Félag Heiðars tapaði 800 milljónum Hörður Ægisson skrifar 4. september 2019 07:00 Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar. Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, tapaði samtals 787 milljónum króna á árinu 2018 borið saman við hagnað upp á 189 milljónir króna árið áður. Þar munaði mestu um neikvæða óinnleysta gengisbreytingu hlutabréfa, en Heiðar á um níu prósenta hlut í Sýn, að fjárhæð 588 milljónir króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Ursus ehf. en eigið fé félagsins nam aðeins 25 milljónum króna í árslok 2018. Eignir Ursus námu á sama tíma tæplega 2.150 milljónum króna og var eiginfjárhlutfallið því rétt yfir eitt prósent. Heildarskuldir Ursus voru rúmlega 2.120 milljónir og þar af námu skammtímaskuldir, meðal annars gengistryggt lán, samtals 1.500 milljónum króna. Eignir félagsins samanstanda einkum af skráðum og óskráðum hlutabréfum en í árslok 2018 var bókfært virði þeirra um 1.700 milljónir króna. Þar munaði mestu um eignarhlut félagsins í Sýn sem er metinn á um 990 milljónir. Þá eru hlutabréf í P190, móðurfélagi Ásbrúar sem selur íbúðir á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi, bókfærð á 400 milljónir, og bréf í HSV eignarhaldsfélagi, sem heldur utan um hlut í HS Veitum, eru metin á 258 milljónir. Heiðar, sem tók við starfi forstjóra Sýnar fyrr á árinu, er á meðal stærstu hluthafa félagsins en hlutabréfaverð þess lækkaði um liðlega 38 prósent á árinu 2018. Það sem af er þessu ári hefur gengi hlutabréfa Sýnar fallið í verði um þriðjung til viðbótar en afkomuspá fyrirtækisins hefur í fjórgang verið lækkuð á síðastliðnum níu mánuðum. Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Markaðir Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Sjá meira
Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, tapaði samtals 787 milljónum króna á árinu 2018 borið saman við hagnað upp á 189 milljónir króna árið áður. Þar munaði mestu um neikvæða óinnleysta gengisbreytingu hlutabréfa, en Heiðar á um níu prósenta hlut í Sýn, að fjárhæð 588 milljónir króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Ursus ehf. en eigið fé félagsins nam aðeins 25 milljónum króna í árslok 2018. Eignir Ursus námu á sama tíma tæplega 2.150 milljónum króna og var eiginfjárhlutfallið því rétt yfir eitt prósent. Heildarskuldir Ursus voru rúmlega 2.120 milljónir og þar af námu skammtímaskuldir, meðal annars gengistryggt lán, samtals 1.500 milljónum króna. Eignir félagsins samanstanda einkum af skráðum og óskráðum hlutabréfum en í árslok 2018 var bókfært virði þeirra um 1.700 milljónir króna. Þar munaði mestu um eignarhlut félagsins í Sýn sem er metinn á um 990 milljónir. Þá eru hlutabréf í P190, móðurfélagi Ásbrúar sem selur íbúðir á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi, bókfærð á 400 milljónir, og bréf í HSV eignarhaldsfélagi, sem heldur utan um hlut í HS Veitum, eru metin á 258 milljónir. Heiðar, sem tók við starfi forstjóra Sýnar fyrr á árinu, er á meðal stærstu hluthafa félagsins en hlutabréfaverð þess lækkaði um liðlega 38 prósent á árinu 2018. Það sem af er þessu ári hefur gengi hlutabréfa Sýnar fallið í verði um þriðjung til viðbótar en afkomuspá fyrirtækisins hefur í fjórgang verið lækkuð á síðastliðnum níu mánuðum.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Markaðir Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Sjá meira