Enginn á vaktinni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Nýlega rakst ég á mann sem rekur lítið fyrirtæki með nokkra starfsmenn í hefðbundnum rekstri. Fyrirtækið er eitt af þeim fjölmörgu litlu og meðalstóru fyrirtækjum sem saman mynda undirstöðu íslenska hagkerfisins. Hann er með allt undir og veit mætavel að fyrirtækjarekstur er engin ávísun á ævintýralegan hagnað. Það gengur ágætlega þessa dagana en gangurinn er hins vegar beintengdur vinnuframlaginu. Vinnudagarnir eru langir og reksturinn er enn efst í huga þegar heim er komið. Því er ekki að undra að það hafi fokið í hann þegar hann tók stutta pásu frá erfiðisvinnu í vöruhúsinu og las frétt um launaþróun hjá hinu opinbera. Þá höfðu fjölmiðlar greint frá nýjum tölum Hagstofunnar sem sýndu að heildarlaun á almennum vinnumarkaði árið 2018 hefðu verið að meðaltali 729 þúsund krónur á mánuði árið 2018 en heildarlaun ríkisstarfsmanna 818 þúsund krónur. Bilið hefur breikkað á síðustu árum. Kannski ein skýringin sé sú að fámennar ríkisstofnanir með enn færri verkefni hafa gert flesta starfsmenn sína að verkefnastjórum til að hækka þá um launaflokk. Í þessum mánuði bárust honum síðan fréttir af launum aðstoðarmanns borgarstjóra og launahækkunum ríkisforstjóranna. Almennir launþegar og eigendur lítilla fyrirtækja eiga að vera orðnir vanir því að fá blautar tuskur í andlitið með reglulegu millibili og þegar launaþróunin er með þessum hætti hljóta sumir að spyrja sig hvers vegna þeir finni sér ekki bara þægilegt starf hjá hinu opinbera. Allir sem unnið hafa bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði þekkja eðlismuninn á þessum störfum þótt finna megi undantekningar frá reglunni hjá einstaka stofnunum. Fjármálaráðherra var nýlega inntur eftir skoðun sinni á launahækkunum ríkisforstjóra. Sagði hann að sumir forstjórar ríkisstofnana væru á pari við almenna markaðinn en í sumum tilfellum væru menn eitthvað yfir og þá þyrfti að skoða hvort gild rök væru fyrir því. „Því eru í raun stjórnir einstakra fyrirtækja ábyrgar fyrir,“ sagði ráðherra. Það er sem sagt enginn á vaktinni. Ákvarðanir um launakjör æðstu stjórnenda ríkisins eru teknar af andlitslausum stjórnarmönnum og launaþróun hjá hinu opinbera er á sjálfstýringu. Þetta eru letjandi staðreyndir fyrir almenna launþega og atvinnurekendur sem eru með kerfið á herðum sér. En þeir geta kannski huggað sig við 0,5 prósenta lækkun tryggingagjalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Sjá meira
Nýlega rakst ég á mann sem rekur lítið fyrirtæki með nokkra starfsmenn í hefðbundnum rekstri. Fyrirtækið er eitt af þeim fjölmörgu litlu og meðalstóru fyrirtækjum sem saman mynda undirstöðu íslenska hagkerfisins. Hann er með allt undir og veit mætavel að fyrirtækjarekstur er engin ávísun á ævintýralegan hagnað. Það gengur ágætlega þessa dagana en gangurinn er hins vegar beintengdur vinnuframlaginu. Vinnudagarnir eru langir og reksturinn er enn efst í huga þegar heim er komið. Því er ekki að undra að það hafi fokið í hann þegar hann tók stutta pásu frá erfiðisvinnu í vöruhúsinu og las frétt um launaþróun hjá hinu opinbera. Þá höfðu fjölmiðlar greint frá nýjum tölum Hagstofunnar sem sýndu að heildarlaun á almennum vinnumarkaði árið 2018 hefðu verið að meðaltali 729 þúsund krónur á mánuði árið 2018 en heildarlaun ríkisstarfsmanna 818 þúsund krónur. Bilið hefur breikkað á síðustu árum. Kannski ein skýringin sé sú að fámennar ríkisstofnanir með enn færri verkefni hafa gert flesta starfsmenn sína að verkefnastjórum til að hækka þá um launaflokk. Í þessum mánuði bárust honum síðan fréttir af launum aðstoðarmanns borgarstjóra og launahækkunum ríkisforstjóranna. Almennir launþegar og eigendur lítilla fyrirtækja eiga að vera orðnir vanir því að fá blautar tuskur í andlitið með reglulegu millibili og þegar launaþróunin er með þessum hætti hljóta sumir að spyrja sig hvers vegna þeir finni sér ekki bara þægilegt starf hjá hinu opinbera. Allir sem unnið hafa bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði þekkja eðlismuninn á þessum störfum þótt finna megi undantekningar frá reglunni hjá einstaka stofnunum. Fjármálaráðherra var nýlega inntur eftir skoðun sinni á launahækkunum ríkisforstjóra. Sagði hann að sumir forstjórar ríkisstofnana væru á pari við almenna markaðinn en í sumum tilfellum væru menn eitthvað yfir og þá þyrfti að skoða hvort gild rök væru fyrir því. „Því eru í raun stjórnir einstakra fyrirtækja ábyrgar fyrir,“ sagði ráðherra. Það er sem sagt enginn á vaktinni. Ákvarðanir um launakjör æðstu stjórnenda ríkisins eru teknar af andlitslausum stjórnarmönnum og launaþróun hjá hinu opinbera er á sjálfstýringu. Þetta eru letjandi staðreyndir fyrir almenna launþega og atvinnurekendur sem eru með kerfið á herðum sér. En þeir geta kannski huggað sig við 0,5 prósenta lækkun tryggingagjalds.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun