„Það er ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði“ Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2019 12:02 Kolbeinn og Óli Björn tókust á um Ríkisútvarpið í Sprengisandi í morgun. Vísir/Vilhelm „Við erum hérna með Ríkisútvarp og það er einhver ástæða fyrir því, svo getum við verið sammála eða ósammála því,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna í viðtali á Sprengisandi í morgun þar sem hann og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu fjármögnun Ríkisútvarpsins. Kolbeinn segir það vera alveg skýrt af hans hálfu að Ríkisútvarpið gegni mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Hlutverk þess sé bæði lýðræðislegt og menningarlegt og geti veitt stjórnvöldum aðhald, til að mynda með fréttaflutningi og umfjöllun um störf opinberra fulltrúa. Því eigi að styrkja Ríkisútvarpið ef eitthvað, þó það sé alltaf lykilatriði hvaðan fjármagnið kemur. „Það er ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði, síður en svo. En það er heldur ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að það fari af auglýsingamarkaði,“ segir Kolbeinn og bætir við að það sé sjálfsagt að Íslendingar líti í kringum sig til nágrannaþjóða þar sem ríkismiðlar eru sumir hverjir ekki á auglýsingamarkaði. „Það er ekki þannig að auglýsingatekjur RÚV, að þeim yrði bara dreift niður jafnt á alla aðra fjölmiðla, þetta virkar ekki þannig,“ segir Kolbeinn um landslagið ef RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði.Spurning hvort einhver myndi leggja til stofnun Ríkisútvarps í dag Óli Björn tók ekki undir fullyrðingar Kolbeins um mikilvægi Ríkisútvarpsins og sagðist spyrja sig hvort einhver myndi leggja til stofnun þess í dag, væri það ekki til. Ástandið í dag væri gjörbreytt frá því sem var þegar Ríkisútvarpinu var komið á fót árið 1930. „Við vorum hér í vor að velta fyrir okkur einhverskonar styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til þess að létta undir með einkareknum fjölmiðlum til þess að tryggja einhvern veginn að þeir gætu lifað af, ættu einhverja vonir um það að geta stundað hér fjölmiðlun sem við höfum, að minnsta kosti í orði, lagt áherslu á að hér sé frjáls,“ segir Óli Björn. Hann segir það þó ganga gegn öllum sínum prinsippum að stofna styrkjasjóð fyrir einkarekin fyrirtæki fyrir ríkisfjármuni. Hann hafi þó séð að eitthvað hafi þurft að gerast í málum einkarekinna fjölmiðla. „Ég næ ekki þeim árangri sem ég hafði vonast til hér, að minnsta kosti á mínum yngri árum, að það væri hægt að sannfæra Kolbein og fleiri að leggja niður ríkisútvarpið og búa til hér eðlilegt og sanngjarnt samkeppnisumhverfi fyrir fjölmiðla.“ Hann sagði það ákjósanlegast að Ríkisútvarpið væri rekið með þeim hætti að það hefði sem minnst áhrif á aðra fjölmiðla. Það væri augljóst að þátttaka Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði skekkti markaðinn verulega og því væri nauðsynlegt að rétta markaðinn við og gera stöðuna sanngjarnari. „Það er ekki hægt að gera það öðruvísi heldur en að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði,“ segir Óli Björn. Fjölmiðlar Sprengisandur Tengdar fréttir Ungir sjálfstæðismenn mótfallnir frumvarpi Lilju og vilja RÚV af auglýsingamarkaði Samband ungra sjálfstæðismanna ályktar gegn fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra og hvetur stjórnvöld til þess að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 9. júlí 2019 11:15 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
„Við erum hérna með Ríkisútvarp og það er einhver ástæða fyrir því, svo getum við verið sammála eða ósammála því,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna í viðtali á Sprengisandi í morgun þar sem hann og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu fjármögnun Ríkisútvarpsins. Kolbeinn segir það vera alveg skýrt af hans hálfu að Ríkisútvarpið gegni mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Hlutverk þess sé bæði lýðræðislegt og menningarlegt og geti veitt stjórnvöldum aðhald, til að mynda með fréttaflutningi og umfjöllun um störf opinberra fulltrúa. Því eigi að styrkja Ríkisútvarpið ef eitthvað, þó það sé alltaf lykilatriði hvaðan fjármagnið kemur. „Það er ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði, síður en svo. En það er heldur ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að það fari af auglýsingamarkaði,“ segir Kolbeinn og bætir við að það sé sjálfsagt að Íslendingar líti í kringum sig til nágrannaþjóða þar sem ríkismiðlar eru sumir hverjir ekki á auglýsingamarkaði. „Það er ekki þannig að auglýsingatekjur RÚV, að þeim yrði bara dreift niður jafnt á alla aðra fjölmiðla, þetta virkar ekki þannig,“ segir Kolbeinn um landslagið ef RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði.Spurning hvort einhver myndi leggja til stofnun Ríkisútvarps í dag Óli Björn tók ekki undir fullyrðingar Kolbeins um mikilvægi Ríkisútvarpsins og sagðist spyrja sig hvort einhver myndi leggja til stofnun þess í dag, væri það ekki til. Ástandið í dag væri gjörbreytt frá því sem var þegar Ríkisútvarpinu var komið á fót árið 1930. „Við vorum hér í vor að velta fyrir okkur einhverskonar styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til þess að létta undir með einkareknum fjölmiðlum til þess að tryggja einhvern veginn að þeir gætu lifað af, ættu einhverja vonir um það að geta stundað hér fjölmiðlun sem við höfum, að minnsta kosti í orði, lagt áherslu á að hér sé frjáls,“ segir Óli Björn. Hann segir það þó ganga gegn öllum sínum prinsippum að stofna styrkjasjóð fyrir einkarekin fyrirtæki fyrir ríkisfjármuni. Hann hafi þó séð að eitthvað hafi þurft að gerast í málum einkarekinna fjölmiðla. „Ég næ ekki þeim árangri sem ég hafði vonast til hér, að minnsta kosti á mínum yngri árum, að það væri hægt að sannfæra Kolbein og fleiri að leggja niður ríkisútvarpið og búa til hér eðlilegt og sanngjarnt samkeppnisumhverfi fyrir fjölmiðla.“ Hann sagði það ákjósanlegast að Ríkisútvarpið væri rekið með þeim hætti að það hefði sem minnst áhrif á aðra fjölmiðla. Það væri augljóst að þátttaka Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði skekkti markaðinn verulega og því væri nauðsynlegt að rétta markaðinn við og gera stöðuna sanngjarnari. „Það er ekki hægt að gera það öðruvísi heldur en að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði,“ segir Óli Björn.
Fjölmiðlar Sprengisandur Tengdar fréttir Ungir sjálfstæðismenn mótfallnir frumvarpi Lilju og vilja RÚV af auglýsingamarkaði Samband ungra sjálfstæðismanna ályktar gegn fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra og hvetur stjórnvöld til þess að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 9. júlí 2019 11:15 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Ungir sjálfstæðismenn mótfallnir frumvarpi Lilju og vilja RÚV af auglýsingamarkaði Samband ungra sjálfstæðismanna ályktar gegn fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra og hvetur stjórnvöld til þess að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 9. júlí 2019 11:15
Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11
Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent