Xabi Alonso elskar ennþá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2019 10:30 Xabi Alonso þegar hann klæddist aftur Liverpool treyjunni í góðgerðaleik. Getty/ LFC Foundation „Einu sinni Liverpool maður alltaf Liverpool maður,“ sagði Xabi Alonso í viðtali við breska ríkisútvarpið. Spánverjinn samgladdist sínu gamla félagi síðasta vor þegar Liverpool vann Meistaradeildina en því hafði Liverpool ekki náð síðan að Xabi Alonso lék lykilhlutverk á miðju liðsins. Xabi Alonso hefur nú lagt fótboltaskóna upp á hillu og er nú orðinn knattspyrnustjóri. Frumraun hans sem stjóri verður á morgun þegar Real Sociedad B mætir Burgos. Að þessu tilefni fékk BBC hann í viðtal. Meðal umræðuefnanna var að sjálfsögðu Liverpool þar sem hann spilaði við frábæran orðstír á árunum 2004 til 2009. Xabi Alonso fór frá Liverpool til Real Madrid árið 2009 en endaði síðan farsælan feril sinn hjá Bayern München árið 2017.World Cup winner & two-time #ChampionsLeague winner Xabi Alonso will make his managerial debut on Saturday when he leads Real Sociedad B against Burgos in Segunda Division B.@BBCWSSport headed to Spain to catch up with the Liverpool legend. Here https://t.co/tgRIZuQqc2#LFCpic.twitter.com/WfGce7jGPG — BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2019Blaðamaður BBC spurði Xabi Alonso hvort hann myndi einhvern tímann stýra Liverpool-liðinu. „Eins og er þá eru félagið með algjörlega frábæran knattspyrnustjóra í Jürgen Klopp og við allir Liverpool stuðningsmenn getum ekki verið annað en í skýjunum með það sem hann er að gera. Maður fann strax að hann var rétti maðurinn í starfið út frá því hvernig hann tók vel á móti Liverpool kúltúrnum og hvernig hann tengdi við stuðningsmenn. Hann hefur staðist allar væntingar og er rétti maðurinn,“ sagði Xabi Alonso. „Það kallaði fram margar frábærar minningar hjá mér frá sigrinum 2005 þegar ég sá Liverpool vinna Meistaradeildina í vor. Sumir úr 2005 liðinu vorum á vellinum eins og ég, Stevie [Gerrard], Jerzy [Dudek] og Sami [Hyypia]. Við fögnuðum allir saman,“ sagði Xabi Alonso. Xabi Alonso skoraði fyrir Liverpool í úrslitaleiknum í Istanbul þegar Liverpool vann sigur á AC Milan og tryggði sér sigurinn í Meistaradeildinni. Nú var aftur komið að Liverpool að lyfta Meistaradeildarbikarnum fjórtán árum síðar. „Þetta var mjög tilfinningaþrungin stund. Það vita allir hversu sérstakt félag Liverpool er. Einu sinni rauður, alltaf rauður. Það er ekkert plat eða eitthvað slagorð. Þetta er satt og við sem höfum verið þarna þekkjum það vel,“ sagði Xabi Alonso. „Ég styð landa mína Pep Guardiola og Mikel Arteta í því sem þeir eru að gera. Ég held samt ekki með þeim í ensku úrvalsdeildinni því ég er stuðningsmaður Liverpool,“ sagði Xabi Alonso. „Síðasta tímabil var stórkostlegt og þá þessi titilbarátta og hvað bæði Manchester City og Liverpool gerðu. Það verður erfitt að leika það eftir en þetta eru tvö stöðug lið sem vita hvað þau vilja. Þetta er samt enska úrvalsdeildin og hún er mjög erfið,“ sagði Xabi Alonso. Xabi Alonso hrósaði sérstaklega fyrirliðanum Jordan Henderson. „Ég held að hann hafi svo mikla virðingu innan hópsins og sé svo mikilvægur fyrir liðsfélaga sína. Ég sé það á því að fylgjast með honum úr stúkunni. Hans orka er mjög mikilvæg fyrir leikstíl Liverpool. Hann er öflugur í að taka þetta aukaskref í pressunni og hann tengir líka mjög vel við framherjana þrjá,“ sagði Xabi Alonso. Það má lesa allt viðtalið við Xabi Alonso hér en þar ræðir hann meðal ástæðuna fyrir því af hverju hans stjóraferill byrjar hjá Real Sociedad.The Spaniard’s full BBC interview https://t.co/oHHz6Cn3Cf — Anfield Watch (@AnfieldWatch) August 23, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
„Einu sinni Liverpool maður alltaf Liverpool maður,“ sagði Xabi Alonso í viðtali við breska ríkisútvarpið. Spánverjinn samgladdist sínu gamla félagi síðasta vor þegar Liverpool vann Meistaradeildina en því hafði Liverpool ekki náð síðan að Xabi Alonso lék lykilhlutverk á miðju liðsins. Xabi Alonso hefur nú lagt fótboltaskóna upp á hillu og er nú orðinn knattspyrnustjóri. Frumraun hans sem stjóri verður á morgun þegar Real Sociedad B mætir Burgos. Að þessu tilefni fékk BBC hann í viðtal. Meðal umræðuefnanna var að sjálfsögðu Liverpool þar sem hann spilaði við frábæran orðstír á árunum 2004 til 2009. Xabi Alonso fór frá Liverpool til Real Madrid árið 2009 en endaði síðan farsælan feril sinn hjá Bayern München árið 2017.World Cup winner & two-time #ChampionsLeague winner Xabi Alonso will make his managerial debut on Saturday when he leads Real Sociedad B against Burgos in Segunda Division B.@BBCWSSport headed to Spain to catch up with the Liverpool legend. Here https://t.co/tgRIZuQqc2#LFCpic.twitter.com/WfGce7jGPG — BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2019Blaðamaður BBC spurði Xabi Alonso hvort hann myndi einhvern tímann stýra Liverpool-liðinu. „Eins og er þá eru félagið með algjörlega frábæran knattspyrnustjóra í Jürgen Klopp og við allir Liverpool stuðningsmenn getum ekki verið annað en í skýjunum með það sem hann er að gera. Maður fann strax að hann var rétti maðurinn í starfið út frá því hvernig hann tók vel á móti Liverpool kúltúrnum og hvernig hann tengdi við stuðningsmenn. Hann hefur staðist allar væntingar og er rétti maðurinn,“ sagði Xabi Alonso. „Það kallaði fram margar frábærar minningar hjá mér frá sigrinum 2005 þegar ég sá Liverpool vinna Meistaradeildina í vor. Sumir úr 2005 liðinu vorum á vellinum eins og ég, Stevie [Gerrard], Jerzy [Dudek] og Sami [Hyypia]. Við fögnuðum allir saman,“ sagði Xabi Alonso. Xabi Alonso skoraði fyrir Liverpool í úrslitaleiknum í Istanbul þegar Liverpool vann sigur á AC Milan og tryggði sér sigurinn í Meistaradeildinni. Nú var aftur komið að Liverpool að lyfta Meistaradeildarbikarnum fjórtán árum síðar. „Þetta var mjög tilfinningaþrungin stund. Það vita allir hversu sérstakt félag Liverpool er. Einu sinni rauður, alltaf rauður. Það er ekkert plat eða eitthvað slagorð. Þetta er satt og við sem höfum verið þarna þekkjum það vel,“ sagði Xabi Alonso. „Ég styð landa mína Pep Guardiola og Mikel Arteta í því sem þeir eru að gera. Ég held samt ekki með þeim í ensku úrvalsdeildinni því ég er stuðningsmaður Liverpool,“ sagði Xabi Alonso. „Síðasta tímabil var stórkostlegt og þá þessi titilbarátta og hvað bæði Manchester City og Liverpool gerðu. Það verður erfitt að leika það eftir en þetta eru tvö stöðug lið sem vita hvað þau vilja. Þetta er samt enska úrvalsdeildin og hún er mjög erfið,“ sagði Xabi Alonso. Xabi Alonso hrósaði sérstaklega fyrirliðanum Jordan Henderson. „Ég held að hann hafi svo mikla virðingu innan hópsins og sé svo mikilvægur fyrir liðsfélaga sína. Ég sé það á því að fylgjast með honum úr stúkunni. Hans orka er mjög mikilvæg fyrir leikstíl Liverpool. Hann er öflugur í að taka þetta aukaskref í pressunni og hann tengir líka mjög vel við framherjana þrjá,“ sagði Xabi Alonso. Það má lesa allt viðtalið við Xabi Alonso hér en þar ræðir hann meðal ástæðuna fyrir því af hverju hans stjóraferill byrjar hjá Real Sociedad.The Spaniard’s full BBC interview https://t.co/oHHz6Cn3Cf — Anfield Watch (@AnfieldWatch) August 23, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira