Íslandsvinurinn Jim Ratcliffe kom yfirtökunni á Nice í gegnum kerfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 12:00 Auðvitað eru Íslandstengingar í nýja félagið hans Jim Ratcliffe. Getty/Matthew Lloyd Þriðji ríkasti maður Bretland hefur nú formlega bætt við einu fótboltafélagi á langan eignalista sinn. Jim Ratcliffe keypti franska 1. deildarliðið Nice fyrr á þessu ári og nú hefur franska samkeppniseftirlitið gefið grænt ljós á kaupin. Ratcliffe borgaði 100 milljónir evra fyrir Nice eða meira en 13,8 milljarða íslenskra króna.British billionaire Jim Ratcliffe's takeover of French Ligue 1 side Nice has been given the all clear by the country's competition authority. Full story: https://t.co/SbjpVVY6kNpic.twitter.com/gqdeZAD9hv — BBC Sport (@BBCSport) August 21, 2019 Jim Ratcliffe er stóreignamaður á Íslandi en hann hefur á síðustu árum eignast fjölda jarða og lóða á Norðausturlandi. Einn Íslendingur hefur spilað með Nice en það gerði Albert Guðmundsson snemma á sjötta áratugnum. Albert spilaði með Nice tímabilið 1952-53 en snéri svo heim til Íslands í framhaldinu þar sem hann endaði ferilinn. Íslendingar eiga líka mjög góðar minningar frá Nice og þá sérstaklega frá heimavelli félagsins, Allianz Riviera. Það var einmitt á þessum velli sem íslenska landsliðið sló það enska út úr sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 27. júní 2016. Þetta er ekki fyrsta fótboltafélagið í eigu Ratcliffe því þessi 66 ára Breti á einnig svissneska 2. deildarliðið Lausanne sem hann eignaðist árið 2017. Knattspyrnustjóri Jim Ratcliffe hjá Nice er Patrick Vieira, fyrrum leikmaður Arsenal og franska landsliðsins. Nice hefur byrjað tímabilið vel og er með fullt hús eftir tvær umferðir. Jim Ratcliffe stofnaði efnavinnslufyrirtækið Ineos og er metinn á 18,15 milljarða punda eða 2755 milljarða íslenskra króna. Hann er mikill íþróttáhugamaður því hann tók yfir hjólreiðaliðið Team Sky í maí og hefur einnig sett 110 milljónir punda í breska siglingaliðið í Ameríkubikarnum. Jim Ratcliffe segist vera mikill stuðningsmaður Manchester United en hann hefur einnig sýnt því áhuga að kaupa Chelsea af Roman Abramovich. Ekkert hefur þó orðið að því ennþá að hann eignist knattspyrnufélag í sínu eigin landi. Bretland Frakkland Franski boltinn Íslandsvinir Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Þriðji ríkasti maður Bretland hefur nú formlega bætt við einu fótboltafélagi á langan eignalista sinn. Jim Ratcliffe keypti franska 1. deildarliðið Nice fyrr á þessu ári og nú hefur franska samkeppniseftirlitið gefið grænt ljós á kaupin. Ratcliffe borgaði 100 milljónir evra fyrir Nice eða meira en 13,8 milljarða íslenskra króna.British billionaire Jim Ratcliffe's takeover of French Ligue 1 side Nice has been given the all clear by the country's competition authority. Full story: https://t.co/SbjpVVY6kNpic.twitter.com/gqdeZAD9hv — BBC Sport (@BBCSport) August 21, 2019 Jim Ratcliffe er stóreignamaður á Íslandi en hann hefur á síðustu árum eignast fjölda jarða og lóða á Norðausturlandi. Einn Íslendingur hefur spilað með Nice en það gerði Albert Guðmundsson snemma á sjötta áratugnum. Albert spilaði með Nice tímabilið 1952-53 en snéri svo heim til Íslands í framhaldinu þar sem hann endaði ferilinn. Íslendingar eiga líka mjög góðar minningar frá Nice og þá sérstaklega frá heimavelli félagsins, Allianz Riviera. Það var einmitt á þessum velli sem íslenska landsliðið sló það enska út úr sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 27. júní 2016. Þetta er ekki fyrsta fótboltafélagið í eigu Ratcliffe því þessi 66 ára Breti á einnig svissneska 2. deildarliðið Lausanne sem hann eignaðist árið 2017. Knattspyrnustjóri Jim Ratcliffe hjá Nice er Patrick Vieira, fyrrum leikmaður Arsenal og franska landsliðsins. Nice hefur byrjað tímabilið vel og er með fullt hús eftir tvær umferðir. Jim Ratcliffe stofnaði efnavinnslufyrirtækið Ineos og er metinn á 18,15 milljarða punda eða 2755 milljarða íslenskra króna. Hann er mikill íþróttáhugamaður því hann tók yfir hjólreiðaliðið Team Sky í maí og hefur einnig sett 110 milljónir punda í breska siglingaliðið í Ameríkubikarnum. Jim Ratcliffe segist vera mikill stuðningsmaður Manchester United en hann hefur einnig sýnt því áhuga að kaupa Chelsea af Roman Abramovich. Ekkert hefur þó orðið að því ennþá að hann eignist knattspyrnufélag í sínu eigin landi.
Bretland Frakkland Franski boltinn Íslandsvinir Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira