AZ var undir í hálfleik en hinn 18 ára Myron Boadu jafnaði átta mínútum fyrir leikslok.
Sverrir Ingi Ingason sat allan tímann á varamannabekknum þegar PAOK tapaði fyrir Slovan Bratislava, 1-0, á útivelli. Sigurmarkið kom í uppbótartíma.
Wolves er í góðri stöðu eftir 2-3 sigur á Torino á útivelli.
Romain Saïss, Diego Jota og Raúl Jímenez skoruðu mörk Úlfanna. Lorenzo De Silvestri og Andrea Belotti (víti) gerðu mörk Torino sem þarf allavega að skora tvö mörk á Molineux eftir viku til að komast áfram.
FT | #TOR 2-3 #WOL
And that's full time! Wolves with a fantastic performance on the road take a one-goal advantage to Molineux in the second leg of the play-off round next week! #TORWOL
pic.twitter.com/TeECdaqyGu
— Wolves (@Wolves) August 22, 2019
Ludogorets og Maribor, sem bæði slógu Val út fyrr í sumar, gerðu markalaust jafntefli í Búlgaríu. Slóvenarnir voru manni færri síðustu 33 mínútur leiksins.
Espanyol, sem sló Stjörnuna út í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar, vann 3-1 sigur á Zorya Luhansk frá Úkraínu. Espanyol er taplaust í 20 Evrópuleikjum í röð.