Sandra María Jessen skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu þegar Bayer Leverkusen vann 1-2 sigur á Bourssia Mönchengladbach í 2. umferð þýsku bikarkeppninnar í dag.
Sandra María jafnaði í 1-1 á lokamínútu fyrri hálfleiks. Milena Nikolic frá Bosníu skoraði svo sigurmark Leverkusen í uppbótartíma.
Þetta var annað mark Söndru Maríu fyrir Leverkusen síðan kom til liðsins í janúar. Hún skoraði eitt mark í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Sandra María hefur komið við sögu í báðum deildarleikjum Leverkusen það sem af er þessu tímabili.
Akureyringurinn lék áður með Leverkusen tímabilið 2015-16.
