföll fyrir Clark-sýslu. Las Vegas er innan sýslunnar. Roberts rifjar upp einn sérstaklega heitan sumardag þegar hún fór inn á heimili í borginni. Hitinn úti var 46 gráður og engin loftkæling á heimilinu. Það var því nánast heitara inni heldur en úti. Roberts fór upp í svefnherbergið þar sem íbúinn hafði dáið í hitanum. Engin vifta var í herberginu og dyrnar voru lokaðar. Það var líkt og það gæti ekki orðið heitara í herberginu. Roberts segir að á jafnheitum dögum sem þessum þurfi ekki mikið til þess að líkamsstarfsemin gefi sig. Dánardómstjóri Clark-sýslu skráir oft hita sem einn af völdum þess að fólk lætur lífið. Í tilfellum göngufólks sem lætur lífið í óbærilegum hita í Nevada-eyðimörkinni og fólks sem deyr í bílum eða heima hjá sér vegna þess að það er ekki með kælingu. Þá hefur Roberts séð brunasár á heimilislausu fólki sem hefur dáið vegna hitans og liggur látið á sjóðandi heitri gangstétt.Las Vegas er ein þekktast borg Bandaríkjanna og vinsæll ferðamannastaður.vísir/gettyDvelja í undirgöngum niðurfalla frekar en ofan jarðar Það eru einmitt hinir heimilislausu í Las Vegas sem eru í hvað mestri hættu vegna stöðugt hækkandi hitastigs. Viftur og kælikerfi geta bjargað lífum en Roberts segir að sumir hafi einfaldlega ekki efni á loftkælingu eða að láta laga kerfið ef það bilar. Hundruð heimilislausra í Las Vegas kjósa að dvelja í undirgöngum niðurfalla í stað þess að sofa undir berum himni. Þeim sem líkar ekki dvölin í undirgöngunum þurfa að hafa mikið fyrir því að kæla sig niður. Marcy Averett er 49 ára. Hún og maðurinn hennar eru heimilislaus í Las Vegas. Í fimmtán klukkutíma á dag ganga þau um borgina og safna dósum og flöskum en áður en þau halda af stað kaupa þau ísmola. „Ég verð að hafa kalt vatn. Ég skil ekki hvernig fólk fer að með heitu vatni,“ segir Averett í samtali við blaðamann Guardian. Hún er alltaf með spreybrúsa með vatni á sér til að spreyja í andlitið og á hálsinn. Þá notar hún varasalva en varirnar eru engu að síður mjög þurrar. „Það gerir hitinn,“ segir Averett.Kona sést hér á hlaupi í Lovell Canyon í Nevada í sumar.vísir/gettyBorg þar sem enginn fer út því það er of heitt? Líkt og í mörgum öðrum borgum í Bandaríkjunum eru borgaryfirvöld í Las Vegas nýbyrjuð að horfast í augu við framtíðina sem bíður. Síhækkandi hitastig gæti þannig haft áhrif á innviði, til dæmis skólastarf og störf lögreglu. „Aðalspurningin er hvort við viljum stað þar sem við förum bara út úr húsunum okkar, inn í bílana okkar og inn á skrifstofu en förum aldrei út því það er of heitt? Hversu marga mánuði á ári er það fýsilegt?“ spyr Tick Segerblom, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og nefndarmaður í sýslunefnd Clark-sýslu. Hann, líkt og fleiri í borginni og sýslunni, telur að núna þurfi að fara að huga að framtíð Las Vegas. „Hvað viljum við verða þegar við verðum stór? Er hægt að stýra þessari borg í þá átt að það verði til bóta fyrir líf Nevada-búa en ekki bara fyrir hótel og ferðamenn?“ segir Segerblom.Nánar má lesa um málið á vef Guardian.
Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Sjá meira