Rúnar: Ekki séð neina fingur á titlinum ennþá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2019 19:00 Rúnar var nokkuð sáttur með úrslitin. vísir/bára Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var nokkuð sáttur með að fara heim með eitt stig í poka frá Akureyri eftir markalaust jafntefli KA og KR á Akureyrarvelli í dag. Hann sagði þó ljóst að skemmtanagildi leiksins hafi ekki verið hátt. „Það var ekkert dauðafæri í þessum leik þannig að þetta var kannski 0-0 jafntefli eins og það gerist verst,“ sagði Rúnar eftir leik. Hann var ósáttur við að sínir menn skyldu ekki grípa tækifærið og sækja meira á KA-menn sem lágu til baka í upphafi leiks. „Við vorum ekki upp á okkar besta í dag, þrátt fyrir að hafa fengið svona eiginlega leikinn á silfurfati í byrjun. Þeir lágu aftarlega og leyfðu okkur að koma upp með boltann. Tempó-ið í okkar leik datt niður strax. Við ætluðum að halda uppi hærra tempó-i en það var allt of lítið. Það var þannig gegnumgangandi í leiknum,“ sagði Rúnar. KR-ingar eru með þægilega forystu á toppi deildarinnar og þegar skammt er eftir af deildinni er fátt sem bendir til annars en að KR-muni hampa Íslandsmeistaratitlinum. Rúnar var sáttur með stigið í þeirri vegferð. „Við þurfum að ná í stig og það er gott að koma hingað og ná í eitt stig. Við hefðum viljað fá þrjú en KA-liðið er gott, sterkt fram á við. Það þarf að passa sig að hafa jafnvægi í þessu því að ef þú ferð með allt of marga fram þá refsa þeir þér og við vildum passa okkur á því að fá ekki eitt í andlitið þegar vorum komnir með allt of marga fram,“ sagði Rúnar. Hann tók þó ekki undir að sínir menn væru svo gott sem orðnir Íslandsmeistarar. „Ég hef ekki séð neina fingur á titlinum ennþá“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - KR 0-0 | Bragðdauft og markalaust fyrir norðan KA og KR gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik dagsins í Pepsi Max-deild karla. 25. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalinn í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var nokkuð sáttur með að fara heim með eitt stig í poka frá Akureyri eftir markalaust jafntefli KA og KR á Akureyrarvelli í dag. Hann sagði þó ljóst að skemmtanagildi leiksins hafi ekki verið hátt. „Það var ekkert dauðafæri í þessum leik þannig að þetta var kannski 0-0 jafntefli eins og það gerist verst,“ sagði Rúnar eftir leik. Hann var ósáttur við að sínir menn skyldu ekki grípa tækifærið og sækja meira á KA-menn sem lágu til baka í upphafi leiks. „Við vorum ekki upp á okkar besta í dag, þrátt fyrir að hafa fengið svona eiginlega leikinn á silfurfati í byrjun. Þeir lágu aftarlega og leyfðu okkur að koma upp með boltann. Tempó-ið í okkar leik datt niður strax. Við ætluðum að halda uppi hærra tempó-i en það var allt of lítið. Það var þannig gegnumgangandi í leiknum,“ sagði Rúnar. KR-ingar eru með þægilega forystu á toppi deildarinnar og þegar skammt er eftir af deildinni er fátt sem bendir til annars en að KR-muni hampa Íslandsmeistaratitlinum. Rúnar var sáttur með stigið í þeirri vegferð. „Við þurfum að ná í stig og það er gott að koma hingað og ná í eitt stig. Við hefðum viljað fá þrjú en KA-liðið er gott, sterkt fram á við. Það þarf að passa sig að hafa jafnvægi í þessu því að ef þú ferð með allt of marga fram þá refsa þeir þér og við vildum passa okkur á því að fá ekki eitt í andlitið þegar vorum komnir með allt of marga fram,“ sagði Rúnar. Hann tók þó ekki undir að sínir menn væru svo gott sem orðnir Íslandsmeistarar. „Ég hef ekki séð neina fingur á titlinum ennþá“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - KR 0-0 | Bragðdauft og markalaust fyrir norðan KA og KR gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik dagsins í Pepsi Max-deild karla. 25. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalinn í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - KR 0-0 | Bragðdauft og markalaust fyrir norðan KA og KR gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik dagsins í Pepsi Max-deild karla. 25. ágúst 2019 18:30
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn