Ráðherra efnir loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. ágúst 2019 12:40 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra ætlar að efna loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum. Tillögurnar voru lagðar fram í ríkisstjórn til kynningar í lok maí, en í lok júlí voru þær birtar í samráðsgátt stjórnvalda þar sem almenningi og öllum hagsmunaaðilum gafst tækifæri til að gefa þeim álit álit. Þær sem bárust voru allar jákvæðar en einnig komu fram í þeim nokkrar gagnlegar ábendingar um þætti sem má skoða betur.Seyðisfjörður er eitt þeirra sveitarfélaga sem tók þátt í tilraunaverkefni Íbúðarlánasjóðs.Vísir/VilhelmNýr lánaflokkur hjá Íbúðalánasjóði Tillögur félagsmálaráðherra byggja að stóru leyti á upplýsingum sem hafa komið í gegnum tilraunaverkefni með sjö sveitarfélögum, en því var ætlað að bregðast við alvarlegum vanda í húsnæðismálum á landsbyggðinni. Meðal reglugerða sem ráðuneytið er nú með má nefna heimild fyrir nýjum lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði til að auðvelda sjóðnum að veita fjármögnun til verkefna landsbyggðinni. Tryggja þurfi íbúum landsbyggðarinnar aðgengi að fjármagni á sambærilegum kjörum og fást á virkari markaðssvæðum.Þá gera tillögurnar ráð fyrir að brugðist verði við skorti á hagkvæmu leiguhúsnæði með því að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi ríkisins. Heimilt verði að veita sérstakt byggðaframlag vegna leiguíbúða á svæðum þar sem misvægi ríkir á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs og þá verði heimildir sveitarfélaga til þess að leggja fram stofnframlög rýmkaðar.Norðurþing tók einnig þátt í tilraunaverkefninuVísir/VilhelmÞörf á húsnæðisstuðningi fyrir landsbyggðina er önnur en á höfuðborgarsvæðinu Húsnæðismarkaður á landsbyggðinni er víða ekki nægilega skilvirkur. Skortur er á leiguhúsnæði og getur slíkt staðið þróun í atvinnumálum fyrir þrifum. Hvata vantar til byggingar á leiguíbúðum þar sem markaðsverð húsnæðis er mun lægra en byggingarkostnaður. Fram hefur komið að aðgerðirnar sem þarf á landsbyggðinni eru af öðrum toga en á höfuðborgarsvæðinu. Um sé að ræða stóran hóp fólks sem falli á milli skips og bryggju á húsnæðismarkaðnum. Önnur lönd sem glímt hafa við svipaðan vanda hafa farið svipaða leið við að stuðla að eðlilegri endurnýjun húsnæðis utan stærstu þéttbýlissvæða. Tillögurnar taka mið af reynslu annarra landa en einnig áskorunum ólíkra sveitarfélaga hér á landi. Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Vill veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. 24. júlí 2019 12:21 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum. Tillögurnar voru lagðar fram í ríkisstjórn til kynningar í lok maí, en í lok júlí voru þær birtar í samráðsgátt stjórnvalda þar sem almenningi og öllum hagsmunaaðilum gafst tækifæri til að gefa þeim álit álit. Þær sem bárust voru allar jákvæðar en einnig komu fram í þeim nokkrar gagnlegar ábendingar um þætti sem má skoða betur.Seyðisfjörður er eitt þeirra sveitarfélaga sem tók þátt í tilraunaverkefni Íbúðarlánasjóðs.Vísir/VilhelmNýr lánaflokkur hjá Íbúðalánasjóði Tillögur félagsmálaráðherra byggja að stóru leyti á upplýsingum sem hafa komið í gegnum tilraunaverkefni með sjö sveitarfélögum, en því var ætlað að bregðast við alvarlegum vanda í húsnæðismálum á landsbyggðinni. Meðal reglugerða sem ráðuneytið er nú með má nefna heimild fyrir nýjum lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði til að auðvelda sjóðnum að veita fjármögnun til verkefna landsbyggðinni. Tryggja þurfi íbúum landsbyggðarinnar aðgengi að fjármagni á sambærilegum kjörum og fást á virkari markaðssvæðum.Þá gera tillögurnar ráð fyrir að brugðist verði við skorti á hagkvæmu leiguhúsnæði með því að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi ríkisins. Heimilt verði að veita sérstakt byggðaframlag vegna leiguíbúða á svæðum þar sem misvægi ríkir á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs og þá verði heimildir sveitarfélaga til þess að leggja fram stofnframlög rýmkaðar.Norðurþing tók einnig þátt í tilraunaverkefninuVísir/VilhelmÞörf á húsnæðisstuðningi fyrir landsbyggðina er önnur en á höfuðborgarsvæðinu Húsnæðismarkaður á landsbyggðinni er víða ekki nægilega skilvirkur. Skortur er á leiguhúsnæði og getur slíkt staðið þróun í atvinnumálum fyrir þrifum. Hvata vantar til byggingar á leiguíbúðum þar sem markaðsverð húsnæðis er mun lægra en byggingarkostnaður. Fram hefur komið að aðgerðirnar sem þarf á landsbyggðinni eru af öðrum toga en á höfuðborgarsvæðinu. Um sé að ræða stóran hóp fólks sem falli á milli skips og bryggju á húsnæðismarkaðnum. Önnur lönd sem glímt hafa við svipaðan vanda hafa farið svipaða leið við að stuðla að eðlilegri endurnýjun húsnæðis utan stærstu þéttbýlissvæða. Tillögurnar taka mið af reynslu annarra landa en einnig áskorunum ólíkra sveitarfélaga hér á landi.
Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Vill veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. 24. júlí 2019 12:21 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Vill veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. 24. júlí 2019 12:21