Skora á stjórnvöld að hætta að urða sorp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2019 10:05 Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, er talsmaður átaksins. fréttablaðið/eyþór Hleypt hefur verið af stokkunum átakinu Hættum að urða - finnum lausnir en með átakinu er kastljósinu beint að ókostum urðunar og almenningur hvattur til þess að þrýsta á stjórnvöld um að hætta urðun á sorpi. Átakið verður í gangi út septembermánuð og í lok þess verður áskorun og listi með þeim undirskriftum sem safnast hafa afhentur stjórnvöldum. Í tilkynningu segir að búið sé að opna nýjan vef, finnumlausnir.is, þar sem fólk getur kynnt sér málið og skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að banna urðun sorps. „Hér á landi eru á hverju ári urðuð nálægt 220 þúsund tonn af sorpi. Um er að ræða gríðarlegt vandamál sem Íslendingum ber skylda að finna lausn á og stöðva. Urðun í slíku magni hefur slæm áhrif á jarðgæði og loftgæði og er í eðli sínu slæm nýting á takmörkuðum auðlindum jarðarinnar. Sorp getur verið margar aldir að brotna niður. Á vefnum finnumlausnir.is er að finna margvíslegar upplýsingar um neikvæð áhrif urðunar sorps og mögulegar lausnir á vandamálinu,“ segir í tilkynningu. Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, er talsmaður átaksins og Íslenska gámafélagið leiðir átakið. Með því vill fyrirtækið stuðla að skilvirkari og umhverfisvænni leiðum við endurvinnslu og förgun, þar sem verði hætt að líta á rusl sem úrgang heldur fremur hráefni sem má nýta. Rætt var við Halldóru í Bítinu á Bylgjunni í morgun um átakið og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Í tilkynningu er svo haft eftir henni að ekki sé hægt að finna lausnir nema byrjað sé að leita að þeim. „Fyrsta skrefið er að ákveða að núverandi ástand geti ekki varað lengur. Staðreyndin er að nú þegar eru þær lausnir til staðar sem duga til að stöðva urðun alfarið á skömmum tíma. Við viljum gefa fólki færi á að senda stjórnvöldum skýr skilaboð um að líta beri á sorp sem auðlind, ekki vandamál. Með réttu hugarfari finnum við lausnir sem henta hverju sinni. Og með samstilltu átaki getum við hvatt stjórnvöld til að stöðva urðun.“ Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Hleypt hefur verið af stokkunum átakinu Hættum að urða - finnum lausnir en með átakinu er kastljósinu beint að ókostum urðunar og almenningur hvattur til þess að þrýsta á stjórnvöld um að hætta urðun á sorpi. Átakið verður í gangi út septembermánuð og í lok þess verður áskorun og listi með þeim undirskriftum sem safnast hafa afhentur stjórnvöldum. Í tilkynningu segir að búið sé að opna nýjan vef, finnumlausnir.is, þar sem fólk getur kynnt sér málið og skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að banna urðun sorps. „Hér á landi eru á hverju ári urðuð nálægt 220 þúsund tonn af sorpi. Um er að ræða gríðarlegt vandamál sem Íslendingum ber skylda að finna lausn á og stöðva. Urðun í slíku magni hefur slæm áhrif á jarðgæði og loftgæði og er í eðli sínu slæm nýting á takmörkuðum auðlindum jarðarinnar. Sorp getur verið margar aldir að brotna niður. Á vefnum finnumlausnir.is er að finna margvíslegar upplýsingar um neikvæð áhrif urðunar sorps og mögulegar lausnir á vandamálinu,“ segir í tilkynningu. Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, er talsmaður átaksins og Íslenska gámafélagið leiðir átakið. Með því vill fyrirtækið stuðla að skilvirkari og umhverfisvænni leiðum við endurvinnslu og förgun, þar sem verði hætt að líta á rusl sem úrgang heldur fremur hráefni sem má nýta. Rætt var við Halldóru í Bítinu á Bylgjunni í morgun um átakið og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Í tilkynningu er svo haft eftir henni að ekki sé hægt að finna lausnir nema byrjað sé að leita að þeim. „Fyrsta skrefið er að ákveða að núverandi ástand geti ekki varað lengur. Staðreyndin er að nú þegar eru þær lausnir til staðar sem duga til að stöðva urðun alfarið á skömmum tíma. Við viljum gefa fólki færi á að senda stjórnvöldum skýr skilaboð um að líta beri á sorp sem auðlind, ekki vandamál. Með réttu hugarfari finnum við lausnir sem henta hverju sinni. Og með samstilltu átaki getum við hvatt stjórnvöld til að stöðva urðun.“
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent