Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2019 08:56 Alls muni lækkanirnar auka ráðstöfunartekjur heimila Íslands um 21 milljarð króna. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin ætlar að lækka tekjuskatt einstaklinga hraðar en áður hafði verið áætlað. Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár nú í morgun og kom þar fram í máli hans að með lækkun tekjuskatts myndu ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmar 120 þúsund krónur á ári. Alls muni lækkanirnar auka ráðstöfunartekjur heimila Íslands um 21 milljarð króna. Það samsvarar um tíu prósentum af tekjum ríkisins af tekjuskatti einstaklinga og í kynningu fjármálaráðuneytisins segir að um þessum breytingum sé ætlað að styðja við heimilin þegar hægir á atvinnulífinu.Klippa: Breytingar tekjuskatts útskýrðar - Fjárlög 2020 Í fjárlagafrumvarpinu segir að meginatriði skattkerfisbreytinganna séu:-Þriggja þrepa tekjuskattskerfi tekið upp.-Nýtt grunnþrep verður lægra en núverandi grunnþrep en á móti verður nýtt miðþrep lítillega hærra en núverandi grunnþrep.-Skattleysismörkum haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt samhliða innleiðingu nýs þreps, en þau munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls.-Þróun skattleysis- og þrepamarka mun fylgja sömu viðmiðum sem tryggir að sjálfvirk sveiflujöfnun kerfisins dreifist jafnar á alla tekjuhópa.-Dregið úr umfangi samnýtingar skattþrepa með innleiðingu nýs grunnþreps og hækkun skattprósentu miðþreps.Í frumvarpinu segir einnig að þegar skattsbreytingarnar verði komnar að fullu til framkvæmda árið 2021 verði grunnþrepið 5,5 prósentustigum lægra en núverandi grunnþrep og miðþrepið verði einu prósentustigi hærra en núverandi grunnþrep. Þannig verði jöfnunarhlutverki kerfisins viðhaldið í ríkara mæli en verið hefur í gegnum þrepamörk skattkerfisins. Fyrsta skattþrepið nær til 0-354.379 króna tekna. Annað nær til 989.283 króna tekna og það þriðja nær til allra tekna sem eru hærri. Viðmiðunarfjárhæðir tekjuskattkerfisins, eða þrepin sjálf, munu hækka meira um hver áramót en nú tíðkast og munu taka mið af bæði verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Einnig stendur til að lækka tryggingagjaldið um 0,25 prósentustig en hefur þegar verið lækkað um 0,25 prósentustig og var það gert í byrjun þessa árs. Um áramót hefur tryggingagjald því verið lækkað frá árinu 2013, úr 7,69 prósent í 6,35 prósent og er lækkunum þessum ætlað að styðja við atvinnusköpun og rekstrargrundvöll fyrirtækja.Nýir grænir skattar Ríkisstjórnin ætlar einnig að leggja á nýja græna skatta og eru það sögð mikilvæg skref í þágu loftlagsmála. Urðun úrgangs og flúoraðar gróðurhúsalofttegundir verða skattlagðar en sambærilegir skattar eru sagðir hafa verið í gildi um árabil í nágrannaríkjum Íslands og þar hafi þeir skilað góðum árangri. Áætlað er að skatturinn á urðun úrgangs muni nema um sex þúsund krónum fyrir fjögurra manna heimili á næsta ári. Nánar um fjárlagafrumvarpið í vaktinni hér að neðan.
Ríkisstjórnin ætlar að lækka tekjuskatt einstaklinga hraðar en áður hafði verið áætlað. Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár nú í morgun og kom þar fram í máli hans að með lækkun tekjuskatts myndu ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmar 120 þúsund krónur á ári. Alls muni lækkanirnar auka ráðstöfunartekjur heimila Íslands um 21 milljarð króna. Það samsvarar um tíu prósentum af tekjum ríkisins af tekjuskatti einstaklinga og í kynningu fjármálaráðuneytisins segir að um þessum breytingum sé ætlað að styðja við heimilin þegar hægir á atvinnulífinu.Klippa: Breytingar tekjuskatts útskýrðar - Fjárlög 2020 Í fjárlagafrumvarpinu segir að meginatriði skattkerfisbreytinganna séu:-Þriggja þrepa tekjuskattskerfi tekið upp.-Nýtt grunnþrep verður lægra en núverandi grunnþrep en á móti verður nýtt miðþrep lítillega hærra en núverandi grunnþrep.-Skattleysismörkum haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt samhliða innleiðingu nýs þreps, en þau munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls.-Þróun skattleysis- og þrepamarka mun fylgja sömu viðmiðum sem tryggir að sjálfvirk sveiflujöfnun kerfisins dreifist jafnar á alla tekjuhópa.-Dregið úr umfangi samnýtingar skattþrepa með innleiðingu nýs grunnþreps og hækkun skattprósentu miðþreps.Í frumvarpinu segir einnig að þegar skattsbreytingarnar verði komnar að fullu til framkvæmda árið 2021 verði grunnþrepið 5,5 prósentustigum lægra en núverandi grunnþrep og miðþrepið verði einu prósentustigi hærra en núverandi grunnþrep. Þannig verði jöfnunarhlutverki kerfisins viðhaldið í ríkara mæli en verið hefur í gegnum þrepamörk skattkerfisins. Fyrsta skattþrepið nær til 0-354.379 króna tekna. Annað nær til 989.283 króna tekna og það þriðja nær til allra tekna sem eru hærri. Viðmiðunarfjárhæðir tekjuskattkerfisins, eða þrepin sjálf, munu hækka meira um hver áramót en nú tíðkast og munu taka mið af bæði verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Einnig stendur til að lækka tryggingagjaldið um 0,25 prósentustig en hefur þegar verið lækkað um 0,25 prósentustig og var það gert í byrjun þessa árs. Um áramót hefur tryggingagjald því verið lækkað frá árinu 2013, úr 7,69 prósent í 6,35 prósent og er lækkunum þessum ætlað að styðja við atvinnusköpun og rekstrargrundvöll fyrirtækja.Nýir grænir skattar Ríkisstjórnin ætlar einnig að leggja á nýja græna skatta og eru það sögð mikilvæg skref í þágu loftlagsmála. Urðun úrgangs og flúoraðar gróðurhúsalofttegundir verða skattlagðar en sambærilegir skattar eru sagðir hafa verið í gildi um árabil í nágrannaríkjum Íslands og þar hafi þeir skilað góðum árangri. Áætlað er að skatturinn á urðun úrgangs muni nema um sex þúsund krónum fyrir fjögurra manna heimili á næsta ári. Nánar um fjárlagafrumvarpið í vaktinni hér að neðan.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Skattar og tollar Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði