Stígamót ákveða að kæra niðurfelld kynferðisbrotamál til mannréttindadómstólsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. ágúst 2019 18:30 Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta, segir óeðlilegt að skoða þurfi hvort konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi fái réttláta málsmeðferð. Stöð 2/Baldur Hrfafnkell Jónsson Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð.Síðustu tuttugu ár hafa á bilinu hundrað til tvö hundruð og fimmtíu konur leitað árlega til Stígamóta vegna nauðgana. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta segir að á sama tímabili hafi að meðaltali einungis verið sakfellt í 6,75 nauðgunarmálum í héraðsdómi á ári. Þrátt fyrir að aðeins brot af þeim sem leiti til Stígamóta kæri ofbeldið til lögreglu séu tölurnar í æpandi mótsögn. Niðurfellingarhlutfallið sé allt of hátt. „Áttatíu og níu prósent kvenna eru léttvægar fundnar og okkur þykir fylgja því mikill vanmáttur að sitja undir þessu án þess að aðhafast,“ segir Guðrún.Nú, þegar Ísland sé búið að fullgilda Istanbúlsáttmálann um ofbeldi gegn konum hafi Stígamót ákveðið að láta á það reyna, með aðstoð lögmanna, að fara lengra með kynferðisbrotamál kvenna sem hafa verið felld niður hjá lögreglu og þær kært þá ákvörðun til saksóknara sem hafi svo fellt málið aftur niður. „Og eru þar af leiðandi búnar að gera allt sem þær geta til að fá rétt sinn á Íslandi. Þær ætla að vera með og kæra þessi mál til mannréttindadómstólsins,“ segir Guðrún en sex konur hafa nú þegar samþykkt að kæra mál sín. „Það er þá á þeim grundvelli aðþolendur hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar. Það gæti verið einhvers konar mismunun eða brot gegn friðhelgi einkalífs,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður. Niðurfellingarhlutfallið sé óeðlilega hátt. „Það virðist einhver skekkja í því kerfi og það er mikilvægt fyrir alla aðila málsins að það komi rétt niðurstaða út úr þessu þannig að þolendur njóti réttlátrar málsmeðferðar og sömuleiðis þeir aðilar sem eru kærðir," segir Sigrún. Stígamót leita nú að fleiri konum sem vilja kæra mál sín. Málin verða að hafa verið látin niður falla hjá saksóknara á síðustu sex mánuðum en til að dómstólinn taki upp mál þurfa þau hafa hafa verið kærð til hans innan sex mánaða frá því síðasta ákvörðun var tekin í þeim. Guðrún segir að Stígamót ætli að bera allan kostnaðinn. Ef dómstólinn tæki málin upp gætu konurnar átt rétt á skaðabótum.„Alvöru dómur fellur í þeirra máli og það er fyrir okkur réttlæti,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira
Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð.Síðustu tuttugu ár hafa á bilinu hundrað til tvö hundruð og fimmtíu konur leitað árlega til Stígamóta vegna nauðgana. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta segir að á sama tímabili hafi að meðaltali einungis verið sakfellt í 6,75 nauðgunarmálum í héraðsdómi á ári. Þrátt fyrir að aðeins brot af þeim sem leiti til Stígamóta kæri ofbeldið til lögreglu séu tölurnar í æpandi mótsögn. Niðurfellingarhlutfallið sé allt of hátt. „Áttatíu og níu prósent kvenna eru léttvægar fundnar og okkur þykir fylgja því mikill vanmáttur að sitja undir þessu án þess að aðhafast,“ segir Guðrún.Nú, þegar Ísland sé búið að fullgilda Istanbúlsáttmálann um ofbeldi gegn konum hafi Stígamót ákveðið að láta á það reyna, með aðstoð lögmanna, að fara lengra með kynferðisbrotamál kvenna sem hafa verið felld niður hjá lögreglu og þær kært þá ákvörðun til saksóknara sem hafi svo fellt málið aftur niður. „Og eru þar af leiðandi búnar að gera allt sem þær geta til að fá rétt sinn á Íslandi. Þær ætla að vera með og kæra þessi mál til mannréttindadómstólsins,“ segir Guðrún en sex konur hafa nú þegar samþykkt að kæra mál sín. „Það er þá á þeim grundvelli aðþolendur hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar. Það gæti verið einhvers konar mismunun eða brot gegn friðhelgi einkalífs,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður. Niðurfellingarhlutfallið sé óeðlilega hátt. „Það virðist einhver skekkja í því kerfi og það er mikilvægt fyrir alla aðila málsins að það komi rétt niðurstaða út úr þessu þannig að þolendur njóti réttlátrar málsmeðferðar og sömuleiðis þeir aðilar sem eru kærðir," segir Sigrún. Stígamót leita nú að fleiri konum sem vilja kæra mál sín. Málin verða að hafa verið látin niður falla hjá saksóknara á síðustu sex mánuðum en til að dómstólinn taki upp mál þurfa þau hafa hafa verið kærð til hans innan sex mánaða frá því síðasta ákvörðun var tekin í þeim. Guðrún segir að Stígamót ætli að bera allan kostnaðinn. Ef dómstólinn tæki málin upp gætu konurnar átt rétt á skaðabótum.„Alvöru dómur fellur í þeirra máli og það er fyrir okkur réttlæti,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira