Ár og vötn þornað upp í sumar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. ágúst 2019 10:45 Eins og sést á myndinni er afskaplega lítið vatn í Hornsá. melkorka sól pétursdóttir Kleifarvatn hefur lækkað um einn metra frá því um miðjan maí og eru ár víðast hvar orðnar mjög vatnslitlar vegna lítillar úrkomu. Verst er ástandið á Vesturlandi sem þó virðist ekki hafa áhrif á vatnsból landsins. Lítið hefur bólað á úrkomu á landinu í sumar, sér í lagi á Vesturlandi og má sjá mikinn þurrk víðast hvar á landinu. Að sögn framkvæmdastjóra athugana- og tæknisviðs Veðurstofunnar má sjá afleiðingar þurrkatíðar birtast í vatnslitlum ám, kraftminni fossum og lækkun yfirborðs vatna. Kleifarvatn hefur til að mynda lækkað um einn meter frá því um miðjan maí. Að sögn Veðurstofunnar eru orsakir lækkunarinnar þurrkar og lítil úrkoma.Kaldá er líka þornuð upp.melkorka sól pétursdóttirLíkt og sést í fréttinni hér fyrir neðan hefur Rauðavatn þornað að miklu leyti vegna þurrka og lítillar úrkomu, en venjulega er staurinn ofan í vatninu. Engar mælingar fara fram á Rauðavatni að sögn Veðurstofunnar og því erfitt að erfitt að segja til um hve mikill hluti vatnsins er horfinn. Að sögn Péturs Davíðssonar, bónda í Skorradal, hefur Dragá í Skorradal þornað upp í sumar en ekkert hefur rignt á svæðinu af krafti síðan í maí. Svipaða sögu er að segja af Kaldá, Álfsteinsá og Hornsá en þær eiga allar upptök í Skarðsheiðinni og eru orðnar ansi vatnslitlar. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni þarf að rigna töluvert svo að vatn fari í árnar, en jarðvegurinn er víðast hvar orðinn svo þurr að hann virkar eins og svampur og dregur í sig vökvann áður en vatn fer að sjást í árfarveginum. Auk áa hefur vatnsmagn farið minkandi í Öxarárfossi sem áður var mun kraftmeiri. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum hefur sérstaklega verið fylgst með vatnsbólum þar sem tíðin hefur verið óvenju þurr. Þurrkatíðin hefur þó ekki haft áhrif á drykkjarvatn þar sem öll vatnsból Veitna hafa ekki nálgast skort. Grindavík Umhverfismál Veður Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Kleifarvatn hefur lækkað um einn metra frá því um miðjan maí og eru ár víðast hvar orðnar mjög vatnslitlar vegna lítillar úrkomu. Verst er ástandið á Vesturlandi sem þó virðist ekki hafa áhrif á vatnsból landsins. Lítið hefur bólað á úrkomu á landinu í sumar, sér í lagi á Vesturlandi og má sjá mikinn þurrk víðast hvar á landinu. Að sögn framkvæmdastjóra athugana- og tæknisviðs Veðurstofunnar má sjá afleiðingar þurrkatíðar birtast í vatnslitlum ám, kraftminni fossum og lækkun yfirborðs vatna. Kleifarvatn hefur til að mynda lækkað um einn meter frá því um miðjan maí. Að sögn Veðurstofunnar eru orsakir lækkunarinnar þurrkar og lítil úrkoma.Kaldá er líka þornuð upp.melkorka sól pétursdóttirLíkt og sést í fréttinni hér fyrir neðan hefur Rauðavatn þornað að miklu leyti vegna þurrka og lítillar úrkomu, en venjulega er staurinn ofan í vatninu. Engar mælingar fara fram á Rauðavatni að sögn Veðurstofunnar og því erfitt að erfitt að segja til um hve mikill hluti vatnsins er horfinn. Að sögn Péturs Davíðssonar, bónda í Skorradal, hefur Dragá í Skorradal þornað upp í sumar en ekkert hefur rignt á svæðinu af krafti síðan í maí. Svipaða sögu er að segja af Kaldá, Álfsteinsá og Hornsá en þær eiga allar upptök í Skarðsheiðinni og eru orðnar ansi vatnslitlar. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni þarf að rigna töluvert svo að vatn fari í árnar, en jarðvegurinn er víðast hvar orðinn svo þurr að hann virkar eins og svampur og dregur í sig vökvann áður en vatn fer að sjást í árfarveginum. Auk áa hefur vatnsmagn farið minkandi í Öxarárfossi sem áður var mun kraftmeiri. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum hefur sérstaklega verið fylgst með vatnsbólum þar sem tíðin hefur verið óvenju þurr. Þurrkatíðin hefur þó ekki haft áhrif á drykkjarvatn þar sem öll vatnsból Veitna hafa ekki nálgast skort.
Grindavík Umhverfismál Veður Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira