Grimmur Bjarki Ómarsson tilbúinn fyrir bardaga í Finnlandi Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. september 2019 12:30 Bjarki Ómarsson á æfingu fyrr í vikunni. Mjölnir/Ásgeir Marteinsson. Bjarki Ómarsson berst MMA bardaga í Finnlandi í dag. Bjarki er tilbúinn fyrir hörku bardaga á heimavelli andstæðingsins. Mjölnismaðurinn Bjarki Ómarsson (1-1 sem atvinnumaður) er einn efnilegasti bardagamaður okkar Íslendinga. Eftir 11 áhugamannabardaga tók hann sinn fyrsta atvinnubardaga í desember 2017. Þá átti hann frábæra frammistöðu gegn sterkum andstæðingi en síðan þá hefur hann glímt við meiðsli og tapaði illa síðast þegar hann barðist. Nú fær Bjarki tækifæri á að minna á sig en hann berst á CAGE MMA bardagakvöldinu í Finnlandi í dag kl. 15:00. Bjarki mætir hinum finnska Joel Arolainen (1-0 sem atvinnumaður) í 66 kg fjaðurvigt. Arolainen er nokkuð efnilegur bardagamaður en hann nældi sér í silfur á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA árið 2017. Þá barðist hann fimm bardaga á jafn mörgum dögum en tapaði úrslitabardaganum með minnsta mögulega mun. Það er því ljóst að Arolainen er hörku andstæðingur. Bjarki er staðráðinn í að gera betur en síðast og segist ætla að koma grimmur til leiks. „Ég er grimmari núna að keppa. Ég horfi ekki eins mikið á þetta sem bara íþrótt núna heldur alvöru bardaga, þetta er fight! Við erum að fara að slást og ég er bara að fara að rústa honum,“ sagði Bjarki við MMA Fréttir um bardagann. Bjarki hélt til Finnlands á fimmtudag ásamt Hrólfi Ólafssyni og Valentin Fels en þeir verða í horninu hjá honum í bardaganum. Bjarki er meira en tilbúinn í bardagann. „Ég er mjög tilbúinn í þetta eftir góðar æfingabúðir. Niðurskurðurinn gekk mjög vel og var auðveldur. Ég ætla bara að klára þetta, það er bara þannig.“ Bjarki er í fyrsta bardaga kvöldsins á CAGE 48 bardagakvöldinu en nánari upplýsingar um tímasetningu bardagans og streymi má finna hér. MMA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Bjarki Ómarsson berst MMA bardaga í Finnlandi í dag. Bjarki er tilbúinn fyrir hörku bardaga á heimavelli andstæðingsins. Mjölnismaðurinn Bjarki Ómarsson (1-1 sem atvinnumaður) er einn efnilegasti bardagamaður okkar Íslendinga. Eftir 11 áhugamannabardaga tók hann sinn fyrsta atvinnubardaga í desember 2017. Þá átti hann frábæra frammistöðu gegn sterkum andstæðingi en síðan þá hefur hann glímt við meiðsli og tapaði illa síðast þegar hann barðist. Nú fær Bjarki tækifæri á að minna á sig en hann berst á CAGE MMA bardagakvöldinu í Finnlandi í dag kl. 15:00. Bjarki mætir hinum finnska Joel Arolainen (1-0 sem atvinnumaður) í 66 kg fjaðurvigt. Arolainen er nokkuð efnilegur bardagamaður en hann nældi sér í silfur á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA árið 2017. Þá barðist hann fimm bardaga á jafn mörgum dögum en tapaði úrslitabardaganum með minnsta mögulega mun. Það er því ljóst að Arolainen er hörku andstæðingur. Bjarki er staðráðinn í að gera betur en síðast og segist ætla að koma grimmur til leiks. „Ég er grimmari núna að keppa. Ég horfi ekki eins mikið á þetta sem bara íþrótt núna heldur alvöru bardaga, þetta er fight! Við erum að fara að slást og ég er bara að fara að rústa honum,“ sagði Bjarki við MMA Fréttir um bardagann. Bjarki hélt til Finnlands á fimmtudag ásamt Hrólfi Ólafssyni og Valentin Fels en þeir verða í horninu hjá honum í bardaganum. Bjarki er meira en tilbúinn í bardagann. „Ég er mjög tilbúinn í þetta eftir góðar æfingabúðir. Niðurskurðurinn gekk mjög vel og var auðveldur. Ég ætla bara að klára þetta, það er bara þannig.“ Bjarki er í fyrsta bardaga kvöldsins á CAGE 48 bardagakvöldinu en nánari upplýsingar um tímasetningu bardagans og streymi má finna hér.
MMA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum