Fjöldi öryrkja tvöfaldast: Stór ástæða kulnun og streita Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. september 2019 19:30 Fjöldi öryrkja hefur ríflega tvöfaldast frá aldamótum. Fjöldi öryrkja hefur ríflega tvöfaldast frá aldamótum og bregðast gæti þurft við með aðgerðum í ríkisfjármálum haldi þróunin áfram með sama hætti. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir streitu og kulnun á vinnumarkaði stóra ástæðu og telur að stytta þurfi vinnuvikuna. Umdeilt frumvarp um starfsgetumat verður líklega lagt fram í vor. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að útgjöld til öryrkja og málefna fatlaðs fólks aukast um 3,4 milljarða króna milli ára og er það meðal annars sagt skýrast af fjölgun örorkulífeyrisþega. Vísað er til þess að bæði öryrkjum og ellilífeyrisþegum hafi fjölgað og bætur hækkað. Haldi þróunin áfram með sama hætti þurfi að óbreyttu að fjármagna það með skattheimtu eða lækkun framlaga til annarra mála. Samkvæmt tölum Tryggingastofnunar hefur fjöldi öryrkja tvöfaldast frá aldamótum og taldi hópurinn tæplega 22 þúsund manns í janúar. Þar af um átta þúsund manns vegna geðraskana og hefur sá fjöldi ríflega tvöfaldast á sama tíma. Formaður velferðarnefndar Alþingis telur skorta forvarnir. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. „Það þarf að minnka álag og streitu í lífi fólks. Mikið af þessari aukningu er bara fólk sem er í kulnun vegna þessa vinnumarkaðar. Við þurufm að skoða það að stytta vinnuvikuna," segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar. Frumvarp sem felur í sér umfangsmiklar breytingar á almennatryggingakerfinu er í vinnslu í velferðarráðuneytinu en samkvæmt því stendur til að taka upp starfsgetumat í stað örorkumats. „Mér skilst að það eigi að koma í vor. Ég veit að fólk er ekki sátt, Öryrkjabandalagið er ekki sátt við þessa nálgun," segir Halldóra. Öryrkjabandalagið hefur gagnrýnt frumvarpið harðlega og bent á að starfsgetumat hafi reynst mörgum öryrkjum erlendis illa. Vinnumarkaðurinn hafi ekki fylgt með störf fyrir fólk með skerta starfsgetu. Halldóra segir að fyrsta skrefið ætti að vera að afnema krónu á móti krónu skerðingu. „Það er skref í átt að því að auka þetta nauðsynlega traust sem þarf til þess að öryrkjar og fleiri geti treyst því að starfsgetumatið verði þeim í hag en ekki bara til að spara einhvern pening fyrir ríkið," segir Halldóra. Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fjöldi öryrkja hefur ríflega tvöfaldast frá aldamótum og bregðast gæti þurft við með aðgerðum í ríkisfjármálum haldi þróunin áfram með sama hætti. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir streitu og kulnun á vinnumarkaði stóra ástæðu og telur að stytta þurfi vinnuvikuna. Umdeilt frumvarp um starfsgetumat verður líklega lagt fram í vor. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að útgjöld til öryrkja og málefna fatlaðs fólks aukast um 3,4 milljarða króna milli ára og er það meðal annars sagt skýrast af fjölgun örorkulífeyrisþega. Vísað er til þess að bæði öryrkjum og ellilífeyrisþegum hafi fjölgað og bætur hækkað. Haldi þróunin áfram með sama hætti þurfi að óbreyttu að fjármagna það með skattheimtu eða lækkun framlaga til annarra mála. Samkvæmt tölum Tryggingastofnunar hefur fjöldi öryrkja tvöfaldast frá aldamótum og taldi hópurinn tæplega 22 þúsund manns í janúar. Þar af um átta þúsund manns vegna geðraskana og hefur sá fjöldi ríflega tvöfaldast á sama tíma. Formaður velferðarnefndar Alþingis telur skorta forvarnir. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. „Það þarf að minnka álag og streitu í lífi fólks. Mikið af þessari aukningu er bara fólk sem er í kulnun vegna þessa vinnumarkaðar. Við þurufm að skoða það að stytta vinnuvikuna," segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar. Frumvarp sem felur í sér umfangsmiklar breytingar á almennatryggingakerfinu er í vinnslu í velferðarráðuneytinu en samkvæmt því stendur til að taka upp starfsgetumat í stað örorkumats. „Mér skilst að það eigi að koma í vor. Ég veit að fólk er ekki sátt, Öryrkjabandalagið er ekki sátt við þessa nálgun," segir Halldóra. Öryrkjabandalagið hefur gagnrýnt frumvarpið harðlega og bent á að starfsgetumat hafi reynst mörgum öryrkjum erlendis illa. Vinnumarkaðurinn hafi ekki fylgt með störf fyrir fólk með skerta starfsgetu. Halldóra segir að fyrsta skrefið ætti að vera að afnema krónu á móti krónu skerðingu. „Það er skref í átt að því að auka þetta nauðsynlega traust sem þarf til þess að öryrkjar og fleiri geti treyst því að starfsgetumatið verði þeim í hag en ekki bara til að spara einhvern pening fyrir ríkið," segir Halldóra.
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira