Knattspyrnusamband Íslands ætlar að minnast Atla Eðvaldssonar fyrir leikinn á móti Moldóvu á Laugardalsvelli á morgun.
Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, hvatti áhorfendur á leiknum til að mæta snemma og vera komin í sætin sína þegar minningarathöfnin fer fram um Atla.
Ingó veðurguð mun syngja tvö lög og svo strax á eftir verður Atla minnst.
Atli Eðvaldsson féll frá á mánudaginn aðeins 62 ára að aldri, eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein.
Atli átti landsleikjametið þegar hann hætti að spila með landsliðinu og var þá líka sá sem hafði spilað flesta landsleiki sem fyrirliði.
1600 miðar eru eftir á leik Íslands og Moldóvu en sala á haustleikjapakkanum fyrir alla þrjá heimaleiki íslenska liðsins í haust lýkur á hádegi.
Atla verður minnst fyrir leikinn á móti Moldóvu á morgun

Tengdar fréttir

Helgin hans Atla Eðvaldssonar árið 1983 verður seint toppuð
Sex mörk á tveimur dögum og leikirnir voru í þýsku bundesligunni og í undankeppni EM.

Atli tók mig strax undir sinn verndarvæng
Oliver Bierhoff, yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska knattspyrnusambandinu og fyrrverandi landsliðsframherji Þýskalands, fór fögrum orðum um Atla Eðvaldsson.

Íslendingar minnast Atla: „Hafðu þökk fyrir“
Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari.