Vargurinn tekjuhæsta samfélagsmiðlastjarnan Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2019 10:01 Veiðimaðurinn Vargurinn, eða Snorri Rafnsson, er sagður vera tekjuhæsti áhrifavaldur síðasta árs. Stefán Hilmarsson Töluverður tekjumunur er innan raða íslenskra áhrifavalda, ef marka má Tekjublað Frjálsrar verslunar. Þannig er Snorri Rafnsson, betur þekktur sem Vargurinn, með næstum því 16-falt hærri tekjur en samfélagsmiðlastjarnan Tanja Ýr Ástþórsdóttir. Samkvæmt Tekjublaðinu hafði Snorri næstum 1,5 milljónir í tekjur á mánuði í fyrra, samaborið við 93 þúsund krónur Tönju Ýrar. Alls tiltekur Tekjublaðið 25 áhrifavalda í útlistun sinni. Næst á eftir Varginum kemur Birgitta Líf Björnsdóttir með 888 þúsund krónur í mánaðartekjur og Camilla Rut Rúnarsdóttir er í þriðja sæti með 710 þúsund á mánuði. Því næsti koma Garðar Viðarsson, sem alla jafna er þekktur sem Gæi, með 532 þúsund á mánuði og grínistinn Hjálmar Örn Jóhannsson með sínar 436 þúsund krónur.Birgitta Líf Björnsdóttir lauk einkaþjálfaranámi frá World Class um mitt síðasta ár.Birgitta LífNeðar á listanum má svo finna tónlistarmanninn Árna Pál Árnason, Herra Hnetusmjör, sem sagður er hafa verið með 369 þúsund krónur í mánaðartekjur. Viðar Skjóldal, hinn svokallaði Enski, fylgir fast á hæla hans með 308 þúsund á mánuði. Áætlaðar tekjur Sunnevu Ýrar Einarsdóttur voru 229 þúsund krónur á mánuði og þá er Alda Karen, sem hefur haldið velsótta fyrirlestra í Hörpu og Laugardalshöll, sögð hafa verið með 206 þúsund krónur á mánuði. Neðst á 25 manna áhrifavaldalista Tekjublaðsins er svo fyrrnefnd Tanja Ýr með 93 þúsund krónur á mánuði. Ingileif Friðriksdóttir, Brynjar Steinn „Binni Glee“ Gylfason og Pálína Axelsdóttir Njarðvík eru jafnframt sögð hafa verið með tekjur í kringum 100 þúsund krónur á mánuði. Tekjublaðið telur nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útvarsskyldar tekjur á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Miðað er við útvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Samfélagsmiðlar Tekjur Tengdar fréttir Óvissudagur með Varginum: Elskar að drepa minka Snorri Rafnsson, sem er vel þekktur innan íslenska veiðiheimsins, tók Kjartan Atla Kjartansson í óvissuferð í Íslandi í dag í gærkvöldi. 8. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Sjá meira
Töluverður tekjumunur er innan raða íslenskra áhrifavalda, ef marka má Tekjublað Frjálsrar verslunar. Þannig er Snorri Rafnsson, betur þekktur sem Vargurinn, með næstum því 16-falt hærri tekjur en samfélagsmiðlastjarnan Tanja Ýr Ástþórsdóttir. Samkvæmt Tekjublaðinu hafði Snorri næstum 1,5 milljónir í tekjur á mánuði í fyrra, samaborið við 93 þúsund krónur Tönju Ýrar. Alls tiltekur Tekjublaðið 25 áhrifavalda í útlistun sinni. Næst á eftir Varginum kemur Birgitta Líf Björnsdóttir með 888 þúsund krónur í mánaðartekjur og Camilla Rut Rúnarsdóttir er í þriðja sæti með 710 þúsund á mánuði. Því næsti koma Garðar Viðarsson, sem alla jafna er þekktur sem Gæi, með 532 þúsund á mánuði og grínistinn Hjálmar Örn Jóhannsson með sínar 436 þúsund krónur.Birgitta Líf Björnsdóttir lauk einkaþjálfaranámi frá World Class um mitt síðasta ár.Birgitta LífNeðar á listanum má svo finna tónlistarmanninn Árna Pál Árnason, Herra Hnetusmjör, sem sagður er hafa verið með 369 þúsund krónur í mánaðartekjur. Viðar Skjóldal, hinn svokallaði Enski, fylgir fast á hæla hans með 308 þúsund á mánuði. Áætlaðar tekjur Sunnevu Ýrar Einarsdóttur voru 229 þúsund krónur á mánuði og þá er Alda Karen, sem hefur haldið velsótta fyrirlestra í Hörpu og Laugardalshöll, sögð hafa verið með 206 þúsund krónur á mánuði. Neðst á 25 manna áhrifavaldalista Tekjublaðsins er svo fyrrnefnd Tanja Ýr með 93 þúsund krónur á mánuði. Ingileif Friðriksdóttir, Brynjar Steinn „Binni Glee“ Gylfason og Pálína Axelsdóttir Njarðvík eru jafnframt sögð hafa verið með tekjur í kringum 100 þúsund krónur á mánuði. Tekjublaðið telur nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útvarsskyldar tekjur á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Miðað er við útvarsstofn samkvæmt álagningarskrá.
Samfélagsmiðlar Tekjur Tengdar fréttir Óvissudagur með Varginum: Elskar að drepa minka Snorri Rafnsson, sem er vel þekktur innan íslenska veiðiheimsins, tók Kjartan Atla Kjartansson í óvissuferð í Íslandi í dag í gærkvöldi. 8. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Sjá meira
Óvissudagur með Varginum: Elskar að drepa minka Snorri Rafnsson, sem er vel þekktur innan íslenska veiðiheimsins, tók Kjartan Atla Kjartansson í óvissuferð í Íslandi í dag í gærkvöldi. 8. febrúar 2018 10:45