Háu laun bæjarstjóranna dæmigert mál sem geti sett Lífskjarasamninginn í uppnám Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. ágúst 2019 12:07 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sést hér við undirritun kjarasamninga þann 3. apríl síðastliðinn. Eitt af meginmarkmiðum samninganna var að skapa svigrúm fyrir vaxtalækkanir. vísir/vilhelm Formaður VR segir há laun bæjar- og sveitarstjóra vekja upp spurningu um yfirbyggingu sveitarfélaga. Hann segir Lífskjarasamninginn eiga að tryggja að efsta lag samfélagsins hækki ekki meira heldur en samið var um kjarasamningum en að fleiri og fleiri dæmi séu að koma upp um að svo sé ekki. Tekjur bæjarstjóra hafa verið til umfjöllunar eftir að tekjublað Frjálsrar verslunar birti gögn úr álagningskrá ríkisskattstjóra. Níu tekjuhæstu sveitarstjórarnir eru með hærri laun en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún hefur gagnrýnt þessa þróun, meðal annars í þættinum Víglínan á Stöð 2 á síðasta ári. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði í samtali við RÚV í gær að aðalatriðið sé gagnsæi og framkvæmdastjórar sveitarfélaga geti svarað fyrir þau laun sem eru greidd. Hann sagði ekki heppilegt að reyna miðstýra þessum háttum og kallar eftir ábyrgð sveitarfélaganna varðandi launaþróun.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.BSRBSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær launamun æðstu stjórnenda sveitarfélaga og annarra starfsmanna óréttlátan og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði launamunin svívirðilegan. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í apríl eigi að tryggja að efsta lag samfélagsins eigi ekki að hækka meira heldur en samið var um í þeirra kjarasamningum. Hann segir há laun bæjar- og sveitarstjóra vekja upp spurningar um yfirbyggingu. „Ef við tökum bara fjöldann sem búum á þessu landi, um þrjú hundruð og sextíu þúsund manns, við náum ekki fjöldanum í Manchester til dæmis, samt erum við með bæjarstjóra og sveitarstjórnir út um allar trissur og yfirbyggingu eftir því,“ segir Ragnar.Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ trónir á toppi launalista bæjarstjóra landsins með tæplega þrjár milljónir á mánuði. Um helmingi hærri laun en borgarstjórinn í London.Ragnar segir há laun og yfirbyggingu sveitarfélaga vekja upp spurningar um hvort hugsa þurfi kerfið upp á nýtt og tekur sem dæmi Lífeyrissjóðina og rekstrarkostnaðinn þar og yfirbyggingu þeirra. „Hún er með þvílíkum eindæmum. Ég tók það saman og sá að fjörutíu og einn stjórnandi innan lífeyrissjóðanna fengu samanlagt yfir 800 milljónir í launagreiðslur á síðasta ári. Þetta eru svakalegar tölur þegar þú tekur þetta saman, sérstaklega í ljósi þess að við erum nánast á sama blettinum, segir Ragnar Ragnar segir að vel sé fylgst með þróun þessara mála eftir að Lífskjarasamningurinn var undirritaður. „Og við erum með endurskoðunarákvæði og við munum svo sannarlega nýta okkur það ef að forsendur eru ekki til staðar að halda þessu áfram og þess vegna er svo mikilvægt að allir sýni ábyrgð í samfélaginu til þess að halda þessu saman. En það eru alltaf fleiri og fleiri dæmi sem eru að koma upp um að það sé ekki og ef það heldur svo áfram að þá getum við leitt líkum að því að samningar munu ekki halda þegar upp er staðið,” segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Formaður VR segir há laun bæjar- og sveitarstjóra vekja upp spurningu um yfirbyggingu sveitarfélaga. Hann segir Lífskjarasamninginn eiga að tryggja að efsta lag samfélagsins hækki ekki meira heldur en samið var um kjarasamningum en að fleiri og fleiri dæmi séu að koma upp um að svo sé ekki. Tekjur bæjarstjóra hafa verið til umfjöllunar eftir að tekjublað Frjálsrar verslunar birti gögn úr álagningskrá ríkisskattstjóra. Níu tekjuhæstu sveitarstjórarnir eru með hærri laun en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún hefur gagnrýnt þessa þróun, meðal annars í þættinum Víglínan á Stöð 2 á síðasta ári. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði í samtali við RÚV í gær að aðalatriðið sé gagnsæi og framkvæmdastjórar sveitarfélaga geti svarað fyrir þau laun sem eru greidd. Hann sagði ekki heppilegt að reyna miðstýra þessum háttum og kallar eftir ábyrgð sveitarfélaganna varðandi launaþróun.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.BSRBSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær launamun æðstu stjórnenda sveitarfélaga og annarra starfsmanna óréttlátan og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði launamunin svívirðilegan. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í apríl eigi að tryggja að efsta lag samfélagsins eigi ekki að hækka meira heldur en samið var um í þeirra kjarasamningum. Hann segir há laun bæjar- og sveitarstjóra vekja upp spurningar um yfirbyggingu. „Ef við tökum bara fjöldann sem búum á þessu landi, um þrjú hundruð og sextíu þúsund manns, við náum ekki fjöldanum í Manchester til dæmis, samt erum við með bæjarstjóra og sveitarstjórnir út um allar trissur og yfirbyggingu eftir því,“ segir Ragnar.Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ trónir á toppi launalista bæjarstjóra landsins með tæplega þrjár milljónir á mánuði. Um helmingi hærri laun en borgarstjórinn í London.Ragnar segir há laun og yfirbyggingu sveitarfélaga vekja upp spurningar um hvort hugsa þurfi kerfið upp á nýtt og tekur sem dæmi Lífeyrissjóðina og rekstrarkostnaðinn þar og yfirbyggingu þeirra. „Hún er með þvílíkum eindæmum. Ég tók það saman og sá að fjörutíu og einn stjórnandi innan lífeyrissjóðanna fengu samanlagt yfir 800 milljónir í launagreiðslur á síðasta ári. Þetta eru svakalegar tölur þegar þú tekur þetta saman, sérstaklega í ljósi þess að við erum nánast á sama blettinum, segir Ragnar Ragnar segir að vel sé fylgst með þróun þessara mála eftir að Lífskjarasamningurinn var undirritaður. „Og við erum með endurskoðunarákvæði og við munum svo sannarlega nýta okkur það ef að forsendur eru ekki til staðar að halda þessu áfram og þess vegna er svo mikilvægt að allir sýni ábyrgð í samfélaginu til þess að halda þessu saman. En það eru alltaf fleiri og fleiri dæmi sem eru að koma upp um að það sé ekki og ef það heldur svo áfram að þá getum við leitt líkum að því að samningar munu ekki halda þegar upp er staðið,” segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira