Utanríkisráðherra Íran mætti óvænt til fundar G7 ríkjanna Andri Eysteinsson skrifar 25. ágúst 2019 17:53 Leiðtogarnir á fundi í Biarritz. Getty/ Jeff J Mitchell Utanríkisráðherra Íran, Mohammad Javad Zarif, heiðraði leiðtoga G7 ríkjanna með nærveru sinni í óvæntri heimsókn til franska bæjarins Biarritz hvar leiðtogarnir eru saman komnir til þess að ráða sínum ráðum. Flugvél Zarifs flaug af stað frá írönsku höfuðborginni Tehran snemma á sunnudagsmorgun og lenti nokkrum klukkutímum síðar á flugvellinum í Biarritz sem hefur undanfarna daga verið lokaður fyrir umferð óviðkomandi leiðtogafundi G7 ríkjanna.Samkvæmt heimildum AP fór Zarif beint á fund franska utanríkisráðherrans Jean-Yves Le Drian. Samkvæmt upplýsingafulltrúa íranska utanríkisráðuneytisins var Zarif í Biarritz í boði Le Drian auk þess sem að engir fundir með bandarískum erindrekum eru áformaðir í Biarritz.Tillögur um að Macron færi fyrir G7 í málefnum Íran Zarif hafði áætlað að halda í ferðalag um Asíu til þess að afla stuðnings við Íran í deilunni við Bandaríkin um kjarnorkusamkomulagið sem Bandaríkin sögðu sig frá í maí árið 2018. Óvænt heimsókn Zarif hentaði vel því leiðtogarnir höfðu nýlokið umræðum um málefni Íran og var þar að mestu ákveðið að Frakkland og forseti landsins, Emmanuel Macron skildi fara fyrir G7 ríkjunum í samskiptum við Íran. Herma heimildir AP að Bandaríkjaforseti hafi þó ekki samþykkt hugmyndina.Á fundi G7 ríkjanna eru leiðtogar Bretlands, Boris Johnson, Frakklands, Emmanuel Macron, Þýskalands, Angela Merkel, Japan, Shinzo Abe, Kanada, Justin Trudeau, Ítalíu, Giuseppe Conte auk Donald Tusk, fulltrúa Evrópusambandsins.Þá hefur einnig öðrum leiðtogum ríkja verið boðið á hluta fundanna auk forseta, aðalritara og forstjóra alþjóðasamtaka. Bandaríkin Frakkland Íran Tengdar fréttir Ekki fræðilegur möguleiki að Rússum verði boðið í hópinn á ný Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir að á síðustu árum hefðu Rússar sýnt að þeir séu ekki lengur í hópi þeirra landa sem hafa mannréttindi, lög og reglur og frjálslynt lýðræði í hávegum. 25. ágúst 2019 10:15 Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. 25. ágúst 2019 09:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Utanríkisráðherra Íran, Mohammad Javad Zarif, heiðraði leiðtoga G7 ríkjanna með nærveru sinni í óvæntri heimsókn til franska bæjarins Biarritz hvar leiðtogarnir eru saman komnir til þess að ráða sínum ráðum. Flugvél Zarifs flaug af stað frá írönsku höfuðborginni Tehran snemma á sunnudagsmorgun og lenti nokkrum klukkutímum síðar á flugvellinum í Biarritz sem hefur undanfarna daga verið lokaður fyrir umferð óviðkomandi leiðtogafundi G7 ríkjanna.Samkvæmt heimildum AP fór Zarif beint á fund franska utanríkisráðherrans Jean-Yves Le Drian. Samkvæmt upplýsingafulltrúa íranska utanríkisráðuneytisins var Zarif í Biarritz í boði Le Drian auk þess sem að engir fundir með bandarískum erindrekum eru áformaðir í Biarritz.Tillögur um að Macron færi fyrir G7 í málefnum Íran Zarif hafði áætlað að halda í ferðalag um Asíu til þess að afla stuðnings við Íran í deilunni við Bandaríkin um kjarnorkusamkomulagið sem Bandaríkin sögðu sig frá í maí árið 2018. Óvænt heimsókn Zarif hentaði vel því leiðtogarnir höfðu nýlokið umræðum um málefni Íran og var þar að mestu ákveðið að Frakkland og forseti landsins, Emmanuel Macron skildi fara fyrir G7 ríkjunum í samskiptum við Íran. Herma heimildir AP að Bandaríkjaforseti hafi þó ekki samþykkt hugmyndina.Á fundi G7 ríkjanna eru leiðtogar Bretlands, Boris Johnson, Frakklands, Emmanuel Macron, Þýskalands, Angela Merkel, Japan, Shinzo Abe, Kanada, Justin Trudeau, Ítalíu, Giuseppe Conte auk Donald Tusk, fulltrúa Evrópusambandsins.Þá hefur einnig öðrum leiðtogum ríkja verið boðið á hluta fundanna auk forseta, aðalritara og forstjóra alþjóðasamtaka.
Bandaríkin Frakkland Íran Tengdar fréttir Ekki fræðilegur möguleiki að Rússum verði boðið í hópinn á ný Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir að á síðustu árum hefðu Rússar sýnt að þeir séu ekki lengur í hópi þeirra landa sem hafa mannréttindi, lög og reglur og frjálslynt lýðræði í hávegum. 25. ágúst 2019 10:15 Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. 25. ágúst 2019 09:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Ekki fræðilegur möguleiki að Rússum verði boðið í hópinn á ný Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir að á síðustu árum hefðu Rússar sýnt að þeir séu ekki lengur í hópi þeirra landa sem hafa mannréttindi, lög og reglur og frjálslynt lýðræði í hávegum. 25. ágúst 2019 10:15
Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. 25. ágúst 2019 09:00