Anníe Mist og Katrín Tanja ekki einu Íslendingarnir á verðlaunapalli í Köben um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2019 10:30 Edda Falak. Mynd/Instagram/eddafalak Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir unnu glæsilegan sigur á Reebok Butchers Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina en Ísland átti líka annan fulltrúa á verðlaunapallinum. CrossFit konan Edda Falak var líka á palli með þeim Anníe Mist og Katrínu Tönju en Edda endaði í þriðja sæti með sínu liði sem hét Team Nordvest. Edda keppti við hlið hinnar norsku Martine Solheim. Nordvest liðið fékk 545 stig eða 150 stigum minna en Rogue Dottirs sem höfðu mikla yfirburði í keppninni og unnu sex af sjö greinum. Edda og Martine byrjuðu keppnina ekki vel og urðu í 10. og 12. sæti í fyrstu tveimur greinunum. Eftir það voru þær hins vegar alltaf meðal sex efstu og urðu í þriðja sætinu í tveimur greinum. Þær enduðu á lokum einu stigi á undan fjórða sætinu og 110 stigum á eftir liðinu í öðru sæti. Edda og Martine voru í mikilli keppni um bronsverðlaunin í lokin en þær voru þar að keppa við sænsku stelpurnar Söru Armanius og Julie Hougaard. Sara og Julie voru í góðum málum eftir sigur sinn í fimmtu grein en það var eina greinin sem Anníe Mist og Katrín Tanja töpuðu á mótinu. Edda og Martine fengu fimm stigum meira fyrir sjöttu og næstsíðustu greinina en þær þurftu mun meira til. Í lokagreininni náðu Edda og Martine í fimmta sæti og fengu þar með 80 stig en á sama tíma urðu Sara og Julie í 10. sæti og fengu bara 67 stig. Þetta dugði Nordvest liðinu til að hoppa upp í þriðja sætið og taka bronsverðlaunin. Það má sjá öll úrslitin hér. Edda Falak er 27 ára gömul og byrjaði í CrossFit þegar hún flutti til Kaupmannahafnar árið 2016. Hún hafði áður æft hjá Mjölni og var einnig í fótbolta hjá HK þegar hún var yngri. CrossFit Tengdar fréttir Ekstrabladet: Heimsfrægar stjörnur mæta frá Íslandi Íslensku CrossFit stjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir munu báðar keppa á Butcher's Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina og koma þeirra hefur vakið athygli. 22. ágúst 2019 13:00 Katrín Tanja verður í „Body Issue“ ESPN Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að koma nakin fram á síðum eins frægasta íþróttablaðs Bandaríkjanna. 26. ágúst 2019 23:00 Sú hraustasta í heimi „hvíldi“ sig eftir heimsleikana með 100 km fjallgöngu á sex dögum Tia-Clair Toomey er engin venjuleg íþróttakona eins og hún hefur sýnt á síðustu heimsleikum í CrossFit. Miðað við það hvernig hún "hvílir“ sig þá er bara hægt að ímynda sér hvernig hún æfir. 20. ágúst 2019 23:30 Íslensku dæturnar unnu sannfærandi sigur á CrossFit móti í Köben Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsóttir fögnuðu saman glæsilegum sigri á Butcher Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina. 26. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir unnu glæsilegan sigur á Reebok Butchers Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina en Ísland átti líka annan fulltrúa á verðlaunapallinum. CrossFit konan Edda Falak var líka á palli með þeim Anníe Mist og Katrínu Tönju en Edda endaði í þriðja sæti með sínu liði sem hét Team Nordvest. Edda keppti við hlið hinnar norsku Martine Solheim. Nordvest liðið fékk 545 stig eða 150 stigum minna en Rogue Dottirs sem höfðu mikla yfirburði í keppninni og unnu sex af sjö greinum. Edda og Martine byrjuðu keppnina ekki vel og urðu í 10. og 12. sæti í fyrstu tveimur greinunum. Eftir það voru þær hins vegar alltaf meðal sex efstu og urðu í þriðja sætinu í tveimur greinum. Þær enduðu á lokum einu stigi á undan fjórða sætinu og 110 stigum á eftir liðinu í öðru sæti. Edda og Martine voru í mikilli keppni um bronsverðlaunin í lokin en þær voru þar að keppa við sænsku stelpurnar Söru Armanius og Julie Hougaard. Sara og Julie voru í góðum málum eftir sigur sinn í fimmtu grein en það var eina greinin sem Anníe Mist og Katrín Tanja töpuðu á mótinu. Edda og Martine fengu fimm stigum meira fyrir sjöttu og næstsíðustu greinina en þær þurftu mun meira til. Í lokagreininni náðu Edda og Martine í fimmta sæti og fengu þar með 80 stig en á sama tíma urðu Sara og Julie í 10. sæti og fengu bara 67 stig. Þetta dugði Nordvest liðinu til að hoppa upp í þriðja sætið og taka bronsverðlaunin. Það má sjá öll úrslitin hér. Edda Falak er 27 ára gömul og byrjaði í CrossFit þegar hún flutti til Kaupmannahafnar árið 2016. Hún hafði áður æft hjá Mjölni og var einnig í fótbolta hjá HK þegar hún var yngri.
CrossFit Tengdar fréttir Ekstrabladet: Heimsfrægar stjörnur mæta frá Íslandi Íslensku CrossFit stjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir munu báðar keppa á Butcher's Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina og koma þeirra hefur vakið athygli. 22. ágúst 2019 13:00 Katrín Tanja verður í „Body Issue“ ESPN Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að koma nakin fram á síðum eins frægasta íþróttablaðs Bandaríkjanna. 26. ágúst 2019 23:00 Sú hraustasta í heimi „hvíldi“ sig eftir heimsleikana með 100 km fjallgöngu á sex dögum Tia-Clair Toomey er engin venjuleg íþróttakona eins og hún hefur sýnt á síðustu heimsleikum í CrossFit. Miðað við það hvernig hún "hvílir“ sig þá er bara hægt að ímynda sér hvernig hún æfir. 20. ágúst 2019 23:30 Íslensku dæturnar unnu sannfærandi sigur á CrossFit móti í Köben Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsóttir fögnuðu saman glæsilegum sigri á Butcher Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina. 26. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Ekstrabladet: Heimsfrægar stjörnur mæta frá Íslandi Íslensku CrossFit stjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir munu báðar keppa á Butcher's Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina og koma þeirra hefur vakið athygli. 22. ágúst 2019 13:00
Katrín Tanja verður í „Body Issue“ ESPN Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að koma nakin fram á síðum eins frægasta íþróttablaðs Bandaríkjanna. 26. ágúst 2019 23:00
Sú hraustasta í heimi „hvíldi“ sig eftir heimsleikana með 100 km fjallgöngu á sex dögum Tia-Clair Toomey er engin venjuleg íþróttakona eins og hún hefur sýnt á síðustu heimsleikum í CrossFit. Miðað við það hvernig hún "hvílir“ sig þá er bara hægt að ímynda sér hvernig hún æfir. 20. ágúst 2019 23:30
Íslensku dæturnar unnu sannfærandi sigur á CrossFit móti í Köben Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsóttir fögnuðu saman glæsilegum sigri á Butcher Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina. 26. ágúst 2019 09:00