Segir réttaróvissu enn vera til staðar og undirmönnun sé áhyggjuefni Eiður Þór Árnason skrifar 9. september 2019 20:56 Helga Vala segir réttaróvissu enn vera til staðar og að undirmönnun dómstólsins sé áhyggjuefni. vísir/vilhelm Fyrr í dag bárust fregnir af því að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafi ákveðið að taka fyrir Landsréttarmálið svonefnda. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákvörðunina ekki breyta því að réttaróvissa sé enn til staðar vegna fyrri dóms Mannréttindadómstólsins. „Nú lítur greinilega yfirdeildin svo á að málið sé það alvarlegt, enda varðar þetta heilt dómstig í landinu, þannig að núna þá verður þetta bara skoðað hjá yfirdeild þar sem það eru tæplega tuttugu dómarar sem fara yfir þetta. Niðurstaðan liggur þá fyrir eftir tólf til átján mánuði um það bil,“ sagði Helga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Stjórnvöld áfrýjuðu fyrri dómi Mannréttindadómstólsins Mannréttindadómstóllinn dæmdi í mars síðastliðnum að íslenska ríkið hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu vegna skipan fjögurra dómara við Landsrétt. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði skipað fjóra dómara þvert á álit hæfisnefndar. Stjórnvöld áfrýjuðu dómnum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins og í dag ákváðu fimm dómarar í yfirdeild dómstólsins að málið yrði tekið fyrir. Segir réttaróvissu enn vera til staðar Þannig að það er enn þá réttaróvissa? „Já það hefur ekkert breyst. Við erum auðvitað enn þá með undirmannaðan Landsrétt. Það eru tveir dómarar sem féllust á þá beiðni að fara í leyfi, tveir dómarar eru enn þá sem hafa ekki tekið ákvörðun um slíkt,“ sagði Helga jafnframt og sagði þetta vera slæmt fyrir málastöðu Landsréttar. „Rétturinn er undirmannaður hvað tvo varðar og það er auðvitað alveg ferlegt, af því það er þegar kominn dágóður hali, þetta eru sex mánuðir sem að rétturinn hefur ekki verið með fulla virkni.“Sjá einnig: Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Helga vill að áhersla verði lögð á að fullmanna Landsrétt til að draga úr uppsöfnun mála. „Ég held að við þurfum allavega að byrja á því að taka ákvörðun um að fullmanna Landsrétt. Réttaróvissan er hins vegar enn þá til staðar, það er fjöldi mála bæði í Hæstarétti og úti í Strasbourg sem að er verið að fara yfir, í þeim málum sem að þessir fjórir dómarar dæmdu áður.“ Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Samfylkingin Tengdar fréttir Landsréttarmálið fer alla leið til yfirdeildar MDE Landsréttarmálið verður tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta varð niðurstaða fimm dómara í yfirdeild dómstólsins í dag. 9. september 2019 14:59 Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Nýr dómsmálaráðherra fagnar niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu að taka Landsréttarmálið fyrir. 9. september 2019 18:30 Sigríður tekur við af Áslaugu Örnu Þá verður Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, varaformaður þingflokks Sjálfstæðiflokksins. 8. september 2019 22:26 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Fyrr í dag bárust fregnir af því að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafi ákveðið að taka fyrir Landsréttarmálið svonefnda. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákvörðunina ekki breyta því að réttaróvissa sé enn til staðar vegna fyrri dóms Mannréttindadómstólsins. „Nú lítur greinilega yfirdeildin svo á að málið sé það alvarlegt, enda varðar þetta heilt dómstig í landinu, þannig að núna þá verður þetta bara skoðað hjá yfirdeild þar sem það eru tæplega tuttugu dómarar sem fara yfir þetta. Niðurstaðan liggur þá fyrir eftir tólf til átján mánuði um það bil,“ sagði Helga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Stjórnvöld áfrýjuðu fyrri dómi Mannréttindadómstólsins Mannréttindadómstóllinn dæmdi í mars síðastliðnum að íslenska ríkið hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu vegna skipan fjögurra dómara við Landsrétt. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði skipað fjóra dómara þvert á álit hæfisnefndar. Stjórnvöld áfrýjuðu dómnum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins og í dag ákváðu fimm dómarar í yfirdeild dómstólsins að málið yrði tekið fyrir. Segir réttaróvissu enn vera til staðar Þannig að það er enn þá réttaróvissa? „Já það hefur ekkert breyst. Við erum auðvitað enn þá með undirmannaðan Landsrétt. Það eru tveir dómarar sem féllust á þá beiðni að fara í leyfi, tveir dómarar eru enn þá sem hafa ekki tekið ákvörðun um slíkt,“ sagði Helga jafnframt og sagði þetta vera slæmt fyrir málastöðu Landsréttar. „Rétturinn er undirmannaður hvað tvo varðar og það er auðvitað alveg ferlegt, af því það er þegar kominn dágóður hali, þetta eru sex mánuðir sem að rétturinn hefur ekki verið með fulla virkni.“Sjá einnig: Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Helga vill að áhersla verði lögð á að fullmanna Landsrétt til að draga úr uppsöfnun mála. „Ég held að við þurfum allavega að byrja á því að taka ákvörðun um að fullmanna Landsrétt. Réttaróvissan er hins vegar enn þá til staðar, það er fjöldi mála bæði í Hæstarétti og úti í Strasbourg sem að er verið að fara yfir, í þeim málum sem að þessir fjórir dómarar dæmdu áður.“
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Samfylkingin Tengdar fréttir Landsréttarmálið fer alla leið til yfirdeildar MDE Landsréttarmálið verður tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta varð niðurstaða fimm dómara í yfirdeild dómstólsins í dag. 9. september 2019 14:59 Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Nýr dómsmálaráðherra fagnar niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu að taka Landsréttarmálið fyrir. 9. september 2019 18:30 Sigríður tekur við af Áslaugu Örnu Þá verður Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, varaformaður þingflokks Sjálfstæðiflokksins. 8. september 2019 22:26 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Landsréttarmálið fer alla leið til yfirdeildar MDE Landsréttarmálið verður tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta varð niðurstaða fimm dómara í yfirdeild dómstólsins í dag. 9. september 2019 14:59
Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Nýr dómsmálaráðherra fagnar niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu að taka Landsréttarmálið fyrir. 9. september 2019 18:30
Sigríður tekur við af Áslaugu Örnu Þá verður Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, varaformaður þingflokks Sjálfstæðiflokksins. 8. september 2019 22:26