Bólginn og marinn en kominn heim til sín Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. september 2019 14:12 Frá smábátahöfninni í Keflavík þar sem maðurinn stakk sér til sunds í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnesja segir að björgunarsveitarmaðurinn sem varð fyrir árás manns sem hann bjargaði upp úr sjónum við Grófina í Keflavík í gærkvöldi sé á batavegi. Atvik í líkingu við þetta hefur aldrei komið á borð formannsins á nær þrjátíu ára ferli hans í björgunarstarfi. Málið hefur vakið mikla athygli í dag en maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, stakk sér til sunds þegar flugeldasýning Ljósanætur fór fram í gærkvöldi. Björgunarbátur var ræstur út og björgunarmenn drógu manninn, sem var þá hætt kominn, upp í bátinn. Við þetta reiddist maðurinn og byrjað að lemja björgunarsveitarmanninn sem hífði hann upp í bátinn. Ákveðið var að flytja björgunarsveitarmanninn til Reykjavíkur eftir skoðun í Keflavík. Haraldur Haraldsson formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnesja segir það hafa verið gert sökum eðlis áverkanna sem hann hlaut. „En sem betur fer varð hann ekki fyrir neinum varanlegum skaða. En hann er bólginn og marinn í andliti, brjóstkassa, kvið og nára. En hann er heima og hefur það ágætt í dag. Þetta virðist vera betra heldur en á horfðist í gær.“Árásarmaðurinn þurfti einnig aðhlynningu Árásarmaðurinn stakk sér til sunds fljótlega eftir að fyrstu flugeldum var skotið upp klukkan 22:30. Nokkrir björgunarmenn fóru í kjölfarið á eftir honum út á björgunarbát. „Þeir þurftu að fara úr bátnum til að bjarga manninum og svo byrjar þarna ákveðin atburðarás sem verður til þess að þegar er búið að bjarga honum verður hann svona æstur,“ segir Haraldur.Frá flugeldasýningu Ljósanætur í Reykjanesbæ fyrir nokkrum árum. Flugeldasýningin var nýbyrjuð í gærkvöldi þegar atburðarásin hófst.Mynd/VísirSjálfur var Haraldur, sem starfar hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli, á næturvakt þegar málið kom upp og var því ekki á staðnum. Hann þakkar viðbragðsaðilum úr röðum lögreglunnar á Suðurnesjum, brunavörnum Suðurnesja og björgunarsveitanna fyrir skjót viðbrögð og góða samvinnu. „Svo má ekki gleyma stráknum sem stakk sér til sunds. Hann þurfti auðvitað að fá sína hjálp líka. Þeir þurftu báðir á aðhlynningu að halda eftir þetta.“Hefur eitthvað þessu líkt komið fyrir áður í þínum störfum?„Ekki neitt þessu líkt, aldrei. Ekki svo ég muni eftir, og er nú búinn að starfa hjá björgunarsveitum í nær þrjátíu ár. En ég vona að þetta sé auðvitað algjört einsdæmi.“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið nú til rannsóknar. Ekki var frekari upplýsingar að fá hjá embættinu um líðan árásarmannsins eða stöðu rannsóknarinnar nú á þriðja tímanum. Björgunarsveitir Reykjanesbær Tengdar fréttir Réðst á björgunarsveitarmanninn sem bjargaði lífi hans Björgunarsveitarmenn björguðu manni sem hafði stungið sér til sunds í smábátahöfninni í Keflavík þegar flugeldasýning Ljósanætur fór fram í gærkvöldi. 8. september 2019 07:50 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnesja segir að björgunarsveitarmaðurinn sem varð fyrir árás manns sem hann bjargaði upp úr sjónum við Grófina í Keflavík í gærkvöldi sé á batavegi. Atvik í líkingu við þetta hefur aldrei komið á borð formannsins á nær þrjátíu ára ferli hans í björgunarstarfi. Málið hefur vakið mikla athygli í dag en maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, stakk sér til sunds þegar flugeldasýning Ljósanætur fór fram í gærkvöldi. Björgunarbátur var ræstur út og björgunarmenn drógu manninn, sem var þá hætt kominn, upp í bátinn. Við þetta reiddist maðurinn og byrjað að lemja björgunarsveitarmanninn sem hífði hann upp í bátinn. Ákveðið var að flytja björgunarsveitarmanninn til Reykjavíkur eftir skoðun í Keflavík. Haraldur Haraldsson formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnesja segir það hafa verið gert sökum eðlis áverkanna sem hann hlaut. „En sem betur fer varð hann ekki fyrir neinum varanlegum skaða. En hann er bólginn og marinn í andliti, brjóstkassa, kvið og nára. En hann er heima og hefur það ágætt í dag. Þetta virðist vera betra heldur en á horfðist í gær.“Árásarmaðurinn þurfti einnig aðhlynningu Árásarmaðurinn stakk sér til sunds fljótlega eftir að fyrstu flugeldum var skotið upp klukkan 22:30. Nokkrir björgunarmenn fóru í kjölfarið á eftir honum út á björgunarbát. „Þeir þurftu að fara úr bátnum til að bjarga manninum og svo byrjar þarna ákveðin atburðarás sem verður til þess að þegar er búið að bjarga honum verður hann svona æstur,“ segir Haraldur.Frá flugeldasýningu Ljósanætur í Reykjanesbæ fyrir nokkrum árum. Flugeldasýningin var nýbyrjuð í gærkvöldi þegar atburðarásin hófst.Mynd/VísirSjálfur var Haraldur, sem starfar hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli, á næturvakt þegar málið kom upp og var því ekki á staðnum. Hann þakkar viðbragðsaðilum úr röðum lögreglunnar á Suðurnesjum, brunavörnum Suðurnesja og björgunarsveitanna fyrir skjót viðbrögð og góða samvinnu. „Svo má ekki gleyma stráknum sem stakk sér til sunds. Hann þurfti auðvitað að fá sína hjálp líka. Þeir þurftu báðir á aðhlynningu að halda eftir þetta.“Hefur eitthvað þessu líkt komið fyrir áður í þínum störfum?„Ekki neitt þessu líkt, aldrei. Ekki svo ég muni eftir, og er nú búinn að starfa hjá björgunarsveitum í nær þrjátíu ár. En ég vona að þetta sé auðvitað algjört einsdæmi.“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið nú til rannsóknar. Ekki var frekari upplýsingar að fá hjá embættinu um líðan árásarmannsins eða stöðu rannsóknarinnar nú á þriðja tímanum.
Björgunarsveitir Reykjanesbær Tengdar fréttir Réðst á björgunarsveitarmanninn sem bjargaði lífi hans Björgunarsveitarmenn björguðu manni sem hafði stungið sér til sunds í smábátahöfninni í Keflavík þegar flugeldasýning Ljósanætur fór fram í gærkvöldi. 8. september 2019 07:50 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Réðst á björgunarsveitarmanninn sem bjargaði lífi hans Björgunarsveitarmenn björguðu manni sem hafði stungið sér til sunds í smábátahöfninni í Keflavík þegar flugeldasýning Ljósanætur fór fram í gærkvöldi. 8. september 2019 07:50