Novator og Hilmar fjárfesta í bresku tölvuleikjafyrirtæki Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 4. september 2019 07:45 Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fjárfest í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing ásamt Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP. Fréttablaðið/GVA Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fjárfest í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing ásamt Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP. Fyrirtækið var stofnað af Íslendingnum Haraldi Þór Björnssyni árið 2009. „Við vorum í mörgum verkefnum sem verktakar fyrir Sony og vorum meðal annars aðalverktakinn við gerð Playstation Home. Síðan fórum við að gefa út okkar eigið efni fyrir um sex til sjö árum,“ segir Haraldur Þór, framkvæmdastjóri Lockwood, sem nam arkitektúr við Oxford áður en hann tók stefnu á tölvuleikjaheiminn á tíunda áratugnum. Lockwoood Publishing gefur út leikinn Avakin Life á snjallsímum en yfir milljón manns spila leikinn á hverjum degi. Um er að ræða eins konar sýndarheim og samfélagsnet þar sem notendur eiga í samskiptum hverjir við aðra í gegnum karaktera sem þeir stjórna. Frá stofnun Lockwood hefur fyrirtækið vaxið ört en Haraldur Þór segir að umsvifin hafi tvöfaldast á hverju ári í fjögur ár. Velta síðasta árs nam 18 milljónum punda og og alls starfa 115 starfsmenn hjá fyrirtækinu. „Þetta er mjög erfiður markaður en hann er risastór þannig að ef vel tekst til þá getur þetta orðið mjög spennandi.“ Davíð Helgason, einn af stofnendum Unity, hefur tekið við stjórnarformennsku félagsins en hann fjárfesti í því fyrir um ári. Þá hafa Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson, meðeigendur í Novator, einnig tekið sæti í stjórninni í kjölfar fjárfestingarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fjárfest í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing ásamt Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP. Fyrirtækið var stofnað af Íslendingnum Haraldi Þór Björnssyni árið 2009. „Við vorum í mörgum verkefnum sem verktakar fyrir Sony og vorum meðal annars aðalverktakinn við gerð Playstation Home. Síðan fórum við að gefa út okkar eigið efni fyrir um sex til sjö árum,“ segir Haraldur Þór, framkvæmdastjóri Lockwood, sem nam arkitektúr við Oxford áður en hann tók stefnu á tölvuleikjaheiminn á tíunda áratugnum. Lockwoood Publishing gefur út leikinn Avakin Life á snjallsímum en yfir milljón manns spila leikinn á hverjum degi. Um er að ræða eins konar sýndarheim og samfélagsnet þar sem notendur eiga í samskiptum hverjir við aðra í gegnum karaktera sem þeir stjórna. Frá stofnun Lockwood hefur fyrirtækið vaxið ört en Haraldur Þór segir að umsvifin hafi tvöfaldast á hverju ári í fjögur ár. Velta síðasta árs nam 18 milljónum punda og og alls starfa 115 starfsmenn hjá fyrirtækinu. „Þetta er mjög erfiður markaður en hann er risastór þannig að ef vel tekst til þá getur þetta orðið mjög spennandi.“ Davíð Helgason, einn af stofnendum Unity, hefur tekið við stjórnarformennsku félagsins en hann fjárfesti í því fyrir um ári. Þá hafa Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson, meðeigendur í Novator, einnig tekið sæti í stjórninni í kjölfar fjárfestingarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira