Kolbeinn: Var á leiðinni til Svíþjóðar en þegar þetta kom upp gat ég ekki sagt nei Anton Ingi Leifsson skrifar 20. ágúst 2019 12:45 Kolbeinn í leik með Fylki í sumar. vísir/bára Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson segist ekki geta verið sáttari en hann skrifaði í dag undir samning við þýska stórveldið Dortmund. Fylkismaðurinn kemur til liðsins frá Brentford en þar hafði hann aðallega leikið með B-liði félagsins. Kolbeinn, sem var á láni hjá Fylki í sumar, var ánægður er Vísir heyrði í honum í morgun. „Tilfinningin er ótrúlega góð og ég gæti ekki verið sáttir,“ sagði Kolbeinn er hann greip símann á ferð og flugi með föður sínum, Finni Kolbeinssyni, fyrrum leikmanni Fylkis. Sögusagnir fóru á kreik í síðustu viku um að Kolbeinn væri mögulega á leið til Dortmundar en það var vefmiðillinn 433.is sem greindi fyrst frá þessu. Hinn hárprúði Kolbeinn segir að þetta hafi komið upp í síðustu viku og eftir það hafi þetta aldrei verið spurning hvað hann myndi vilja gera. „Ég heyrði af einhverjum áhuga og þjálfarinn í varaliðinu hjá þeim hafði áhuga. Ég bjóst ekki við því að það myndi eitthvað verða úr þessu en fyrir nokkrum dögum náðu liði saman og ég þurfti að ákveða mig.“Kolbeinn ásamt þjálfara varaliðs Dortmund.vísir/mynd/dortmund„Á undan þessu var ég á leiðinni til Svíþjóðar en þegar þetta kom upp þá gat ég ekki sagt nei við þessu,“ en var áhugi frá fleiri löndum en Svíþjóð? „Nei. Það var í rauninni bara smá áhugi en ekkert alvöru. Það var bara þetta eina lið í Svíþjóð.“ Kolbeinn segir að það verði gott stökk að fara frá ensku varaliði í það að spila með varaliði Dortmund í Þýskalandi sem og berjast um að komast í hópinn hjá einu stærsta liði Þýskalands. „Það er svolítið ótrúlegt en ég hef trú á sjálfum mér og líst vel á þetta. Ég held að mér muni ganga mjög vel.“ Kolbeinn spilaði eins og áður segir með Fylki í sumar og fer því úr því að æfa og spila í Árbænum í að æfa í kringum stórstjörnur Dortmund á hverjum degi. „Já, þetta er dálítið óraunverulegt en þetta verður bara gaman.“ Þýski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn Birgir til Dortmund Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn í raðir Dortmund en hann kemur til félagsins frá Brentford. Enska félagið staðfesti söluna í morgun. 20. ágúst 2019 08:14 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson segist ekki geta verið sáttari en hann skrifaði í dag undir samning við þýska stórveldið Dortmund. Fylkismaðurinn kemur til liðsins frá Brentford en þar hafði hann aðallega leikið með B-liði félagsins. Kolbeinn, sem var á láni hjá Fylki í sumar, var ánægður er Vísir heyrði í honum í morgun. „Tilfinningin er ótrúlega góð og ég gæti ekki verið sáttir,“ sagði Kolbeinn er hann greip símann á ferð og flugi með föður sínum, Finni Kolbeinssyni, fyrrum leikmanni Fylkis. Sögusagnir fóru á kreik í síðustu viku um að Kolbeinn væri mögulega á leið til Dortmundar en það var vefmiðillinn 433.is sem greindi fyrst frá þessu. Hinn hárprúði Kolbeinn segir að þetta hafi komið upp í síðustu viku og eftir það hafi þetta aldrei verið spurning hvað hann myndi vilja gera. „Ég heyrði af einhverjum áhuga og þjálfarinn í varaliðinu hjá þeim hafði áhuga. Ég bjóst ekki við því að það myndi eitthvað verða úr þessu en fyrir nokkrum dögum náðu liði saman og ég þurfti að ákveða mig.“Kolbeinn ásamt þjálfara varaliðs Dortmund.vísir/mynd/dortmund„Á undan þessu var ég á leiðinni til Svíþjóðar en þegar þetta kom upp þá gat ég ekki sagt nei við þessu,“ en var áhugi frá fleiri löndum en Svíþjóð? „Nei. Það var í rauninni bara smá áhugi en ekkert alvöru. Það var bara þetta eina lið í Svíþjóð.“ Kolbeinn segir að það verði gott stökk að fara frá ensku varaliði í það að spila með varaliði Dortmund í Þýskalandi sem og berjast um að komast í hópinn hjá einu stærsta liði Þýskalands. „Það er svolítið ótrúlegt en ég hef trú á sjálfum mér og líst vel á þetta. Ég held að mér muni ganga mjög vel.“ Kolbeinn spilaði eins og áður segir með Fylki í sumar og fer því úr því að æfa og spila í Árbænum í að æfa í kringum stórstjörnur Dortmund á hverjum degi. „Já, þetta er dálítið óraunverulegt en þetta verður bara gaman.“
Þýski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn Birgir til Dortmund Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn í raðir Dortmund en hann kemur til félagsins frá Brentford. Enska félagið staðfesti söluna í morgun. 20. ágúst 2019 08:14 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Sjá meira
Kolbeinn Birgir til Dortmund Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn í raðir Dortmund en hann kemur til félagsins frá Brentford. Enska félagið staðfesti söluna í morgun. 20. ágúst 2019 08:14