Tvö stig í súginn hjá Real Madrid Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2019 18:45 Benzema fagnar. Mark hans dugði Real Madrid ekki til sigurs á Real Valladolid. vísir/getty Real Madrid gerði 1-1 jafntefli við Real Valladolid í 2. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Karim Benzema kom Real Madrid yfir með góðu skoti frá vítateigslínu á 82. mínútu. Sex mínútum síðar jafnaði Sergio Guardiola metin fyrir Valladolid. Hann slapp þá í gegn eftir sendingu frá Oscar Plano og skoraði framhjá Thibaut Courtois í marki Real Madrid. Bæði Real Madrid og Valladolid eru með fjögur stig í deildinni. Sevilla er á toppnum með sex stig. Spænski boltinn
Real Madrid gerði 1-1 jafntefli við Real Valladolid í 2. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Karim Benzema kom Real Madrid yfir með góðu skoti frá vítateigslínu á 82. mínútu. Sex mínútum síðar jafnaði Sergio Guardiola metin fyrir Valladolid. Hann slapp þá í gegn eftir sendingu frá Oscar Plano og skoraði framhjá Thibaut Courtois í marki Real Madrid. Bæði Real Madrid og Valladolid eru með fjögur stig í deildinni. Sevilla er á toppnum með sex stig.
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn