Að lokum stendur eitt danspar eftir sem vinnur hinn eftirsótta glimmerbikar.
Í morgun var fyrsti keppandinn tilkynntur og er það enginn önnur en Sólveig Eiríksdóttir, stofnandi og einn eigenda Gló. Hún mætti í Bítið á Bylgjunni og ræddi þátttöku sína þar.
„Mig hefur alltaf dreymt um það að vera danskona en það hefur alltaf verið einhver smá fyrirstaða. Þegar ég var sex ára var ég rekin úr dansi fyrir að vera óstyrlát og í engum takti. Nú skulum við athuga hvað gerist,“ segir Solla.
„Ég var látin hafa lúftdansfélaga því það vildi enginn bjóða mér upp því ég lét illa. Nú fékk ég yngsta og flottasta dansfélagann og það rignir yfir mig hamingjuóskum innan hópsins.“
En var það erfitt fyrir Sollu að ákveða að taka þátt?
„Það var hringt í mig á góðri stundu. Nú er ég aðeins að minnka við mig vinnuna á Gló og ég hugsaði bara, hvað ætti ég að fara gera? Því ég er ofvirk. Ég var spurð hvort ég vildi hugsa mig um og ég sagði nei. Því ég vissi að þá myndi ég hætta við. Það er alltaf eitthvað í mér að hoppa út í djúpu laugina.“
Hér að neðan má heyra viðtalið í heild sinni.