Xabi Alonso elskar ennþá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2019 10:30 Xabi Alonso þegar hann klæddist aftur Liverpool treyjunni í góðgerðaleik. Getty/ LFC Foundation „Einu sinni Liverpool maður alltaf Liverpool maður,“ sagði Xabi Alonso í viðtali við breska ríkisútvarpið. Spánverjinn samgladdist sínu gamla félagi síðasta vor þegar Liverpool vann Meistaradeildina en því hafði Liverpool ekki náð síðan að Xabi Alonso lék lykilhlutverk á miðju liðsins. Xabi Alonso hefur nú lagt fótboltaskóna upp á hillu og er nú orðinn knattspyrnustjóri. Frumraun hans sem stjóri verður á morgun þegar Real Sociedad B mætir Burgos. Að þessu tilefni fékk BBC hann í viðtal. Meðal umræðuefnanna var að sjálfsögðu Liverpool þar sem hann spilaði við frábæran orðstír á árunum 2004 til 2009. Xabi Alonso fór frá Liverpool til Real Madrid árið 2009 en endaði síðan farsælan feril sinn hjá Bayern München árið 2017.World Cup winner & two-time #ChampionsLeague winner Xabi Alonso will make his managerial debut on Saturday when he leads Real Sociedad B against Burgos in Segunda Division B.@BBCWSSport headed to Spain to catch up with the Liverpool legend. Here https://t.co/tgRIZuQqc2#LFCpic.twitter.com/WfGce7jGPG — BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2019Blaðamaður BBC spurði Xabi Alonso hvort hann myndi einhvern tímann stýra Liverpool-liðinu. „Eins og er þá eru félagið með algjörlega frábæran knattspyrnustjóra í Jürgen Klopp og við allir Liverpool stuðningsmenn getum ekki verið annað en í skýjunum með það sem hann er að gera. Maður fann strax að hann var rétti maðurinn í starfið út frá því hvernig hann tók vel á móti Liverpool kúltúrnum og hvernig hann tengdi við stuðningsmenn. Hann hefur staðist allar væntingar og er rétti maðurinn,“ sagði Xabi Alonso. „Það kallaði fram margar frábærar minningar hjá mér frá sigrinum 2005 þegar ég sá Liverpool vinna Meistaradeildina í vor. Sumir úr 2005 liðinu vorum á vellinum eins og ég, Stevie [Gerrard], Jerzy [Dudek] og Sami [Hyypia]. Við fögnuðum allir saman,“ sagði Xabi Alonso. Xabi Alonso skoraði fyrir Liverpool í úrslitaleiknum í Istanbul þegar Liverpool vann sigur á AC Milan og tryggði sér sigurinn í Meistaradeildinni. Nú var aftur komið að Liverpool að lyfta Meistaradeildarbikarnum fjórtán árum síðar. „Þetta var mjög tilfinningaþrungin stund. Það vita allir hversu sérstakt félag Liverpool er. Einu sinni rauður, alltaf rauður. Það er ekkert plat eða eitthvað slagorð. Þetta er satt og við sem höfum verið þarna þekkjum það vel,“ sagði Xabi Alonso. „Ég styð landa mína Pep Guardiola og Mikel Arteta í því sem þeir eru að gera. Ég held samt ekki með þeim í ensku úrvalsdeildinni því ég er stuðningsmaður Liverpool,“ sagði Xabi Alonso. „Síðasta tímabil var stórkostlegt og þá þessi titilbarátta og hvað bæði Manchester City og Liverpool gerðu. Það verður erfitt að leika það eftir en þetta eru tvö stöðug lið sem vita hvað þau vilja. Þetta er samt enska úrvalsdeildin og hún er mjög erfið,“ sagði Xabi Alonso. Xabi Alonso hrósaði sérstaklega fyrirliðanum Jordan Henderson. „Ég held að hann hafi svo mikla virðingu innan hópsins og sé svo mikilvægur fyrir liðsfélaga sína. Ég sé það á því að fylgjast með honum úr stúkunni. Hans orka er mjög mikilvæg fyrir leikstíl Liverpool. Hann er öflugur í að taka þetta aukaskref í pressunni og hann tengir líka mjög vel við framherjana þrjá,“ sagði Xabi Alonso. Það má lesa allt viðtalið við Xabi Alonso hér en þar ræðir hann meðal ástæðuna fyrir því af hverju hans stjóraferill byrjar hjá Real Sociedad.The Spaniard’s full BBC interview https://t.co/oHHz6Cn3Cf — Anfield Watch (@AnfieldWatch) August 23, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira
„Einu sinni Liverpool maður alltaf Liverpool maður,“ sagði Xabi Alonso í viðtali við breska ríkisútvarpið. Spánverjinn samgladdist sínu gamla félagi síðasta vor þegar Liverpool vann Meistaradeildina en því hafði Liverpool ekki náð síðan að Xabi Alonso lék lykilhlutverk á miðju liðsins. Xabi Alonso hefur nú lagt fótboltaskóna upp á hillu og er nú orðinn knattspyrnustjóri. Frumraun hans sem stjóri verður á morgun þegar Real Sociedad B mætir Burgos. Að þessu tilefni fékk BBC hann í viðtal. Meðal umræðuefnanna var að sjálfsögðu Liverpool þar sem hann spilaði við frábæran orðstír á árunum 2004 til 2009. Xabi Alonso fór frá Liverpool til Real Madrid árið 2009 en endaði síðan farsælan feril sinn hjá Bayern München árið 2017.World Cup winner & two-time #ChampionsLeague winner Xabi Alonso will make his managerial debut on Saturday when he leads Real Sociedad B against Burgos in Segunda Division B.@BBCWSSport headed to Spain to catch up with the Liverpool legend. Here https://t.co/tgRIZuQqc2#LFCpic.twitter.com/WfGce7jGPG — BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2019Blaðamaður BBC spurði Xabi Alonso hvort hann myndi einhvern tímann stýra Liverpool-liðinu. „Eins og er þá eru félagið með algjörlega frábæran knattspyrnustjóra í Jürgen Klopp og við allir Liverpool stuðningsmenn getum ekki verið annað en í skýjunum með það sem hann er að gera. Maður fann strax að hann var rétti maðurinn í starfið út frá því hvernig hann tók vel á móti Liverpool kúltúrnum og hvernig hann tengdi við stuðningsmenn. Hann hefur staðist allar væntingar og er rétti maðurinn,“ sagði Xabi Alonso. „Það kallaði fram margar frábærar minningar hjá mér frá sigrinum 2005 þegar ég sá Liverpool vinna Meistaradeildina í vor. Sumir úr 2005 liðinu vorum á vellinum eins og ég, Stevie [Gerrard], Jerzy [Dudek] og Sami [Hyypia]. Við fögnuðum allir saman,“ sagði Xabi Alonso. Xabi Alonso skoraði fyrir Liverpool í úrslitaleiknum í Istanbul þegar Liverpool vann sigur á AC Milan og tryggði sér sigurinn í Meistaradeildinni. Nú var aftur komið að Liverpool að lyfta Meistaradeildarbikarnum fjórtán árum síðar. „Þetta var mjög tilfinningaþrungin stund. Það vita allir hversu sérstakt félag Liverpool er. Einu sinni rauður, alltaf rauður. Það er ekkert plat eða eitthvað slagorð. Þetta er satt og við sem höfum verið þarna þekkjum það vel,“ sagði Xabi Alonso. „Ég styð landa mína Pep Guardiola og Mikel Arteta í því sem þeir eru að gera. Ég held samt ekki með þeim í ensku úrvalsdeildinni því ég er stuðningsmaður Liverpool,“ sagði Xabi Alonso. „Síðasta tímabil var stórkostlegt og þá þessi titilbarátta og hvað bæði Manchester City og Liverpool gerðu. Það verður erfitt að leika það eftir en þetta eru tvö stöðug lið sem vita hvað þau vilja. Þetta er samt enska úrvalsdeildin og hún er mjög erfið,“ sagði Xabi Alonso. Xabi Alonso hrósaði sérstaklega fyrirliðanum Jordan Henderson. „Ég held að hann hafi svo mikla virðingu innan hópsins og sé svo mikilvægur fyrir liðsfélaga sína. Ég sé það á því að fylgjast með honum úr stúkunni. Hans orka er mjög mikilvæg fyrir leikstíl Liverpool. Hann er öflugur í að taka þetta aukaskref í pressunni og hann tengir líka mjög vel við framherjana þrjá,“ sagði Xabi Alonso. Það má lesa allt viðtalið við Xabi Alonso hér en þar ræðir hann meðal ástæðuna fyrir því af hverju hans stjóraferill byrjar hjá Real Sociedad.The Spaniard’s full BBC interview https://t.co/oHHz6Cn3Cf — Anfield Watch (@AnfieldWatch) August 23, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira