Vargurinn tekjuhæsta samfélagsmiðlastjarnan Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2019 10:01 Veiðimaðurinn Vargurinn, eða Snorri Rafnsson, er sagður vera tekjuhæsti áhrifavaldur síðasta árs. Stefán Hilmarsson Töluverður tekjumunur er innan raða íslenskra áhrifavalda, ef marka má Tekjublað Frjálsrar verslunar. Þannig er Snorri Rafnsson, betur þekktur sem Vargurinn, með næstum því 16-falt hærri tekjur en samfélagsmiðlastjarnan Tanja Ýr Ástþórsdóttir. Samkvæmt Tekjublaðinu hafði Snorri næstum 1,5 milljónir í tekjur á mánuði í fyrra, samaborið við 93 þúsund krónur Tönju Ýrar. Alls tiltekur Tekjublaðið 25 áhrifavalda í útlistun sinni. Næst á eftir Varginum kemur Birgitta Líf Björnsdóttir með 888 þúsund krónur í mánaðartekjur og Camilla Rut Rúnarsdóttir er í þriðja sæti með 710 þúsund á mánuði. Því næsti koma Garðar Viðarsson, sem alla jafna er þekktur sem Gæi, með 532 þúsund á mánuði og grínistinn Hjálmar Örn Jóhannsson með sínar 436 þúsund krónur.Birgitta Líf Björnsdóttir lauk einkaþjálfaranámi frá World Class um mitt síðasta ár.Birgitta LífNeðar á listanum má svo finna tónlistarmanninn Árna Pál Árnason, Herra Hnetusmjör, sem sagður er hafa verið með 369 þúsund krónur í mánaðartekjur. Viðar Skjóldal, hinn svokallaði Enski, fylgir fast á hæla hans með 308 þúsund á mánuði. Áætlaðar tekjur Sunnevu Ýrar Einarsdóttur voru 229 þúsund krónur á mánuði og þá er Alda Karen, sem hefur haldið velsótta fyrirlestra í Hörpu og Laugardalshöll, sögð hafa verið með 206 þúsund krónur á mánuði. Neðst á 25 manna áhrifavaldalista Tekjublaðsins er svo fyrrnefnd Tanja Ýr með 93 þúsund krónur á mánuði. Ingileif Friðriksdóttir, Brynjar Steinn „Binni Glee“ Gylfason og Pálína Axelsdóttir Njarðvík eru jafnframt sögð hafa verið með tekjur í kringum 100 þúsund krónur á mánuði. Tekjublaðið telur nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útvarsskyldar tekjur á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Miðað er við útvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Samfélagsmiðlar Tekjur Tengdar fréttir Óvissudagur með Varginum: Elskar að drepa minka Snorri Rafnsson, sem er vel þekktur innan íslenska veiðiheimsins, tók Kjartan Atla Kjartansson í óvissuferð í Íslandi í dag í gærkvöldi. 8. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Töluverður tekjumunur er innan raða íslenskra áhrifavalda, ef marka má Tekjublað Frjálsrar verslunar. Þannig er Snorri Rafnsson, betur þekktur sem Vargurinn, með næstum því 16-falt hærri tekjur en samfélagsmiðlastjarnan Tanja Ýr Ástþórsdóttir. Samkvæmt Tekjublaðinu hafði Snorri næstum 1,5 milljónir í tekjur á mánuði í fyrra, samaborið við 93 þúsund krónur Tönju Ýrar. Alls tiltekur Tekjublaðið 25 áhrifavalda í útlistun sinni. Næst á eftir Varginum kemur Birgitta Líf Björnsdóttir með 888 þúsund krónur í mánaðartekjur og Camilla Rut Rúnarsdóttir er í þriðja sæti með 710 þúsund á mánuði. Því næsti koma Garðar Viðarsson, sem alla jafna er þekktur sem Gæi, með 532 þúsund á mánuði og grínistinn Hjálmar Örn Jóhannsson með sínar 436 þúsund krónur.Birgitta Líf Björnsdóttir lauk einkaþjálfaranámi frá World Class um mitt síðasta ár.Birgitta LífNeðar á listanum má svo finna tónlistarmanninn Árna Pál Árnason, Herra Hnetusmjör, sem sagður er hafa verið með 369 þúsund krónur í mánaðartekjur. Viðar Skjóldal, hinn svokallaði Enski, fylgir fast á hæla hans með 308 þúsund á mánuði. Áætlaðar tekjur Sunnevu Ýrar Einarsdóttur voru 229 þúsund krónur á mánuði og þá er Alda Karen, sem hefur haldið velsótta fyrirlestra í Hörpu og Laugardalshöll, sögð hafa verið með 206 þúsund krónur á mánuði. Neðst á 25 manna áhrifavaldalista Tekjublaðsins er svo fyrrnefnd Tanja Ýr með 93 þúsund krónur á mánuði. Ingileif Friðriksdóttir, Brynjar Steinn „Binni Glee“ Gylfason og Pálína Axelsdóttir Njarðvík eru jafnframt sögð hafa verið með tekjur í kringum 100 þúsund krónur á mánuði. Tekjublaðið telur nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útvarsskyldar tekjur á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Miðað er við útvarsstofn samkvæmt álagningarskrá.
Samfélagsmiðlar Tekjur Tengdar fréttir Óvissudagur með Varginum: Elskar að drepa minka Snorri Rafnsson, sem er vel þekktur innan íslenska veiðiheimsins, tók Kjartan Atla Kjartansson í óvissuferð í Íslandi í dag í gærkvöldi. 8. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Óvissudagur með Varginum: Elskar að drepa minka Snorri Rafnsson, sem er vel þekktur innan íslenska veiðiheimsins, tók Kjartan Atla Kjartansson í óvissuferð í Íslandi í dag í gærkvöldi. 8. febrúar 2018 10:45