Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2019 15:13 Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra Vísir/JóhannK Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. Ástæðan eru ummæli sem Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vefur Morgunblaðsins greindi fyrst frá. Arinbjörn sagði að félagið hefði fengið athugasemdir frá nokkrum lögreglumönnum sem kvörtuðu yfir ógnar- og óttarstjórnun innan embættis ríkislögreglustjóra og talaði einnig um meðvirkni í efstu lögum stjórnenda í því samhengi.Fréttin má sjá hér að neðan.Ásgeir segir ummæli Arinbjörns mjög óviðeigandi. Þetta er eitthvað sem þau hjá ríkislögreglustjóra þekki ekki almennt. „Ég neita þessu alfarið. Þetta er kolrangt og staða sem ég þekki ekki hér,“ segir Ásgeir. „Að væna okkur millistjórnendur um það að taka þátt í ógnarstjórn ríkislögreglustjóra, sem er alveg kolrangt. Ég bara sætti mig ekkert við þetta.“Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.Fréttablaðið/GVAÁsgeir viðurkenndi þó að þekkja til óánægju. „Við vitum náttúrulega að það eru einhverjir örfáir sem eru óánægðir en það endurspeglar ekki allan fjölda starfsmanna hér. Það er alveg á hreinu.“ Unnið sé að því að ná sáttum. „Ég held að það sé í rauninni allt í vinnslu. Ég þekki það ekki nákvæmlega en ég held að það sé í vinnslu á viðeigandi stöðum.“ Ásgeir var spurður að því hvort ekki hefði verið hægt að fara aðra leið en að segja sig úr félaginu eftir að hafa verið hluti af því svo lengi. „Ég gerði þetta að vel hugsuðu máli að gera þetta. Það er mjög óviðeigandi að væna hóp manna um meðvirkni í ógnarstjórnun, sem er rangt. Þess vegna tók ég þessa ákvörðun að mjög vel athugðu máli.“ Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. Ástæðan eru ummæli sem Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vefur Morgunblaðsins greindi fyrst frá. Arinbjörn sagði að félagið hefði fengið athugasemdir frá nokkrum lögreglumönnum sem kvörtuðu yfir ógnar- og óttarstjórnun innan embættis ríkislögreglustjóra og talaði einnig um meðvirkni í efstu lögum stjórnenda í því samhengi.Fréttin má sjá hér að neðan.Ásgeir segir ummæli Arinbjörns mjög óviðeigandi. Þetta er eitthvað sem þau hjá ríkislögreglustjóra þekki ekki almennt. „Ég neita þessu alfarið. Þetta er kolrangt og staða sem ég þekki ekki hér,“ segir Ásgeir. „Að væna okkur millistjórnendur um það að taka þátt í ógnarstjórn ríkislögreglustjóra, sem er alveg kolrangt. Ég bara sætti mig ekkert við þetta.“Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.Fréttablaðið/GVAÁsgeir viðurkenndi þó að þekkja til óánægju. „Við vitum náttúrulega að það eru einhverjir örfáir sem eru óánægðir en það endurspeglar ekki allan fjölda starfsmanna hér. Það er alveg á hreinu.“ Unnið sé að því að ná sáttum. „Ég held að það sé í rauninni allt í vinnslu. Ég þekki það ekki nákvæmlega en ég held að það sé í vinnslu á viðeigandi stöðum.“ Ásgeir var spurður að því hvort ekki hefði verið hægt að fara aðra leið en að segja sig úr félaginu eftir að hafa verið hluti af því svo lengi. „Ég gerði þetta að vel hugsuðu máli að gera þetta. Það er mjög óviðeigandi að væna hóp manna um meðvirkni í ógnarstjórnun, sem er rangt. Þess vegna tók ég þessa ákvörðun að mjög vel athugðu máli.“
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00
Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent